Freyr

Årgang

Freyr - 15.06.1987, Side 16

Freyr - 15.06.1987, Side 16
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur, Einar Hannesson, fulltrúi, Veiðimálastofnun Laxveiðin 1986 Inngangur. Upplýsingar um laxveiðina sumarið 1986 liggja nú að mestu leyti fyrir. Almennt má segja að skýrslugerð og skýrsluskil hafi verið góð. Þá má enn bæta hana, einkum þyrftu veiðibœkurnar að berast fyrr til Veiðimálastofnunar og myndi það flýta fyrir úrvinnslu. Veiðiskýrslugerð hér á landi er með því besta sem gerist og þarf að viðhalda henni svo sem kostur er. Aðalástæða góðrar skýrslu- söfnunar er hin góða samvinna sem verið hefur milli Veiðimála- stofnunar, veiðiréttareigenda og síðast en síst veiðimanna. Góðar veiðiskýrslur eru ein af undir- stöðum fiskræktar í landinu. Aðferðir. Líkt og verið hefur undanfarin ár sendi Veiðimálastofnun út veiði- bækur fyrir stangveiði í byrjun veiðitímabilsins. Veiðibókunum var síðan safnað saman að afloknu veiðitímabilinu. Ur veiðibókunum voru skráðar upplýsingar um veiðitíma, fisk- tegund, kyn, þyngd, lengd og veiðarfæri. Heildarfjöldi fiska var talinn saman ásamt samlagningu annarra mældra þátta. Einar Hannesson. Frá þeim stöðum sem ekki tókst að fá upplýsingar um veiði var hún áætluð eftir munnlegum upp- lýsingum og/eða hlutfalli afla fyrri ára. Áætlanir voru eingöngu gerð- ar fyrir minni ár enda komu skýrslur úr öllum stærri veiðánum. Guðni Guðbergsson. Á sama hátt var upplýsingum um netaveiði og hafbeit safnað. Heildarafli stangveiði, netaveiði og hafbeitar er tekin saman og honum skipt eftir landshlutum. Einnig er tekinn saman listi fyrir valdar veiðiár sem ekki hafa áætl- Tafla 1. Heildarfjöldi stangveiddra laxa á íslandi 1986, bæði fjöldi bókaðra laxa og áætlaður fjöldi, skipt eftir landshlutum, ásamt meðalþyngdum og skiptingu í smálax og stórlax. Sldpting í smálax og stórlax fer eftir dvalartima í sjó og er hængum skipt við 7 pund en hrygnum 8 pund. Fjöldi Fjöldi Heildarþ. Meðal Fjöldi Fjöldi Hlutfall bókaðra áætlaður áætl.pd. þyngd pd 1 ár úr sjó eldri smálax/stórlax Reykjanes .................. 3.243 3.423 19.422 5,6 2.798 328 8,53 : 1 Vesturland................. 16.135 16.908 99.226 5,9 14.036 2.557 5,49 : 1 Vestfirðir ................. 1.258 1.732 11.922 6,7 925 369 2,51 : 1 Norðurl.v.................. 12.522 12.537 99.379 7,6 7.640 4.776 1,60 : 1 Norðurl.e................... 6.048 6.073 54.152 8,8 3.026 2.198 1,04 : 1 Austurland.................. 3.447 3.547 29.207 7,5 1.970 1.451 1,36 : 1 Suðurland................... 2.311 2.451 19.671 6,9 374 122 3,07 : 1 Samtals: 44.964 46.671 332.979 7,0 30.769 12.521 Heildarþungi samtals 166490 kg. 464 Freyr

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.