Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 10

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 10
Frá aðalfundi Æðarœktarfélagi íslands. Greinarhöfundur flytur erindi. Auk hans frá vinstri sr. Porleifur K. Kristmundsson, Kolfreyjustað, fundarstjóri; Eysteinn G. Gíslason, bóndi í Skáleyjum og Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm. frá Vigur, stjórnarmenn íÆðarœktarfélaginu. (Ljósm. J. J. D. - Freyr). var lagt kapp á aö merkja alla fugla sem til náðist. Petta náði til fullorðinna kvenfugla og unga, en verulegir örðugleikar eru á því að handsama blikana. Ef einhver þekkir til þeirra veiðiaðferða sem stundaðar voru á síðustu öld, einkum við Eyjafjörð og í Þing- eyjarsýslum, væri verulegur fengur í einhverjum upplýsingum þar um. Sérstaklega ef fuglinn var hand- samaður lifandi. Alls voru merkt- ar um 400 fullorðnar kollur og áþekkur fjöldi unga í Æðey. Einnig var stuðlað að merkingum annars staðar á landinu. Voru merktar um 150 kollur og um 210 ungar, aðallega á Breiðafirði og við Eyjafjörð. Samhliða því að ungarnir voru merktir voru þeir allflestir kyngreindir. Það er eink- um mikilvægt til að meta hlutfall þeirra sem skila sér aftur í varpið, þegar þeirra tími er kominn. Markmið merkinganna eru: a) Að meta hver dánartíðni fullorðinna kvenfugla er, út- frá endurkomu í varp að ári og seinni árum. b) Að fá upplýsingar um dreif- ingu þeirra utan varps. c) Hluti merktra fugla var jafn- framt merktur með litmerkj- um á fótum. Það gefur möguleika á að þekkja ein- staklinga aftur án þess að handsama þá. Sú aðferð opnar möguleika á að kanna ýmis atriði sem annars væru illgerleg, ef ekki ófram- kvæmanleg án hennar, m. a. endurtekið varp. í öðru lagi voru merkingar á villtum ungum, teknum á hreiðrum eða á leið til sjávar. Markmið þeirra merkinga er m. a. að: a) Fá fram hversu stór hluti þeirra skilar sér í varp og þá hvenær. b) Með þessum merkingum fást merktir einstaklingar á þekktum aldri. c) Athuga dreifingu ungfugla utan varptíma áður en þeir verða kynþroska. d) Upplýsingar fást um hvort þessir ungar koma fram í öðrum varpstöðvum. e) Samanburður fæst við eldis- unga. f) Þetta er ein aðferð til þess að merkja blika. í þriðja lagi voru merktir eldis- ungar. Markmið þeirra merkinga eru í flestu þau sömu og með villta unga. En fyrst og fremst er hugsað til þess að fá fram samanburð milli þessara tveggja hópa. Samtímis merkingum á full- orðnum kollum voru þær vigtað- ar. Þetta var gert í því augnamiði að sjá hve fuglarnir léttust mikið yfir útungunartímann. Það er ákveðinn mælikvarði á ásigkomu- lag fuglanna. Slíkar mælingar geta gefið mikilsverðar upplýsingar með samanburði milli ára. Jafn- framt voru egg mæld og vigtuð, en það er til að ákveða hversu langt útungunin er komin. Þá hef ég að mestu gert grein fyrir þeim athugunum sem fram fóru í Æðey, þó er eftir að geta eins atriðis í viðbót, það er athug- un á því hversu mörg hreiður eru á bak við hvert kíló af hreinsuðum dún. Hreinsaður dúnn er ákveðinn mælikvarði á stofnstærð æðarfugls hér við land, eða nánar tiltekið þess hluta stofnsins sem er nýttur. Til þess að hægt sé að nota dún sem mælikvarða, þá verður að vera Ijóst hvað er verið að mæla. Lengi hefur verið talað um 60 hreiður í kíló sem viðmiðunartölu. Ýmislegt bendir þó til þess að sú tala sé full lág, ef miðað er við hreiður sem orpið er í. Hreiður sem orpið er í eru ekki jafn mörg og hreiður með dún í. Þá getur þessi tala verið nokkuð breytileg á milli ára, eftir því hvernig dúnninn heimtist, m. a. vegna veðurfars. I júlímánuði var mestum tíma var- ið í talningar í Isafjarðardjúpi. Markmið þeirra talninga var fyrst og fremst að kanna afföll unga fyrstu vikurnar á sjó. Eins fengust upplýsingar um dreifingu fuglanna um Djúpið og fjöldann sem notar talningasvæðið. Samhliða talning- um á æðarfugli voru taldir stórir mávar á svæðinu, en þeir voru svo til eingöngu svartbakur og hvít- mávur. Tilgangur þeirra talninga var fyrst og fremst, að kanna hvort samband væri milli fjölda 130 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.