Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 9
Tvö meginatriði tóku sig fljót-
lega út úr myndinni. Annað var
það að æðarfugl er og hefur verið
nytjafugl hérlendis frá fyrstu tíð,
þótt með mismunandi hætti hafi
verið.
Hitt atriðið var það, að því
hefur lengi verið haldið fram að
æðarstofninn hafi farið ört
minnkandi. Hafa menn tekið mis-
djúpt í árinni um þau efni. Ég
rakst fyrir nokkru á blaðagrein frá
árinu 1967 sem bar fyrirsögnina:
„Á æðarfuglinn að hljóta sömu
örlög og geirfuglinn?“ Ekki hef ég
trú á að svo muni verða, að
minnsta kosti ekki í nánustu
framtíð.
Ég nefndi það hér áðan, að
nytjar af æðarfugli hafi verið með
mismunandi hætti fyrr á tímum.
Lengst af hafa almennustu hlunn-
indi líklega verið af veiðum. Þó
munu egg og væntanlega dúnn
alltaf hafa verið nýtt. Fljótlega
virðast hafa komið upp
hagsmunaárekstrar milli þeirra
sem áttu eggver og hinna sem
stunduðu veiðar. Til þess bendir
gamalt Jónsbókarákvæði um
fuglaveiðar: en þarsegirm. a. „...
þernur, æður og andir skal engi
maður veiða nær annars landi en 2
hundruð faðma tólfræð sé til egg-
vers annars manns, og eigi skal
maður þá fugla veiða svo mjög í
sínu landi, þó firr sé eggveri hins,
að skynsömum mönnum 6 þeim,
er næstir búa, þyki þess ván, að
eggver spillist af því“.
Almennust hlunnindi af æðar-
fugli hafa líklega lengst af verið
veiðar, elsta heimild sem ég veit
að til er um dúnnytjar er frá því
snemma á 17. öld og er sagt frá því
í Landfræðisögu Þorvaldar Thor-
oddsen, að útlendingar hafi keypt
æðardún af íslendingum dýru
verði. Frá þeim tíma hefur dúnn-
inn verið vaxandi hluti þeirra
nytja sem menn hafa af æðarfugli.
Þó hafa veiðar lengst af tíðkast,
ýmist löglegar eða í trássi við lög.
Dúnn hefur því ekki alla tíð verið
einu not okkar af æðarfuglinum.
Því nefni ég þessi atriði hér, að
Venjan hefur verið að telja að eitt kg af dún fáist úr u. þ. b. 60 hreiðrum.
Greinarhöfundur bendir á að þar sé dúnn hugsanlega ofmetinn. (Ljósm. J.J. Freyr).
Almennust hlunnindi af œðarfugli hafa líklega lengst af verið veiðar. (Ljósm. J. J.
Freyr).
hluti af minni vinnu hefur farið í
það að kynna mér þær heimildir
sem til eru varðandi æðarfugl og
nytjar af honum.
Til þess að gera langt mál stutt,
þá hafa rannsóknir sumarsins fyrst
og fremst beinst að því að afla
upplýsinga um atriði sem varpað
gætu einhverju ljósi á ástand æð-
arstofnsins. Er hann minnkandi
eða vaxandi og í framhaldi af því,
er hægt að gera sér einhverja grein
fyrir ástæðum breytinga? Einnig
hefur verið aflað almennra líf-
fræðilegra upplýsinga eftir því sem
föng eru til.
Hér á eftir ætla ég í stuttu máli
að gera grein fyrir einstökum þátt-
um rannsóknanna, eða þeim þátt-
um sem unnið var að í sumar og
eins að hverju þeir beindust.
Mestur hluti útivinnunnar fór
fram í ísafjarðardjúpi og einkum í
Æðey.
Fyglst var með framvindu
varpsins í Æðey frá byrjun maí til
loka júní. Tilgangur þeirra athug-
ana var fyrst og fremst að meta
viðkomu unga í varpinu, og eins
að gera sér grein fyrir afföllum á
eggjum, hversu mikil þau voru og
hvernig þau skiptast milli affalla-
þátta. Meðal þeirra má nefna
ófrjó egg, fúlegg sem eru fósturlát
snemma í útungun, fósturlát á
seinni hluta útungunartíma, yfir-
gefin hreiður og afrán.
Samhliða hreiðurathugunum þá
FfíEYfí — 129