Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 15

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 15
Heimflutt limbur afreka íÞistilfirði íágúst 1981. (Ljósm. Á. G. P.). viðar. Það eru fluttir inn katlar sem eru bæði fyrir rafmagn og timbur. Hitastillirinn er stilltur á t. d. 60 stiga vatnshita með raf- magni og segjum 65°C með eldi- viði. Svo er kveikt upp með viði á morgnana og þegar vatnið hefur hitnað upp í 60°C, slokknar á rafmagninu. Er svo kynt með eldi- viði yfir daginn og þá er vatnið 65°C heitt. Ef af einhverjum ástæðum brennur út úr katlinum, t. d. á kvöldin eða þegar fólk fer af bæ, þá tekur rafmagnið við. Þetta eru katlarnir sem Árni hlunnindaráðunautur hefur verið að kynna. Þeir eru mjög góð kyndingartæki. Við höfum reynslu af þeim því faðir minn keypti einn norður, en nauðsynlegt er að eldi- viðurinn í þá sé þurr. Það er líka svo margt sem til fellur fleira en viður, sem hægt er að brenna. Er hægt að láta við í þessa katla til sólarhrings? Pétur: Það er önnur gerð katla, sem mata sig sjálfir, en eru raf- tengdir og brenna kurluðum viði. Það er að mörgu leyti gott að geta sett kurlaðan við í sekki, en hann þarf að vera þurr, annars hitnar í honum eins og heyi í hlöðu. Ég hef hins vegar aldrei orðið var við að hitnað hafi í sagbingnum. Það Mór og úrgangviður frá vinnslu rekaviðar, sem hentar vel í lurkakatla. Fjœr eruvœnir drumbar sem bíða sögunar. (Ljósm. Á. G. P.). þarf að safna viðnum á haustin og saga hann niður í hæfilega búta. í kubbaketil þarf að jafnaði að bæta tvisvar yfir daginn fram yfir kvöld- mat, en þá getur rafmagnið tekið við. Jón: Ég hef stóran, venjulegan miðastöðvarketil í Höfnum, sem tekur þessi ósköp og hitnar fljótt og mikið. Ég brenni við í honum. Pétur: Það eru margir komnir með nýju gerðina af kötlum á Ströndum. Jón: Grímur á Kirkjubóli er ánægður með sinn ketil en það ber öllum saman um að það þurfi að vera vel þurrt í þá. Margt var fleira skrafað þótt það verði ekki rakið hér. En að lokum má minna á grein Árna G. Péturs- sonar um lurkakatla á Ströndum í 23. tbl. Freys á sl. ári. J.J.D. Auglýsing um eftirgjöf á verðskerðingu. Þeir bændur sem hafa búmark undir 300 œrgild- um og framleiddu umfram búmark sitt verðlagsárið 1981—1982 er hér með gefinn kostur á eftirgjöf á verðskerðingu, ef megintekjur þeirra voru af land- búnaði. Umsóknir um slíka eftirgjöf skulu sendar Fram- leiðsluráði landbúnaðarins og fylgi þeim afrit af skattframtali umsækjanda fyrir árið 1981. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. apríl 1983. Framleiðsluráð landbúnaðarins, Pósthólf 7040, 127 Reykjavík. FREYR — 135

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.