Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 31

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 31
Umsókn um lækkun tekjuskatts. Undir vissum kringumstæðum er heimilt að sækja um lækkun á tekjuskatti og einnig eignaskatti. 1. Ef ellihrörleiki, veikindi, slys eða mannslát hafa skert gjald- þol manns verulega. 2. Ef á framfæri manns er barn sem haldið er langvinnum sjúk- dómum eða er fatlað eða van- gefið og veldur framfæranda verulegum útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostnað og mótteknar bætur. 3. Ef maður hefur foreldra eða aðra vandamenn sannanlega á framfæri sínu. 4. Ef maður hefur veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna, 16 ára og eldri. 5. Ef maður hefur orðið fyrir verulegu eignatjóni sem hann hefur ekki fengið bætt úr hendi annarra aðila. 6. Ef gjaldþol manns hefur skerst verulega vegna tapa á útistand- andi kröfum, sem ekki stafa frá atvinnurekstri hans. 7. Ef maður lætur af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum. Til þess að skattstjórar geti úr- skurðað framteljanda fyrir álagn- ingu gjalda er nauðsynlegt að fullnægjandi greinargerð fylgi framtali umsækjanda, annað hvort á sérstökum eyðublöðum, sem fást hjá skattyfirvöldum eða á annan hátt. Sjá leiðbeiningar ríkisskatt- stjóra. Lokaorð. Leiðbeiningar þessar eru engan veginn tæmandi, en ég vona að þær komi að gagni. í fyrra ritaði ég einnig grein í Frey nr. 5 og þar er sýnt dæmi um útfyllingu á fyrn- ingarskýrslu, sem er enn í fullu gildi að öðru leyti en því að verð- bólgustuðull er nú 1,5378. Best er að byrja á því að flokka allar nótur, og leggja saman kostnaðarliði og byrja síðan að færa inn. Lesa aðeins þær leiðbeiningar, sem fjalla um þann þátt sem verið er að vinna í í hvert skipti, en ekki að lesa allar leiðbeiningar í einu. Læt þetta nægja í þetta sinn. BÆNDUR, BÍLA VERKST/EÐJ fog aðrir eigendur Land-Rover og Range-Rover bifreiða athugið! HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG BODDÝHLUTA í LAND-ROVER, EINNIG VARAHLUTI í RANGE-ROVER OG MITSUBISHI Þekking og reynsla tryggir þjónustuna. Varahlutaverslun Fjölnisgötu 1B, Akureyri Simi 96-21365 VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR - HEILDSALA - SMÁSALA FREYR — 151

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.