Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 22
2. tafla. Þungi og holdastig ánna við upphaf tilraunarinnar og breytingar. Fl. Tala Pungi Þungi kg Breyt. 1990 Holda- stig Breyt. Þungi Þungi kg Brevt. 1991 Holda- stig Breyt. 1. 6 65.0 -3.1 2.58 -1.33 70.6 -3.9 3.15 -1.62 2. 6 64.9 -0.8 2.67 -0.96 72.0 -3.3 3.08 -1.35 3. 6 64.1 -2.5 2.67 -1.21 73.3 -2.8 3.33 -1.31 4. 6 65.2 0.0 2.79 -1.04 70.9 -1.8 3.22 -1.46 5. 6 66.2 -0.3 2.83 -1.21 71.9 -2.3 3.16 -1.4 Skekkja 2.39 1.13 0.226 0.169 2.66 0.938 0.216 0.152 3. tafla. Meðalnyt á sólarhring, kg. Dagur 1 Dagur 2 Dagur 3 Alls Flokkur 1990 1991 1990 1991 1990 1991 1990 1991 1 ....... 2,278 2,551 2.107 2,679 1,770 2,700 2,052' 2,643' 2 ...... 2,361 2.802 2,461 2,945 2,220 2,910 2.347b 2.886" 3 ...... 2,592 2,794 2,499 3.104 2,630 3,100 2.484' 3,000'“ 4 ...... 2,651 2,888 2,815 3,120 2,439 3.120 2,635“ 3,043“ 5 ...... 2,520 2,824 2,544 2,915 2.630 2,988 2,474' 2.909' Skekkju- 0,1107 0.1096 0,1095 0,1054 0,1217 0,1204 0,0904 0,0895 bil 0,1224 0,1225 0,1177 0,1184 0,1329 0,1347 0,1000 0,1000 * Mismunandi bókstafir tákna raunhæfan mun (P<0,05) milli viðkomandi flokka (t-prófun). Nyt (kq) ---- 1990 1991 Línurit 1. Meðaldagsnyt, kg. Hestur 1990 og 1991. breytingar á þeim yfir tilraunaskeið- ið. Ekki er raunhæfur munur milli flokka á þunga og holdastigum við upphaf tilraunarinnar né á breyting- unum innan ára. Hins vegar er áramunur háraunhæfur og stafar hann, eins og áður er fram komið, af mjög misjöfnum heygæðum þessi tvö ár. Breytileiki í þunga- og holda- breytingum er minni vorið 1991 og jafnframt léttast ærnar meira og tapa meiri holdum þá en vorið 1990, enda af meiru að taka. Bæði árin kemur skýrt fram að heyflokksærnar tapa mestum holdum en samræmi milli ára hjá öðrum flokkum er ekki eins ljóst. Tafla 3 og línurit 1 sýna meðalnyt ánna í kg eftir flokkum, mælingar- dögum og árum, þegar leiðrétt hefur verið fyrir þeim þáttum, sem tekið var tillit til við flokkaskiptinguna, og samspili flokka og ára. Áhrif leiðréttinga á nytina voru lítil tvo fyrstu mælingadagana. Hins vegar gætti marktækra áhrifa allra þátta á 3. mælingardegi og á saman- lagða nyt ánna. Áhrif lambapara voru þau að tvær gimbrar í pari sugu að meðaltali 2,81 kg yfir sólarhring- inn, en 2 hrútar2,72 kg. Þessi munur er háraunhæfur. Taflan sýnir að bæði árin er nytin minnst hjá heyflokksánum en fer vaxandi með aukinni fiskimjölsgjöf og nær hámarki í 4. flokki en fellur í 5. flokki (300g) þar sem ærnar fengu stærstan fiskimjölsskammtinn. Hugsanlegt er að í 5. flokki sé um óhagstætt hlutfall orku og próteins að ræða og að ærnar þurfi að eyða orku til að brjóta niður það prótein sem ekki nýtist til mjólkurmyndunar eins og síðar verður vikið að. Mikill og raunhæfur munur er á nyt flokk- anna milli ára. Minni heygæði og ólystugra hey dró stórlega úr mjólk- urgetu ánna vorið 1990. Þá minnkar nytin í öllum flokkum eftir því sem líður á tilraunaskeiðið en mest í hey- flokkunum og við lok tilraunarinnar er sólarhringsnyt ánna þar um 0,5 kg minni en við upphafið. Þessi lækkun á nytinni verður helst rakin til þess hve heygæðin voru lakari eftir því sem á leið, eins og áður hefur komið fram, og einnig til þess að ærnar voru ekki nógu vel búnar undir mjólkurskeiðið. Þessu er öfugt farið síðara árið. Þá eykst nytin frá fyrsta til annars mælingardags og helst við til þess þriðja. Mestur áramunur kemur fram í nyt heyflokksánna, 0,591 kg, en fer minnkandi með aukinni fiskimjöls- gjöf og er minnstur 0,408 kg í 4 flokki (225 g). Fyrra árið er raunæfur munur á meðalnyt 3 mælingadaga milli allra flokka, og vorið 1991 er hann raun- hæfur milli allra flokka nema milli 3. (150 g) og 4. (225 g) flokks. í töflu 4 og línuriti 2 er sýnt meðal- heyát ánna í þurrefni á dag eftir vikum og yfir allt tilraunaskeiðið. Vorið 1990 var heyátið til muna minna og breytilegra í öllu flokkum og einnig eftir vikum. Þetta minna heyát má rekja til þess hve ólystugri heyin voru þá en 1991. í tilrauninni 254 FREYR - 7*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.