Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 29

Freyr - 15.02.1983, Blaðsíða 29
við 88 vinnuvikur og 7 vikna orlof eða samtals 95 vinnuvikur. Heildartekjur grundvallarbús- ins, að teknu tilliti til framan- greindra atriða fyrir árið 1982, reiknast 451 630 kr. Viðmiðunartekjur fyrir grund- vallarbúið ákvarðast þannig: 1. Viðmiðunartgekjur bónda, sem stendur einn fyrir bú- rekstri með eða án aðkeypts vinnuafls eða í samrekstri með öðrum en maka, teljast með hliðsjón af framangreindu vera 68 745 kr. 2. Vinni það hjóna sem ekki stendur fyrir búrekstri með maka sínum við reksturinn skal meta því endurgjald með hlið- sjón af vinnuframlagi þess, metið á sama verði og endur- gjald bónda. 3. Standi hjón bæði fyrir bú- rekstrinum skal reiknað endur- gjald hjónanna samtals teljast vera jafnt fjárhæð vinnuþáttar grundvallarbúsins eða 125 585 kr. sem skiptast milli hjónanna í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig. Á sama hátt skal skipta hreinum tekjum eða rekstrartapi milli hjónanna eftir vinnuframlagi hvors um sig á árinu. 4. Lækka má reiknað endurgjald skv. 1. og 3. tl. um 1 322 kr. fyrir hverja viku sem barni (börnum) er reiknað endur- gjald. Samtals má þessi lækkun ekki nema hærri fjárhæð en samanlagður vikufjöldi X 1 322 kr. og teljast 16 vinnu- vikur á 1 322 kr. eða í heild 21 152 kr. vera hámark miðað við grundvallarbúið. 5. Heildartekjur hvers bónda sem stendur fyrir búrekstri með öðrum en maka sínum (félags- búi), skulu í sambandi við ákvörðun á viðmiðunartekjum hans miðaðar við sama hlutfall af heilartekjum samrekstrar- búsins og hreinum eignum er skipt eftir á milli samrekstrar- aðila. Ef heildartekjur búsins (,,Tekj- ur alls“ skv. 2. bls. landbúnaðar- skýrslu), að frádregnum þar töld- um tekjum, sem ekki verða raktar til vinnuframlags (t. d. söluhagn- aði eigna, vaxtatekjum og veiði- leigutekjum), eru lægri en 451 630 kr. verður að ætla að stærð búsins nái ekki stærð grundvallarbúsins. Skal þá reiknað endurgjald skv. 1. og 3. tl. lækkað eins og hlutfall þessara heildartekna á móti heildartekjum grundvallarbúsins segir til um. Enn fremur skal taka tillit til aðstæðna hverju sinni við ákvörðun viðmiðunartekna, svo sem þess ef bóndi nær ekki heildartekjum grundvallarbúsins vegna afurðaverðs, árferðis (heybrests vegna harðinda, kal- skemmda, öskufalls o. þ. u. 1.) eða annarra atriða sem máli skipta og ekki er tekið tillit til í þessum viðmiðunarreglum. Einnig skal tekið tillit til aldurs, heilsu, starfs- tíma, vinnu utan búrekstrar, svo og til aðkeyptrar vinnu. Heimilt er að hækka fjárhæðir þær er um ræðir í 1. og 3. tl. að teknu tilliti til greindra ákvæða um skerðingu reiknaðs endur- gjalds, ef þau eiga við, um að hámarki 50%. Auk þess má hækka reiknað endurgjald vegna yfirvinnu um að hámarki 50% þeirrar fjárhæðar sem reiknuð er skv. 1. og 3. tl. að teknu tillit til framangreindrar lækkunar eða að hámarki 34 373 kr. hjá bónda sem stendur einn fyrir búrektri eða 62 793 kr. samtals hjá hjónum sem standa bæði fyrir búrekstri. Hámark reiknaðs endurgjalds sem skattstjóri getur ákvaðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 takmarkast við það að fjáræð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum al- mennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu skv. 53. gr. laganna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13—15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra skv. síðasta nrálslið 2. mgr. 1. tl. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/ 1981, skal við mat á hámarki því sem um ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem rekstrarkostnað, miða við meðal- tímakaup frá 33,20 kr. til 38,00 kr. eða frá 1 328 kr. til 1 520 kr. á viku. 8. Söluhagnaður — sölutap. Söluhagnað eða sölutap skal reikna út á öllum seldum eignum í búrekstri, nema bústofni, sem færist beint sem tekjur en bú- stofnsskerðing vegur upp í þær tekjur, sem skattmati nemur. Sala á búvél — söluhagnaður. Dæmi: Dráttarvél árg. 1981 er seld á 150 000 kr. Bókfært verð 31/12 1981 samkvæmt fyrningar- skýrslum er 73 357 kr. Fyrst er bókfært verð hækkað upp með því að margfalda með 1,5378. Bókfært verð kr. 73 357 x 1,5378 = 112 808 kr. Söluhagnað- ur er þá 150 000 + 112 808 = 37 192 kr. og færist til tekna á landbúnaðarframtal. Ef búið er ekki gert upp með tapi má fyrna aðra vél um sömu upphæð og söluhagnaður nemur. Sala á búvél — sölutap. Ef dráttarvélin hefði verið seld á 100 000 kr. er sölutap 12 808 kr. og færist til gjalda á landbúnaðar- framtal. Á sama hátt reiknast söluhagn- aður af útihúsum og ræktun ef jörð er seld. Söluhagnaður af landi. Hann má reikna á þrjá vegu: 1) Mismunur á framreiknuðu stofnverði (kaupverði) og sölu- verði. 2) Mismunur á gildandi fasteigna- mati í árslok 1979 framreiknað og söluverði. 3) Helmingur söluverðs. í öllum tilvikum má draga sölu- kostnað frá. FREYR — 149

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.