Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 15
Greinaflokkur um hagfræöi 5. grein Gildi og gagnsemi bókhalds Erna Bjarnadóttir, Hagþjónustu landbúnaðarins Nútíma búskapur gerir vaxandi kröfur til bœnda sem stjórnenda enda hefur rekstrarum- hverti landbúnaðar tekið miklum breytingum á síðustu árum. Bœndur bera nú sjálfir ábyrgð á afurðasölunni og verð á afurðum hefur lítið hœkkað á liðnum árum. Þessu fylgir stjórn á framleiðslu margra búgreina en af því leiðir að tekjumöguleikar búsins eru fyrir- fram þekktir. Þá er vandin sá að afla þeirra með sem minnstum tilkostn- aði með langtímasjónarmið í huga. Ýmsir þættir sem bóndinn hefur ekki stjórn á svo sem breytingar á sköttum, vöxtum, og verðbólgu, ásamt gildistöku alþjóðlegra við- skiptasamninga, hafa einnig áhrif á rekstrarumhverfi búsins. Aðdrag- andi breytinga er mislangur en sí- breytilegt og krefjandi rekstrarum- hverfi kallar á að bóndinn hafi góða yfirsýn yfir reksturinn og sjái fljótt hvar þörf eða möguleiki er til breyt- inga. Líffrœði - tœkni - hagfrœði. Búrekstur byggist á samspili líf- fræði, tækni og hagfræði. Bóndinn verður t.d. að þekkja samband fóðr- unar og afurða og kunna á þau merki sem búpeningurinn gefur frá sér þegar rangt er að farið (t.d. súr- doði). Eins þarf að kunna skil á þeirri tækni sem í boði er til að nota við framleiðsluna og að geta valið úr þau tæki sem henta og ekki síður þau sem skila arði. Til að fjölskyldan beri sem mest úr býtum þarf bóndinn því að geta greint þau merki sem reksturinn gefur frá sér um ástandið á hverjum tíma, og geta lagt mat á stöðuna. Til þess er bókhald ómetnalegt hjálpartæki ekki síður en afurðaskýrslur, túna- bækur, eða smurljós á dráttarvélum. Markmið með búrekstri. í búrekstri eins og öðrum rekstri er nauðsynlegt að vita hvert er stefnt. Bóndinn þarf að ákveða: 1. Hvað á að framleiða; 2. Hve mikið á að framleiða; Erna Bjarnadóttir. 3. Hvernig á að framleiða og 4. Hvar og hvenœr á að kaupa og selja aðföng og afurðir. Svörin við þessum spurningum ákvarðast meðal annars af markmiði rekstrarins. Oftast er markmiðið að hafa sem mestar tekjur til ráðstöfun- ar en markmiðin geta verið fleiri. Flestir gera t.d. kröfu um ákveðinn frítíma, eða vilja stunda ákveðna búgrein. Hvert sem markmiðið er þá þarf að finna leiðir að því. Fyrst þarf að leita svara við því af hverju mark- miðið næst ekki með núverandi að- ferðum. Var árferði óhagstætt? Eru afurðir litlar? Er bústofninn lélegur eða þarf að fóðra með öðrum hætti en gert hefur verið? Slíkar spurning- ar og ótal fleiri kunna að vakna allt eftir aðstæðum hverju sinni. Síðan þarf að gera athugun á því hvernig úr má bæta, valkostir eru metnir, ákvörðun tekin um aðgerðir og henni hrint í framkvæmd. Ef mark- miðið næst ekki, er frekari aðgerða þörf. Ekki þarf að leita langt til að finna dæmi sem brenna á flestum. Vegna framleiðslutakmarkana þrengir mjög að um tekjumöguleika. Vax- andi þrýstingur á að losa um hömlur á innflutningi á búvörum vekur upp hugsanir um hversu lengi verði spornað við. Allir keppast því við að hagræða í rekstrinum og leita uppi nýja tekjumöguleika, t.d. ferða- þjónustu. Aðrir huga að kaupum á greiðslumarki, eða fjárfesta í bættri tækni við heyverkun til að draga úr kjarnfóðurkaupum. Dreifingartími á áburði og fóðrun búfjárins eru atriði sem máli skipta. Þannig blasa á hverjum degi við ný og gömul viðfangsefni þar sem ákvarðanatöku er þörf. En hvað getur hver einstakur bóndi gert til að auðvelda sér að taka ákvörðun og gera hana markvissari? Skráning á ýmsum upplýsingum sem varða reksturinn er þar grundvallar- atriði. Áburðarbók, afurðaskýrslur og bókhald eru atriði sem nefna má. Oft er mikið af upplýsingum til í náttborðsskúffum, möppum og í kolli hvers bónda. Svolítil fyrirhöfn við að halda skipulega utan um upp- lýsingar er varða rekstur búsins geta skilað sér margfalt aftur í auknu öryggi þegar ákvarðanir eru teknar. Notkun á niðurstöðum bókhalds. í raun má segja að hlutverk bókhalds í rekstrinum sé tvíþætt. Annars vegar er sú hliðin sem snýr að því opinbera. Hver bóndi þarf að skila virðisaukaskatti a.m.k. tvisvar á ári og halda bókhald yfir virðis- 7*94 - FREYR 247

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.