Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 26
KflRTÖFLURflEKT 3 Kartöflurœkt í heimilisgörðum Magnús Óskarsson, Hvanneyri Það veit enginn hve margir heimilisgarðar eru á íslandi, en spakir menn hafa giskað á að þeir séu 15-20000. Áreiðanlega eru kartöflur rœktaðar í flestum þessara garða. Margir af rœktendunum nota annað hvort plast eða trefjadúk til að flýta fyrir uppskeru og gera hana árvissari. Heimilisgarðar. Heimilisgarðar eru mjög mismun- andi að stærð, allt frá nokkrum kart- öflugrösum upp í að í þeim séu fram- leiddar allar þær kartöflur sem heimilið þarf. Þessi framleiðsla dregur úr sölumöguleikum kartöflu- bænda, en á hinn bóginn hjálpar heimilisgarðræktin við að halda þeirri hefð að hafa kartöflur á hvers manns diski flesta daga ársins. Það er óbein aðstoð við kartöflubændur. Það er auðvelt fyrir þá sem eiga nokkur kartöflugrös í litlum garði að fara vel með kartöflurnar við upp- töku. Annað er oft andstætt fólkinu sem nytjar litlu garðanna, m.a. vegna þess að það skortir þekkingu á ýmsum sviðum. Einkum er slæmt hve oft sjúkdómar og aðrir skað- valdar skemma kartöflurnar. Fyrir því eru margar orsakir, en þessar eru helstar: 1. Kartöflur eru ræktaðar í sama garðinum ár eftir ár. Þess vegna safnast skaðvaldar fyrir í moldinni. 2. Vélar og verkfæri ganga frá einum garði til annars, en skaðvald- ar geta borist með moldinni sem er á tækjunum. 3. sett er niður sýkt útsæði. Veðurfar og kartöflurœkt. Það er ekki tilviljun að flestir kart- öflubændur á Islandi eru í góðsveit- um þar sem næturfrost eru sjaldgæf að sumrinu. Fólk ræktar hins vegar kartöflur í heimilisgörðum um allt land. Ef skilyrði eru erfið getur verið hjálp í því að nota gróðurhlífar. Á Hvanneyri hafa verið gerðar tilraunir með kartöflur í 28 ár. Til- raunirnar hafa aldrei verið stórar í sniðum, enda er ekki kjörveðurfar fyrir kartöflurækt í Borgarfirði Magnús Óskarsson. norðan Skarðsheiðar. Það er hins vegar ástæða til að vera með tilraun- ir þar sem ræktunaraðstæður eru fremur erfiðar, þó að það þurfi að leggja megináherslu á rannsóknir þar sem kartöflurækt er mikilvægur atvinnuvegur. Fjöldi vaxtadaga hef- ur að meðaltali verið 100. Eitt árið skemmdust kartöflugrösin af frosti í júlí og í átta ár skemmdust grösin í ágústmánuði, þar af féllu grösin al- veg þrisvar sinnum. Árið 1993 féllu grösin 11. og 12. ágúst og hafa aldrei áður fallið jafn snemma. I átta ár af þessum 28 voru kartöflugrösin fallin fyrir 10. september. í einu ári af hverjum fjórum hefur kartöflugras skemmst af roki eða frosti í júlí eða ágúst. Á súluritinu sést árlegur upp- skerumunur algengra afbrigða af kartöflum (Gullauga, Rauðar ís- lenskar, Bintje og Óttar), eftir því hvort þær voru ræktaðar á bersvæði eða undir gróðurhlífum. Á bersvæði var munurinn á uppskeru lakasta og besta ársins um það bil nífaldur, en aðeins rösklega tvöfaldur ef gróður- hlífar voru notaðar. Gróðurhlífar. Ef nota á gróðurhlífar er ástæða til að hyggja að kostnaði. Nú eru aðal- lega notaðar hlífar úr plasti eða trefjadúk. Bæði efnin eru gerð úr olíu. Vegna þess að afurðir úr olíu hafa verið tiltölulega ódýrar síðasta áratug, hafa þessar gróðurhlífar ver- ið á viðráðanlegu verði, að minnsta kosti fyrir þá sem aðeins rækta kart- öflur til heimilis. Það eru til margar gerðir af plasti, en sú gerð sem mest er notuð er polyetylen (PE) plast. Plastið getur verið glært, svart eða með öðrum litum. Algengast er að nota þunnan dúk, t.d. 0,05 mm, vegna þess að hann er ódýrastur. Um 90% af sólar- ljósinu fer í gegnum dúkinn ef ekki er dögg á honum. Plastdúkur eykur hámarkshita lofts undir dúknum, einkum í sólskini, en lágmarkshiti (t.d. næturhiti) er svipaður og á ber- svæði. Samkvæmt niðurstöðum þriggja tilrauna frá Korpu og Hvanneyri (Magnús Óskarsson og Þorsteinn Tómasson, 1979) jók glært plast uppskeru hjá Gullauga og Bintje um 2 kg/nr. Óli Valur Hans- son (1977) taldi að flýta mætti sprettu kartaflna um 2-3 vikur með því að nota plast. Svart plast jók hins vegar uppskeruna aðeins um 0,19 kg/m2, enda endurkastar það ljós- inu, svo að undir því eykst hiti lítið. Svart plast er hins vegar góð vörn gegn illgresi. Samkvæmt upplýsingum frá sölu- aðilum í nóvember 1993 kostar 1 m: 258 FREYR - T9*

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.