Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 14
Sögunarstóll á Grund í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Drátt-
arvélin t. v. knýr sögina. Páll Traustason bóndi að saga staura
úrrekavið. Sögunarbekkinn smíðaði hann sjálfur. (Ljósm. Árni
G. Pétursson).
Rekastaurar Páls á Grund í júlí 1979. (Ljósm. Á. G. P.).
Jón: Hvenær var byrjað að girða
með gaddavír á Islandi?
Ég hef séð í bréfum til Torfa í
Ólafsdal frá um 1890 að rætt er
um gaddavírsgirðngar.
Jón: Ég hef nú verið að nota
staura sem eru búnir að standa í
girðingum síðan. Einhverjar
fyrstu girðingar á íslandi voru
gerðar í Höfnum, og þessar girð-
ingar í kringum túnið var ég að
taka upp fyrir tveimur árum.
Og stóðu þessir staurar enn?
Jón: Já, og ég gat notað þá aftur.
Þetta voru alveg glerharðir staurar
og ekki nokkur fúi til í þeint og
voru reyndar rauðviðarstaurar
sem stóðu í mýri. Og sverleikinn
einn, segir ekki alla söguna um
styrkleikann, það er langt frá því.
En þetta voru rifnir staurar
u. þ. b. 3x3 tommur.
Endast ekki rifnir staurar betur en
sagaðir?
Pétur: Ég er ekki frá því.
Jón: Þeir eru sterkari úr sömu
spýtu og af söntu stærð.
Pétur: Líka vegna þess að ég held
að vatnið gangi meira inn í sagaða
staura. En það er orðið lítið um
rifna staura á markaði og ég held
að lítið þýði að innleiða þá aftur.
Þeim Jóni og Pétri kom saman um
að hagkvæmast væri að fara eina
ferðina með staura beint frá selj-
anda til kaupanda og spara þannig
tíma og kostnað. Bíllinn tekur
12—15 hundruð staura og undan-
tekning væri ef einn bóndi keypti
heilt hlass. Um gæði stauranna
yrðu kaupendur að vera vel á
verði sjálfir og neita að kaupa
vonda vöru. Lengd girðingar-
staura er lögboðin 6 fet og styrk-
leiki er miðaður við 3x3 tommur.
Sagar þú planka og borð úr reka-
viði í þinni vél, Pétur?
Pétur: Já, ég get gert það, en mér
er meinilla við það, því viðurinn
nýtist best í staura og milliprik.
Maður getur sagað staura á fullri
ferð, fljótt og vafningalaust, og
viðurinn ódrýgist ekkert. Ef
bændur hafa einhverjar tillögur
um að breyta staurunum t. d. í
sambandi við rafmagnsgirðingar
væri gott að fá þær. Einnig höfum
við framleitt ntilliprik fjögur fet á
lengd IV2XIV2 tomma.
Hvaða verð var á innlendum
staurum og innfluttum sl. vor?
Pétur: Við vorum að selja reka-
viðarstaura á 24 kr. fyrir norðan
og þá gengu staurar á 45,75 kr.,
þannig að verðmunurinn er nokk-
uð mikill. Að vísu fengust nokkrir
staurar á 36 kr., en það var verð
frá árinu 1981.
En nú er hægt að flytja þrítengd-
ar, traktorsdrifnar sögunarvélar
milli staða.
Pétur: Já, það er ekkert því til
fyrirstöðu. Það fást bæði amerísk-
ar, þýskar, sænskar, breskar og
kanadískar vélar sem henta til
þess að saga rekavið. Reyndar
nota ég vél sem er smíðuð hér á
landi.
Hefur verið reynt að mynda félag
um sögunarvél?
Pétur: Það mun vera á döfinni á
Norðausturlandi. Á Ströndum eru
menn sums staðar búnir að koma
sér þannig fyrir með sögunina að
þeir eru aðeins nokkra daga að
vinna sitt timbur hver með sinni
vél, en svo stendur vélin verklaus
það sem eftir er ársins.
Kynding með rekavið.
Pétur: Mikið rekur af viðarrusli,
sem er óhæft til annars en eldi-
134 — FREYR