Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 8

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 8
Kerfið er ónýtt Segir Björn á Þórustöðum f Önundarfirði f viðtali við Frey Viðtal við Björn og Lilju, ung hjón sem fóru að búafyrir lOárum. Fyrir 10 árum hófu ung hjón, Björn Björnsson og Lilja Helgadóttir búskap á Þórustöðum í Önundarfirði. Jörðin er ríkiseign, framur landlítil en landið rækt- anlegt. Björn og Lilja eru ein af mörgum ungum bændum sem hafa orðið fyrir barðinu á samdrætti í landbúnaðarfram- leiðslu og hér á eftir segir frá því hvernig þau hafa reynt að bregðast við því til að sjá sér og sínum farborða. Þau eiga þrjú börn: Markús Þór, 9 ára, Magnús Þór, 6 ára og Þórdísi 4 mánaða. Björn er fæddur Austfirðingur en flutti í Þórustaði þriggja ára og er uppalinn þar. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri. Lilja er fædd og uppalin í Reykjavík, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund. Þau hófu búskap á Þórustöðum árið 1984. - Haustið 1983 sótti ég um leyfi til að fara að stunda loðdýrarækt heima á Þórustöð- um, ásamt fleirum í Önundarfirði segir Björn, og þá var okkur neitað af því að við værum á svo afskekktu svæði, á Vest- fjörðum, og hefðum ekki fóðurstöð sem var reyndar út í hött, því frumskilyrði fyrir fóðurstöð var að einhver stundaði loðdýrarækt. Þá fór ég á sjóinn. Lilja var í Reykjavík að klára skólann. Við sóttum áfram um leyfi, heldur Björn áfram og fengum leyfi og hófum loðdýrarækt árið 1984 með 25 refalæður. Það gekk ágæt- Björn Og Lilja. Freysmyndir. 240 FREYR-7*94 lega, læðurnar voru með tæpa 8 hvolpa að meðaltali þetta fyrsta ár. Svo var líka sagan af því búin, því skilyrði fyrir rekstri fóru versnandi eftir það. Fyrsta veturinn var ég með þurrfóður, svo fórum við að framleiða fóður á Flateyri sjálfir, eftir fóðurlistum frá Búnaðarfélagi Islands. Pá hafafleiri verið komnir íloðdýrarcekt á þessu svœði? Já það voru þrjú loðdýrabú í Önundar- firði og eitt úti á Ingjaldssandi. Menn reistu refaskála og héldu áfram að fjölga dýrum á búunum en það fækkaði alltaf hvolpum á hverja læðu, líklega fyrir mis- tök í fóðurlistum. Það var alltaf verið að breyta þeim og reyndar hefur einhverju valdið að skipt var um stofn; norski stofn- inn kom meira inn og hann var ekki eins frjósamur og sá skoski. Það var eitthvað sem breyttist á þessu tímabili. Það var mjög góð frjósemi hjá refunum fyrstu árin en svo datt það niður, hvað sem olli því. Hvað tókuð þið til bragðs þegar rekstrar- skilyrði versnuðu í refarœktinni? Við förguðum öllum refum 1987 og fórum yfir í mink og byggðum meira. Við fengum bústofnsbreytingu frá Fram- leiðnisjóði þegar við fórum f refarækt. Framleiðsluréttur okkar var ekki nema 130 ærgildi á jörðinni; við fengum því styrk úr Framleiðnisjóði til að færa yfir í ref. Svo fengum við styrk til að breyta yfir í minkarækt; þá voru allir hvattir til þess. En svo hættum við þessu brölti árið 1990 og lóguðum minknum. Minkaræktin hafði gengið ágætlega að öðru leyti en því að verð á skinnum hrundi og svo var það óvissan með skuldirnar. En þið höfðuð sauðfjárkvótann ykkar áfram? Já, en skertan kvóta, segir Lilja; hann er kominn niður í 100 ærgildi. Björn: Það má geta þess að þegar við byrjuðum búskap, þá er búmark jarðarinnar um 260 ærgildi og við máttum framleiða í sam- ræmi við það. En þá um haustið 1986 þegar við tókum við fénu var settur full- virðisréttur og af því að Jón fóstri minn

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.