Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 12
Samræma þarf verð á rekastaurum og skipuleggja flutninga á þeim Innflutningur á girðingarstaurum og ófullkomið dreifingar- og sölukerfi á íslenskum staurum gerir rekabœndum erfitt fyrir. Best yrði ráðið fram úr því viðfangsefni á þann hátt að rekabændur samrœmdu verð á rekaviðarstaurum með aðstoð Framleiðsluráðs landbúnaðarins, sem auglýsti fast verð á útmánuðum. Skipuleggja þarf betur flutninga á rekastaurum og helst að selja sem mest af girðingarstaurum milliliðalaust eða þá fyrir milligöngu búnaðarfélaganna. Rekabœndur þurfa líka að vanda vel vöruna sem þeireru að selja. Þetta og fleira kemur fram í eftirfarandi viðtali við Jón Benediktsson frá Höfnum á Skaga, Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á Ströndum og Árna G. Pétursson hlunnindaráðunaut. Pétur Guðmundsson er frá Ófeigsftrði á Ströndum, fœddur þar og uppalinn. Hann er stýrimaður að mennt og er jafnan t förum á farskipum á veturna en hefur stundað hlunnindi í Ófeigsfirði á sumrin, einkum fjölbreytta úrvinnslu rekaviðar. Reki er gömul hlunnindi á íslandi og hann nær í kringum allt land. Það er reki t. d. á Meðallands- og Álftaversfjörum og Reykjanes- skaga, þótt hann sé að jafnaði mestur frá Hornbjargi að Héraðs- flóa. Fyrst var Árni spurður hve margar rekajarðir væru á íslandi. Árni: í fasteignamati árið 1932 voru skráðar 1114 jarðir á landinu Árni G. Pétursson, hlunnindaráðu- nautur. með reka, en segja má að flestar jarðir sem liggja að sjó á íslandi hafi einhvern vott af reka. Síðan hefur mat manna á hlunnindum breyst svo að í fasteignamati frá 1970 hefur þeim jörðum, sem taldar eru rekajarðir fækkað um helming í 566. Rekinn hefur þó ekki breyst að mati fróðra manna, hitt mun líklegra að ódýr olía og aðrir orkugjafar til upphitunar og eldunar hafi valdið því að mönnum þótti ekki taka því að hirða reka þó ekki væri nema til Jón Benediktsson er fceddur á Aðalbóli í Austurdal í Fremri-Torfustaðahreppi, V.-Hún., en var um þrjátíu ár bóndi í Höfnum á Skaga í Austur-Húnavatns- sýslu, og nytjar þá jörð til hlunninda t dag. Undanfarinn áratug hefur Jón jafn- framt verið forstöðumaður Dúnhreirtsun- arstöðvar S.Í.S. á Kirkjusandi í Reykja- vík. eldiviðar, eða telja hann fram til skattmats. Hvaða aðili ætti að verðleggja rekastaura? Pétur: Við viljum að Fram- leiðsluráð ákveði verð á reka- viðarstaurum fyrir allt landið og að eftir því verði farið. 132 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.