Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 11
Með betri veðráttu og minna beitarálagi er Saharaeyðimörkin að hörfa á Sahelsvœðinu. Myndin er af rœktunartilraun með hirsi á sama stað og á efri myndinni. Ef flytja ætti þennan jarðveg með skipum, þyrfti eitt 7000 tonna skip á sekúndu eða 3600 slík skip á hverj- um klukkutíma. Þegar við stingum upp garðinn okkar fáum við 1-2 kg á skófluna í hvert skipti. Það er mikil eftirsjá í allri þessari gróðurmold sem svona tapast því að það getur sums staðar tekið aldir að mynda nýja mold í stað þeirrar sem tapast. Þegar við bætist hin geysiöra fólksfjölgun í heiminum kemur kannski ekki á óvart að heyra að búist er við að ræktunarland á hvern jarðarbúa verði 32% minna um aldamótin en það var kringum 1980! Jarðvegurinn - viðkvœmur lífsgrunnur Jarðvegsbirgðir hnattarins reikn- ast vera um 3,8 billjón tonn (3.800.000.000.000) og hafa sér- fræðingar reiknað út að um 7% af jarðveginum eyðist á hverjum ára- tug. Með þessum eyðingarhraða og ef ekkert er aðhafst, yrði einungis helmingur jarðvegsbirgðanna eftir að hundrað árum liðnum. A hverju eiga komandi kynslóðir að nærast ef jarðvegurinn er runnin til sjávar? Fiskurinn í sjónum gefur af sér sem stendur álíka fæðumagn og kartöflur og bananar og álíka próteinmagn og hænsni og annað fiðurfé. Sjórinn getur ekki komið í staðinn fyrir jarðveg. Án jarðvegs þrífst ekkert mannlíf hér á jörð og engin menning. Án ræktunar engin menning. Við svipað tækifæri á Húsavík fyrir tæpum tveim árum flutti ég erindi sem ég nefndi: „Jarð- vegseyðing - mesta ógn jarðarbúa". Síðan þá hefur mikill jarðvegur runnið og fokið til sjávar og afleiðing þess hefur enn aukið á þá ógn. Það yrði döpur tilvera fyrir af- komendur okkar ef hrakspár sér- fræðinganna rættust. Það skal viður- kennt að það er ákaflega erfitt að mæla og reikna út jarðvegstap. Helsta aðferðin hefur verið að mæla botnlög í árfarvegum og árósum. Það getur skeikað einhverju, en þótt einhverju muni, stefnir í það í fyrir- sjáanlegri framtíð að undirstöðunni undir fæðuöflun okkar og þar með menningarlífi og tilvist mannsins á jörðinni er teflt í hættu. I grein um jarðvegseyðingu í tíma- ritinu „New Scientist“ stóð nýlega: „Þótt jarðvegstap sé gífurlega alvar- legt vandamál, lætur það lítið fara fyrir sér og menn gera sér síður grein fyrir þessum náttúruspjöllum en t.d. jarðskjálftum, eldgosum og öðrum náttúruhamförum vegna þess hve jarðvegsspjöllin eru hægfara. Oft er það að aðgerðir sem leiða til alvar- legra landspjalla, svo sem plæging og ræktun viðkvæmra landsvæða gefa fyrst um sinn aukna uppskeru og því falskar hugmyndir um fram- þróun og því falska öryggiskennd.*1 Flest fólk og sérstaklega þeir sem búa í borgum og eru ekki í snertingu við jarðveg og jarðvinnslu eru sér alls ekki meðvitandi um mikilvægi jarðvegsins og eins og Eduard Saouma, fyrrverandi forstjóri FAO skrifaði í fyrra, gerir sér enga grein fyrir því að tilvera þess sé háð ca. einum metra af hálfgerðum hræri- graut af lífrænum og ólífrænum efn- um sem, ásamt vatni og lofti, skapi lífbeltið sem viðheldur lífi á jörð- inni. Oftast þegar við sjáum jarðveg á skónum okkar segjum við að skórnir séu „skítugir" eða „drullugir". Þetta er virðingin sem við sýnum sjálfri undirstöðunni undir tilvist okkar og menningu! A hinn bóginn vitum við m.a. af reynslu okkar hér á Islandi og af niðurstöðum umhverfisráðstefn- unnar í Ríó að bæði almenningur og stjórnvöld eru byrjuð að gera sér betur grein fyrir því hve málið er alvarlegt. En hér stöndum við frammi fyrir enn alvarlegra vanda- máli: Það er gífurleg fólksfjölgun í heiminum. Um einn milljarður bæt- ist við á hverjum áratug. Þess vegna 7*94 - FREYR 243

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.