Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 13
Rekaviður á Ströndum. Jón: Best væri að menn keyptu rekastaura beint frá rekabændum og spöruðu sér þannig milliliða- kostnað. Pétur: Ég vil hvetja bændur í hverju sveitarfélagi til þess að bindast samtökum um að sækja einn eða fleiri bíla af staurum. Menn hafa gert þetta, en mér hefur skilist að skóinn kreppi helst að þannig að menn hafi ekki handbæra peninga. Þeir fá skrif- aða staura í kaupfélaginu, en þeir fá ekki peninga til þess að kaupa ódýrari staura. Og kaupfélagið hefur ekki áhuga á því að selja ódýrari staura, það væri minni hagnaður af því. Jón: Þó kaupfélögin vildu nú ekk- ert græða á þessu, þá þurfa þau alltaf að bera nokkurn kostnað af því og svo verða alltaf einhver vanhöld á þessu. Það mætti hugsa sér að búnaðar- félögin söfnuðu pöntunum í girð- ingarstaura og gerðu út bíl á fund rekabænda? Jón: Já, ég held að það væri skynsamlegt, það mundi sameina karlana um útvegun, því að þeir þurfa alltaf að sækja þetta hvort eð er í kaupfélagið og spottinn þar á milli getur orðið nokkuð langur. Sumir rekabændur hafa aðstöðu til þess að flytja staura til viðskiptavina. Pétur: Ég hef stundum landað einum og einum bílfarmi hér og þar og fengið karlana á bæjun- um til þess að selja fyrir mig. Og þetta hefur gengið vel stundum, en það er eins og enginn kaupi girðingarstaura núna. Hvers vegna ekki? Pétur: Vegna þess að það er svo mikill áróðurinn frá stjórnvöldum og öðrum aðilum í þá veru að vinna bænda sé ónýt og óþörf og að þeir eigi bara að skera niður og þá náttúrlega girða þeir ekki. Eru til samtök rekabænda? Jón: Nei, einu samtökin sem hægt er að tala um eru þau tengsl sem við höfum gegnum Árna hlunn- indaráðunaut. Pétur: Fram að þessu hefur það viljað brenna við að við höfum undirboðið hvern annan. Ég held að gott væri að birta pistil í Frey seinni part vetrar með vísbending- um um verð á rekaviði. Jón: Já, og enn sterkari leikur væri að Framleiðsluráð birti snemma á vorin verðskrá um staura úr rekaviði, sem miða mætti við. En í þessum pistli sem Pétur var að tala um mætti koma fram að þessir staurar (úr reka- viði) eru yfirleitt betri heldur en inntluttir staurar, því að þeir inn- fluttu eru af ungviði í bókstaflegri merkingu, með börk og eru hand- ónýtir, en hinir eru þó saltir úr sjó og sterkari viður. Pétur: Þeir fúna líka síður. FREYR — 133

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.