Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 36
Hver ábyrgist velmegun okkar? Frh. afbls. 239. í áðurnefndri grein dr. Björns Sigurbjörns- sonar vitnar hann í ástralskan landverndar- fræðing sem heldur því fram að það sé þrennt í fari mannsins sem orsaki misþyrmingu hans á jarðveginum og umhverfi hans; vanþekking, græðgi og hroki. Þrátt fyrir nokkurn efnahagssamdrátt eru lífskjör íslendinga með þeim bestu sem gerast í heiminum. Það vill þó gleymast að þessi kjör eru ekki náttúrulögmál. Það er heldur enginn mannlegur máttur sem getur gefið neina trygg- ingu fyrir að einhver nánar tilgreind lífskjör verði tryggð. Þessi staðreynd virðist vera bannorð sem ekki má segja upphátt. Auðlindir virðist eiga að umgangast þannig að vafi um varðveislu þeirra komi þeim ekki til góða heldur þeim sem nýta þær. Sama gildir um áhrif mengunarvalda á umhverfið. Ut frá því stjórnamiði var komið í veg fyrir að gjald yrði lagt á olíu til mengunarvarna. Hér skulu ekki hafðir í frammi neinar hörm- ungarspár. Hins vegar skal á það minnt að sú kynslóð íslendinga sem nú er að kveðja ber ekki þeim sem nú eru á góðum aldri eða yngri þá sögu að hún hafi verið miklu vansælli framan af æfi en við hin, þótt hún byggi við afar kröpp kjör, miðað við okkur. Með vand- aðri upplýsingaöflun má vera að unnt verði sé að koma böndum á meiri náttúruspjöll og rányrkju, sem óhjákvæmilega leiðir til sam- dráttar í lífskjörum. Að öðrum kosti má gera ráð fyrir því að lífskjör versni stjórnlaust af því að við spilltum náttúrunni hóflaust og að nátt- úröflin taki til sinna ráða. M.E. Frétt frá Bœndaferðum Tvœr ferðir til Norðurlanda Farnar verða tvœr ferðir til Þrándheims með leiguflugi í sumar. Tekin hafa verið frá 40 sœti í hvorri ferð fyrir Bœndaferðir. Noregur og Svíþjóð Lagt verður af stað í þessa ferð 26. júní og komið heim 11. júlí. I upphafi verður gist eina nótt í Þrándheimi. Daginn eftir verður lagt af stað í rútuferð. Fyrsti áfangastaður verður Röros, síðan haldið áfram til Rattvik í Svíþjóð og endað í Stokkhólmi, áður en snúið verður aftur til Noregs. Gist verður skammt frá Karlstad í Varmalandi og ekið þaðan til Osló. Þaðan verður svo farið til Hamars og Lillehammer og síðan norður Guðbrandsdal og yfir fjöll til Þrándheims þar sem gist verður síðustu tvær nætur í ferðinni. Gist verður 4 nætur í bænda- skólum en annars á góðum hótel- um og orlofshúsum. Ferð til Noregs og farið í útileikhús ó Stiklastað Lagt verður af stað í þessa ferð 26. júlí og komið heim 1. ágúst. Megin tilgangur ferðarinnar er að horfa á leikrit, sem fjallar um bar- dagann á Stiklastöðum, þar sem lið Ólafs helga barðist við bændur og beið ósigur. Þetta leikrit er flutt árlega á útisvæði skammt frá kirkjunni á Stiklastað og dregur að mörg þúsund áhorfendur. Gist verður á Mæri, bændaskóla sem er í Norður-Þrændalögum. Farnar verða skoðunarferðir frá bænda- skólanum og margt gert sér til skemmtunar og fróðleiks. Þetta verður með ódýrustu ferðum sumarsins því verðið er kr. 38.000 á mann. Innifalið er flug og flugvallarskattar, gisting og morgunverður, allar skoðunar- ferðir og aðgangseyrir að leikrit- inu. Fararstjóri verður Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Haustferðirtil Mið-Evrópu Nú þegar hefur verið ákveðið að efna til tveggja „bændaferða“ í haust. Fyrri ferðin verður farin 26. október og komið aftur 1. nóvember. Þá verða tvær af fal- legustu borgum Evrópu heimsótt- ar, en þær eru Vínarborg og Budapest. Þessi ferð kostar 42.000 kr. Seinni ferðin er til Þýskalands. Hún hefst 6. nóvember og stendur í eina viku. Gist verður allan tímann hjá vínbændum í Móseldalnum, en farnar ferðir í ýmsar áttir flesta daga. Verð á þessari ferð er um kr. 41.000 á mann, miðað við gistingu í 2ja manna herbergi og þá eru allar skoðunarferðir innifaldar. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Stéttarsambandi bænda í síma 91-630300, ef óskað er eftir nánari upplýsingum. 268 FREYR - T9k

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.