Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 11

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 11
máva annars vegar, og hlutfalls unga og fullorðinna kvenfugla hins vegar. Talningar voru einnig gerðar í Dýrafirði og Önundar- firði. Hrognkelsaveiðar hafa verið mörgum varpbændum þyrnir í augum, þó eru aðrir, sem bæði nytja æðarvarp og stunda hrognkelsaveiðar og telja þær al- gjörlega skaðlausar varpinu. M. a. af þessum ástæðum fór ég þess á leit við nokkra grásleppu- karla víðs vegar um landið, að þeir söfnuðu þeim fuglum sem kæmu í netin og sendu mér ásamt ýmsum upplýsingum s. s. um lengd neta og dýpi á veiðistaðnum. Tilgangur þessa var einkum tvíþættur. I fyrsta lagi að fá upplýsingar um hversu mikið færist af æðarfugli í netunum, hvenær það ætti sér stað og hvort unnt væri að greina þar einhver samhengi, svo sem eftir dýpi, eða nálægð varpstöðva o. s. frv. I öðru lagi fást með þessu móti fuglar til fæðuathug- ana, auk þess sem fá má ýmsar upplýsingar við krufningu, t. d. um sníkjudýr. í áætlun þeirri sem samin var í vor varðandi rannsóknir sumars- ins, var gert ráð fyrir því að ganga fjörur hér og hvar og safna dauðum æðarungum. Gert var ráð fyrir að afföll væru það mikil á ungum, að afrán eitt nægði ekki til þess að skýra þau. Sú var líka raunin. í Önundarfirði söfnuðust rúm- lega 300 dauðir ungar á tveimur dögum. Að sögn heimamanna er það árvisst að eitthvað reki af æðarungum á fjörur, þó mismikið milli ára. Þessir ungar hafa ekki verið krufnir enn og því ekkert hægt að segja til um dánarorsök. Fjöldi unganna var það mikill að þar er hugsanlega hægt að finna skýringu á stórum hluta þeirra affalla sem verða á ungum. Enn er ótalinn einn hluti þessara rannsókna, en hann er vonandi öllum fundarmönnum kunnur. Það er könnun á stærð og stað- setningu þeirra æðarvarpa sem Æðarungi á Oddsstöðum á Sléttu sumar- ið 1980. (Ljósm. Á. G. P.). eru í landinu, auk þess sem reynt var að fá einhverjar upplýsingar um sögu þeirra og tilurð, þar sem við á. Þessi hluti rannsóknanna var framkvæmdur þannig, að sendir voru út spurningalistar til allra félaga í Æðarræktarfélagi ís- lands. Undirtektir hafa valdið mér töluverðum vonbrigðum.Ég átti sannast sagna von á því að félags- menn í Æðarræktarfélaginu, því félagi sem oft hefur hvatt til rannsókna á æðarfugli, sýndu þessum athugunum meiri skilning en raun bar vitni, því aðeins hafa komið inn um 30 svör af 300 útsendum spurningalistum. Þessi 30 svör eru hins vegar undantekn- ingalaust vel úr garði gerð og samviskusamlega unnin. Kann ég þeim, sem þegar hafa sent inn svör, bestu þakkir. Hinum verð ég að þakka seinna. Vonandi verða þeir sem flestir. Að lokum vil ég segja þetta. Rannsóknir þessar eru aðeins á byrjunarstigi og mikil nauðsyn að áframhald verði á þeim. Eins og mönnum er vonandi ljóst, þá eru ýmsir þeir athuganaþættir sem byrjað var á í sumar gagnslausir með öllu, sé þeim ekki fylgt eftir á komandi árum. Augljósasta dæm- ið þar um eru merkingarnar. Sj úkdómaskýr slan / tveimur fyrstu heftum af Frey á þessu ári birtist eftir mig þýðing á gamalli skýrslu um dýrasjúkdóma á íslandi, og taldi ég skýrslu þessa vera eftir Snorra dýralœkni frá Papey, birta 1879. Nú er Ijóst orðið, að skýrsla þessi er ekki eftir Snorra, heldur 70 árum eldri sjúkdómalýsing eftir Magnús Stephensen. Bið ég ritstjórn og lesendur Freys innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum, og Stiorra heitinn, kollega mitm, bið ég í huganum forláts og lofa því hér með að birta skýrslu hans síðar á þessu ári, en hún er að vonum miklu ítarlegri og nákvœmari en lýsingar Magnúsar. Málið er þannig vaxið, að fyrir nokkrum árum bað ég danskan kollega minn að senda mér skýrslu Snorra í Ijósriti, sem hann og gerði, en það var bara ekki sú rétta. Það gat ég þó ekki séð, þar eð titilblaðið af greininni eða bókinni vantaði, heldur var byrjað í miðju kafi, þar sem sauðfjársjúkdómarnir byrjuðu. Bið ég að afsaka, að ég skyldi ekki átta mig á þessu í tœka tíð — en nú hefég fengið hina réttu skýrslu í hendur. Asgeir O. Einarsson dýralæknir. FREYR — 131

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.