Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1993, Page 16

Freyr - 01.12.1993, Page 16
852 FREYR 23.’93 Núverandi ábúendur íSvartárkoti, Elín Baldvinsdóttir og Tryggvi Harðarson. til framkvæmda ákvæöin um emb- ætti veiðimálastjóra, í löggjöfinni frá 1933, meö skipun Þórs Guö- jónssonar sem veiðimálastjóra, og þessi málefni komust í umsjá emb- ættis hans. Klakhús víða í þessu sambandi má nefna jarð- ir þar sem klakstöðvar voru á árun- um 1921-1927 og störfuðu lang- flestar, sbr. heimild í fyrrgreindri bók: Elliðavatn, Bjarmaland í Reykjavík, Grjóteyri í Kjós. Dragháls, Stóra-Fellsöxl, Norð- tunga, Hreðavatn, Staðarhraun, Syðri-Rauðamelur, Staðastaður, Vatnsholt, Höskuldsstaðir og Glerárskógar í Dölum, Núpur í Dýrafirði, Melgraseyri, í Húna- vatnssýslu: Hrútatunga, Búrfell, Torfastaðir og Bjarg, Burstarfell í Vopnafirði, Þverhamar í Breiðdal, Berufjörður, Hvalsnes og Hofsnes í Austur-Skaftafellssýslu, Seglbúð- ir og í Álftaveri í Vestur-Skafta- fellssýlsu, Þá Hlíð í Gnúpverja- hreppi, Gröf og Laugarvatn, Búrfell, Vaðnes, Alviðra, Bfldsfell, Úlfljótsvatn og Heiðar- bær í Þingvallasveit, allar í Árnes- sýslu. Elliðaárklak í 60 ár Auk fyrrgreindra klakhúsa var á tímabilinu eftir 1920 og fram yfir seinni heimsstyrjöldina rekið klak víða um land um lengri eða skemmri tíma, eins og klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár, sem hóf starf 1932, og mun eiga að baki lengstan starfs- tíma allra klakhúsa á landinu. Auk þess voru klakhús á eftirtöldum jörðum: Hvassafelli í Norðurárdal, Leiðólfsstöðum í Dölum, Þóru- stöðum í Öndunarfirði, ísafjarðar- kauptúni, Laugalandi í N-ísafjarð- arsýlsu, Bergsstöðum í Svartárdal, Brúum við Laxá í Þingeyjarsýslu, Geiteyjarströnd og Garði við Mývatn, Krossdal í Kelduhverfi, Flögu í Þistilfirði, Kirkjubæ í Hró- arstungu, Velli á Héraði, Mör- tungu í V-Skaftafellssýslu, í Krappanum hjá Fiská, Stokkalæk í Rangárvallasýslu, Grafarlandi hjá Högnastöðum í Hrunamanna- hreppi, Eyvindartungu í Laugar- dal, Kaldárhöfða í Grímsnesi og Skálabrekku í Þingvallasveit. Víst er að hér er ekki um tæmandi skrá að ræða. Að hjálpa náttúrunnl Menn töldu að með klakrekstr- inum væri unnt að hjálpa náttúr- unni og gera stóra hluti. Með auk- inni þekkingu á þessu sviði kom sú vitneskja innan tíðar fram í dags- ljósið að náttúran sjálf stæði sig mun betur en menn höfðu áður Myllulcekur sem fellur í Svartárvatn. Vinstra megin á myndinni sést móta fyrir Klakkofastœðin u.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.