Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 29
SILUNGSVCIÐI Frá samstarfsnefnd um silungsveiði Einar Hannesson, fulltrúi Að tilstuðlan Landssambands veiðifélaga var snemma árs 1990 efnt til fundar með ýmsum aðilum, sem tengjast silungsvötnum á einn eða annan hátt. Þetta leiddi til þess að sett var á stofn 5 manna samstarfsnefnd um silungsveiði. í fyrrgreindri nefnd hafa setið full- trúar frá Búnaðarfélagi íslands (Árni Snæbjörnsson), Ferðaþjón- ustu bænda (Magrét Jóhannsdóttir), Landssambandi stangveiðifélaga (Rafn Hafnfjörð), Landssambandi veiðifélaga (Einar Hannesson) og „Vatnafangi“, félagi silungsveiði- bænda (Skúli Hauksson). Þessi sam- tök hafa bæði fyrr og síðar, á einna eða annan hátt, unnið að þessum málum, svo sem með hlunnindaráð- gjöf, útgáfu „Veiðiflakkarans", „Veiðidegi fjölskyldunnar“ útgáfu ritraðar „Vötn og veiði“ og mark- aðssetningu atvinnuveiði. Tilgang- urinn með starfi nefndarinnar var að benda á hvernig best mætti búa út aðstöðu við veiðivötn, til að auka og bæta nýtingu þeirra til stangarveiði, og að kynna silungsveiði. Nefndin fór rækilega yfir stöðu þessara mála og hefur lagt sérstaka áherslu á nauðsyn þess að veiðimönnum sé auðvelduð aðkoma að veiðivötnum, og að þar sé komið upp einhverri lágmarksaðstöðu fyrir þá. Þegar slík aðstaða væri komin á nokkrum stöð- um, gæti það orðið öðrum veiði- bændum fordæmi. Einnig hefur ver- ið veitt ráðgjöf í þessum efnum, auk þess sem unnið hefur verið að kynn- ingu á silungsveiði. Við tvö veiði- vötn hafa verið byggð tvö salernis- hús við hvort vatn með tilheyrandi vatnsleiðslum. f>á kom út upplýs- ingaritið „Fjölskyldan og silungs- veiðin“, sem dreift var til allra 12 ára nemenda í grunnskólum landsins vorið 1993 í samráði við Mennta- málaráðuneytið. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur styrkt verk- efni þessi með fjárframlagi. Sam- Einar Hannesson. starfsnefndin hefur haldið ríflega 40 bókaða fundi á tímabilinu 1990- 1994. Auk þess hafa einstakir nefnd- armenn farið í ferðir til veiðibænda vegna verkefnisins. Ennfremur hef- ur það verið kynnt á atvinnumála- fundum víðsvegar um landið. Greint hefur verið frá verkefninu bæði í ræðu og riti við þau önnur tækifæri sem hafa gefist. Bæklingunum, sem fór til skólanema sl. vor, hefur auk þess verið dreift á fundum nokkurra klúbba og félaga. Nefndin hefur skoðað ýmsa fleti á þessum málum og hugmyndir komið fram til efling- ar þessu mikilvæga málefni. Um þessar mundir er nefndin að ljúka starfi og af því tilefni mun hver nefndarmaður fjalla um viðfangs- efnið út frá sínum sjónarhóli. Munu greinar þessar birtast hér í Frey. Með þessum inngangi formanns nefndarinnar fylgir umfjöllun Árna Snæbjörnssonar og Rafns Hafn- fjörð, en í næsta tölublaði koma greinar Margrétar Jóhannsdóttur og Skúla Haukssonar. Nýr framkvœmdastjóri kúabœnda Guðbjörn Árnason, búnaðarhag- fræðingur, tók við starfi fram- kvæmdastjóra Landssambands kúa- bænda um miðjan mars sl., en fyrr- verandi framkvæmdastjóri sam- bandsins, Valdimar Einarsson, er fluttur til Nýja-Sjálands, þar sem hann starfaði áður. Guðbjörn mun hafa aðsetur í Bændahöllinni í Reykjavík, sími 91- 630300. Athygli skal vakin á að nýr sími formanns LK, Guðmundar Lárus- sonar á Stekkum, er 98-22942. Landssambands T9* - FREYR 261

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.