Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 23
4. tafla. Etið hey, þe./kg og FE alls á dag. Ár 1990 1. vika 2. vika 3. vika Mt. 1.-3. viku Flokkur Hey Hey Hey Hey FE 1 .................. 1,93 1,98 1,91 1.95 1,42 2 .................. 2,08 2.07 1,97 2,04 1,46 3 .................. 1,82 1.83 1,78 1,81 1,30 4 .................. 2,17 2,06 1,93 2,05 1,47 5 .................. 1,92 1,91 1,90 1,91 1,37 Skekkja........ 0,060 0,066 0,073 0,022 0,016 Ár 1991 Flokkur Hey Hey Hey Hey FE 1 .................. 2,00 2,31 2.59 2,30 1,73 2 .................. 2,03 2.21 2,58 2,27 1,71 3 .................. 1,91 2,10 2,36 2,12 1,60 4 .................. 1,88 2,06 2,39 2,11 1,59 5 .................. 1,84 1,88 2,28 2,00 1.51 Skekkja........ 0,084 0,090 0,077 0,028 0,021 heyát (kg/dag) --- 1990 —1991 Línurit 2. Heyát ánna 1990 og 1991. 5. tafla. Hrápróteingjöf í heyl og fiskimjöli, g/dag. 1990 1991 Flokkur Hey Loðnumjöl Alls Hey Fiskimjöl Alis 1 ....... 212 0 212 296 0 296 2 ........ 222 55 277 293 48 341 3 ........ 197 109 306 274 95 370 4 ....... 221 163 384 277 140 412 5 ....... 207 210 417 259 184 443 Skekkja. 2,397 0,953 2,607 3,597 0,957 4,149 1991 voru nær engar sveiflur í hey- gæðum. Þá minnkar heyátið með aukinni fiskimjölsgjöf, það er mest hjá heyflokksánum og minnst hjá þeim sem stærstan fiskimjöls- skammtinn fá. Jafnframt eykst það með hverri viku. Tafla 5 sýnir meðalhrápróteinsát- ið í g á dag í heyi og fiskimjöli eftir vikum og yfir allt tímabilið. Bæði árin átu ærnar í flokki 2 (75 g) og flokki 3 (150 g) fiskimjöls- skammtinn upp en stöku ær í þeim flokkum. sem stærri skammtana fengu (fl. 4 (225 g) og fl. 5 (300 g)) leifðu örlitlu dag og dag og námu leifarnar um 4 prósentum. Vegna meiri heygæða vorið 1991 og meira áts fengu ærnar meira prótein úr heyjunum en vorið 1990. Hins vegar fengu þær minna af próteininu úr fiskimjölinu það vor þar sem próteininnihald loðnu- mjölsins 1990 var um 10 prósentu- stigum hærra. Skotinn J. Robinson og samstarfs- menn hans sýndu fram á með rann- sóknum sínum (Robinson og fél. 1974), að áhrif af torleysanlegu próteini í fóðrinu væru ekki ein- göngu bundin við aukna nyt ánna, heldur einnig við léttingu þeirra, sem rekja mátti til hvetjandi áhrifa próteinsins á niðurbrot fituforða til mjólkurmyndunar. Nýrri rannsókn- ir (Cowan og fél. 1979; 1980; 1981), sýna að fitutapið ákvarðast af sam- spili þess fitumagns, sem ærin hefur yfir að ráða og þeirri orku, sem er í fóðrinu, en áhrif af torleysanlegu próteini er fólgin í bættir orkunýt- ingunu til mjólkurmyndunar. Önnur áhrif, sem ekki síður eru athyglis- verð, eru að prótein í mjólkinni eykst og nær hámarki síðar á mjólk- urskeiðinu en ella og einnig heldur ærin betur á sér nytinni. Samkvæmt rannsóknum Robin- son og fleiri (Robinson 1983) má, út frá hlutfalli próteins og orku til við- halds og hlutfalli próteins og orku í mjólk, reikna út hve mikið þarf að bæta við (eða draga frá) af torleys- anlegu próteini til þess að ná réttu hlutfalli próteins og orku svo að fóðrið nýtist sem best til mjólkur- myndunar. Til að gera sér nokkra grein fyrir því hvernig þessu var farið í tilraun- inni. var reiknað út hlutfall próteins og orku í því fóðri sem ærnar átu og mjólkinni sem þær framleiddu, við þá léttingu og holdtap sem varð á tilraunaskeiðinu. Reiknað var með að fituhlutfall mjólkur væri 6,0% og leysanleikastuðlar töðu og fiski- mjöls 0,70 og 0,45. í stuttu máli sýndu niðurstöðurn- ar að bæði árin er um allverulegan próteinskort að ræða í heyflokkn- um, en nokkru minni í flokki 2 (75 g). Hins vegar eru ærnar í flokki 3 (150 g) og einkum í flokki 4 (225 g) í jafnvægi hvað varðar hlutfall 7*94 - FREYR 255

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.