Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 19
Agnar Guðnason blaðafulltrúi hefur skipulagt flestar bœndaferðir innanlands og
erlendis með þeim hjá Samvinnuferðum, og oft verið sjálfur fararstjóri. Pessi mynd er
úr trlandsferð 1968. Frá v. Finnbogi Eyjólfsson, einn af fararstjórum, Guðrún
Jónsdóttir kona hans og Agnar Guðnason.
Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins um þá ferð. Frá Tromsö verð-
ur farið yfir til Finnlands og Sví-
þjóðar. Þarna hafa norræn bænda-
samtök boðist til að skipuleggja
fyrir okkar góða hálfs mánaðar
ferð.
Einnig verða farnar tveggja
vikna ferðir til Hollands, Þýska-
lands og Danmerkur. Árið 1982
voru farnar fjórar fullbókaðar
hópferðir til Norðurlanda og
heppnuðust þær framúrskarandi
vel.
Eitthvað nýtt á prjónunum?
- Við viljum koma á ferð til
Hollands þar sem búið verður í
hálfan mánuð í sumarhúsum rétt
utan við Amsterdam. Ferðin kost-
ar um 7000 kr. (helming sólar-
landaferðar) fyrir flugfar og vist í
nýjum sumarhúsum með öllum
þægindum og þjónustu, útisund-
laug og barnagæslu. Okkur hefur
einnig komið til hugar að skipu-
leggja sérstakar ferðir til sólar-
landa að vetrarlagi.
Ég vil, sagði Helgi, hvetja
bændur til þess að skoða hvað
þeirra eigin ferðaskrifstofa hefur
upp á að bjóða. í fyrrasumar gerði
dagblaðið Tíminn nákvæma úttekt
á verðlagi hjá íslenskum ferða-
skrifstofum. Sá samanburður
reyndist okkur mjög hagstæður,
t. d. vorum við með 20% lægra
verð en aðrir í sambærilegum ferð-
um, fyrir aðildarfélaga Samvinnu-
ferða.
Þeir sem eiga ferðaskrifstofuna
eru m. a., auk Stéttarsambands
bænda, Alþýðusamband íslands,
Bandalag háskólamanna, Banda-
lag starfsmanna ríkis og bæja og
Samband ísl. samvinnufélaga.
Að lokum sagði Helgi: Við
vinnum öðruvísi en aðrir í þessari
atvinnugrein vegna þess að tak-
mark okkar er ekki að græða,
heldur að gera fólki í aðildarsam-
tökum Samvinnuferða kleift að
ferðast sem ódýrast til útlanda.
Álagning er í lágmarki til þess að
ná þessum markmiðum. Sumarið
1982 gekk mjög vel hjá Samvinnu-
ferðum m. a. vegna þess að að-
ildarfélagar eru að átta sig á því að
þetta er þeirra ferðaskrifstofa sem
býður upp á ódýrari ferðir en
gengur og gerist. Við munum
halda í horfinu. J.J.D.
Úr bœndaferð til Kanada 1975.
FREYR — 139