Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1987, Page 19

Freyr - 15.06.1987, Page 19
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Blönduð beit nautgripa og sauðfjár Það hefur legni verið þekkt hér á landi að lömb þrífast betur við beit á afréttum á hálendi en á láglendismýrum. Einnig hefur verið talið að beit nýtist beturþar sem beitt er saman fleiri en einni tegund búfjár. Flestar erlendar tilraunir hafa sýnt aukinn vöxt lamba þegar þeim hefur verið beitt með nautgripum. Áhrif blandaðrar beitar á vöxt nautgripa hafa þó verið misjöfn. í sumum tilraunum hefur blandaða beitin verið til bóta, en í öðrum til bölvunar. Komið hefur í ljós að eftir því sem minna er af annarri hvorri búfjártegundinni á beiti- landinu eykst ávinningurinn af blönduðu beitinni fyrir viðkom- andi búfjártegund, sé hann á ann- að borð fyrir hendi. Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins hafa verið gerðar beitartilraunir þar sem borin hefur verið saman blönduð beit 5—12 mánaða gamalla kálfa og áa með lömbum annars vegar, við beit þessarar tegunda sitt í hvoru lagi. Tilraunirnar voru gerðar á fram- ræstu mýrlendi, bæði óábornu og ábornu með þrenns konar beitar- þunga. í tilraununum voru bæði einlembur og tvflembur, en lömb- in voru umreiknuð í tvílembings- hrúta. Tilraunirnar voru gerðar þrjú sumur í röð. Nokkrar niðurstöður yfir vaxtarhraða (g/gripa/dag) eru sýndar hér í línuriti. Yfirleitt var Frh. á bls. 466. Vaxtarhraði kálfa (a) og lamba (b) á biandaóri beit og þar sem hverri tegund er beitt sér. Óáborið-lítil beit A , óáborið-miólungs beit □ , óáborið-mikil beit O , áborið — lítil beit A , áborið-miðtungs beit ■ , áborið-mikil beit ♦ . Freyr 467

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.