Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 33

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 33
Tafla 2. Kjarnfóðurnotkunin eftir burðartíma kúnna. Burðarmánuðir Kjarnfóður kg Hlutfalls- leg kjarn- fóðurnotkun Kjarnfóður, kg Mjólk, kg Janúar 930 114 0.213 Febrúar 858 105 0.206 Mars ' 809 100 0.201 Apríl 763 95 0.195 Maí 710 89 0.192 Júní 680 85 0.188 Júlí 696 87 0.192 Ágúst 754 93 0.211 September 780 95 0.220 Október 1009 123 0.222 Nóvember 997 121 0.220 Desember 988 119 0.221 ar áhrif sem metin voru í skýrslu- haldinu í lok þriðja ársfjórðungs á síðasta ári. I þeirri athugun voru með allar heilsárskýr, sem fundust þá á skýrslum, og afurðir þeirra metnar sem hlutfall af afurðum heilsárskúa á sama búi. í þeim samanburði er ekki leiðrétt vegna aldurs kúnna en það er aftur á móti gert í burðartímastuðlum. Þessi áðurnefndu skýrsluárs- áhrif koma einkar skýrt fram í þessum tölum. Slíkt segir okkur að draga verði varkárar ályktanir af þessum tölum. Þær sýna þó að kýr sem bera að vori og fyrri hluta sumars, mjólka minna en kýr sem bera á öðrum árstímum. Eg hef metið þessi áhrif hjá fyrstakálfs kvígum út frá mjólkurskeiðsafurð- um þar sem má meta burðartíma- áhrif óháð skýrsluári. Þær tölur bentu til að hér á landi fáist 8— 12% meiri afurðir hjá kúm sem bera á miðri innistöðu en þeim sem bera að vori eða snemma sumars. Ástæðan til að stór hluti kúnna hér á landi ber um þessar mundir að vori getur því ekki verið von um meiri afurðir, heldur þvert á móti. Það sem máli skiptir í sambandi við framleiðslukostnað mjólkur er m. a. kjarnfóðurnotkunin við framleiðsluna. Eg kannaði því nokkuð nánar kjarnfóðurnotkun eftir burðartíma kúnna. Til að kanna þetta valdi ég út þau bú í skýsluhaldi nautgriparæktarfélag- anna þar sem skráning á kjarnfóðurnotkun virtist í lagi og fullar skýrslur lágu fyrir við lok þriðja ársfjórðungs 1982. Öllum búum með færri en 8—10 heilsárs- kýr var einnig sleppt. É.g náði á þennan hátt í upplýsingar frá nær 400 búum þar sem voru nær 7000 heilsárskýr. I töflu 2 getur að líta niðurstöð- ur um kjarnfóðurnotkun eftir burðarmánuði. Þar kom í Ijós, eins og vænta mátti, að kjarnfóðurnotkun er meiri hjá kúm sem bera að hausti og fyrri hluta vetrar en hjá þeim sem bera að vori og fyrri hluta sumars. Þegar kjarnfóðurnotkun er mæld á hvert kg mjókur verður þessi munur samt frekar lítill eða rúm 30 g af kjarnfóðri á hvert kg mjólkur í mismun á þeim mánuð- um þar sem notkun er mest og minnst. Mér var einnig mögulegt í skýrslum að kanna kjarnfóður- notkun á hvert kg mjólkur í hverj- um ársfjórðungi. í þeim saman- burði er sleppt öllum kúm, sem mjólka minna en 100 kg á viðkom- andi ársfjórðungi. Þetta er gert til að ekki komi með mjög óeðlilegar tölur vegna geldstöðufóðrunar. Þessar niðurstöður getur að líta í töflu 3. Eins og við mátti búast þarf verulega minna kjarnfóður til framleiðslu á sumarmjólk en vetrarmjólk og er munur á kjarnfóðurnotkun á hvert kg mjólkur á fyrsta og þriðja árs- fjórðungi yfir 70%. í þeim héruðum þar sem skýrsluhald nautgriparæktarinnar er öflugast, Eyjafirði og Árnes- sýslu, er fjöldi kúnna það mikill, að mikið er á tölunum byggjandi. Að mínu mati kemur einkar at- hyglisverður munur fram á þess- um héruðum og er hann sýndur í töflu 4. Samkvæmt henni virðist kjarnfóðurnotkun á hvert kg mjólkur töluvert meiri í Árnes- sýslu en í Eyjafirði. Nú verður þess að gæta að þetta ár var hey- forði bænda í Árnessýslu víða tak- markaður eftir kalsumarið 1981 og kann það að gera þennan mun meiri en ella. Engu að síður er ástæða til að ætla að þarna komi einnig fram munur í heygæðum milli landshluta. Þetta undirstrik- ar það hve mikil og góð gróffóður- framleiðsla er mikið undirstöðu- atriði fyrir hagkvæma mjólkur- framleiðslu á innistöðumánuðum. Á þriðja ársfjórðungi verður þessi munur Eyfirðingum aftur á móti óhagstæður. Þarna koma að vísu fram áhrif þess að vorbærur eru hlutfallslega mun fleiri í Eyjafirði en Árnessýslu og kýr því í meiri afurðum þar í þriðja ársfjórðungi. Ég tel að þarna komi ef til vill einnig í Ijós að veiki hlekkurinn í fóðrun kúnna í Eyjafirði sé öðrum fremur síðsumar- og haustfóðrun. Tafla 3. Kjarnfóðurnotkun á framleiðslu mjólkurkg. í hverjum ársfjórð- ung’- kg kjarnfóður kg mjólk 1. Ársfjórðungur ....................................... 0.243 2. Ársfjórðungur ....................................... 0.222 3. Ársfjórðungur ....................................... 0.137 4. Ársfjórðungur ....................................... 0.222 FREYR — 153

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.