Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1993, Qupperneq 15

Freyr - 01.12.1993, Qupperneq 15
23.’93 FREYR 851 Laxa- og silungsklak á íslandi Einar Hannesson Fyrsta laxaklak hér á landi af mannavöldum fór fram á Reynivöllum í KJós árið 1884. Hins vegar munu bleikjuhrogn fyrst hafa verið frjóvguð af mannavöldum að Garði í Mývatnssveit til fiskrœktar í Svartárvatni í Bárðardal haustið 1883, eftir því sem best er vitað. í vetur eru því liðin 110 ár frá því að fyrst var klakið út silungi með þessu hætti hér á landi. Laxa- og silungsklak á seinustu tugum 19. aldar og fyrra helmingi þessarar er merkur þáttur í sögu fiskræktar hér á landi, sem rétt þykir að rekja hér að nokkru. Brautryðjendur í skriflegri heimild, sem Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð hefur látið höfundi greinar þessarar í té, segir frá því að fyrir tilstuðlan afa hennar, Einars Friðrikssonar, bónda í Svartárkoti, hafi Arni Jónsson, bóndi í Garði við Mývatn, útvegað nýfrjóvguð hrogn, sem flutt voru að Svartár- vatni. í frásögn föður Guðrúnar, Jóns Frímans Einarssonar, síðar bóndi í Reykjahlíð við Mývatn, greinir frá því „þegar hann á 12. ári fór fótgangandi með fyrstu hrogn- in frá Garði að Svartárkoti haustið 1883 þar sem þeim var klakið út og seiðunum sleppt í Svartárvatn til að kynbæta silungsstofn vatnsins. Slíkur flutningur silungshrogna úr Mývatni tíðkaðist síðar árlega um áratugar skeið á vegum Einars, en hann var bóndi í Svartárkoti á ár- unum 1871-1895. Hann lét útbúa aðstöðu fyrir hrognin í Myllulæk, sem kemur úr lindum skammt frá Svartárvatni og fellur í það.“ Par mun fyrst hafa verið gert byrgi en síðan var byggt þar klakhús í lækn- um, sem var rétt við gamla bæinn í Svartárkoti en bærinn hafði verið fluttur að vestanverðu vatnsins, við útrennsli Svartár, sem fellur til Skjálfandafjóts. Laxaklakið á Reynivöllum stóð hins vegar stutt, aðeins í einn vet- ur. Ári síðar var laxaklak tekið upp á Pingvöllum við Öxará og að Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu hófst klak um svipað leyti en síðar. Þar var að verki Guttormur, sonur séra Jóns Guttormssonar í Hjarð- arholti, sem hafði kynnt sér klak í Noregi. Á fyrsta áratug þessarar aldar, 1910, hófst skipulegt sil- ungaklak á Ytri-Neslöndum við Mývatn vegna fiskræktar í Mývatni og síðar fylgdi í kjölfarið aukið klakstarf hér og þar um landið. Á þriðja áratugnum var sérstak- ur leiðbeinandi á þessu sviði á veg- um Búnaðarfélags Islands. Þetta var Þórður Flóventsson, en áður hafði Gísli Árnason frá Skútustöð- um, síðar bóndi á Helluvaði, sem hafði kynnt sér klakmál í Noregi árin 1919-1921, unnið að ráðgjöf meðal bænda 1921-1923. Þórður Flóventsson, sem bjó á sínum tíma í Svartárkoti, hafði afskipti af byggingu um 30 klakstöðva víðs- vegar um land. Flestir voru þessir klakkofar frumstæðir, miðað við núverandi frágang slíkar mann- virkja, eins og eðlilegt er, enda sumir byggðir á einum degi. I bók Þórðar, „Laxa- og silungsklak á íslandi“, sem út kom árið 1929, segir m.a.: „Fyrst þarf vatnslind sú, sem byggja á yfir, að spretta upp úr grjóti og að gras sé allt í kring um uppsprettuna, svo að ábyggilegt sé, að engin óhreinka geti runnið í vatnið áður en það fer inn í klakhúsið. Það má ekki eiga sér stað.“ Ólafur Sigurðsson á Hellulandi starfaði síðar sem fiskræktarráðu- nautur á vegum Búnaðarfélagsins á fjórða áratugnum og fram á miðj- an þann fimmta. Árið 1946 komu Svartárkot í Bárðardal. Ljósmyndir: Einar Hannesson.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.