Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 32
SllUNGSV€lf>l Silungsveiði og útivist frá sjónarhóli stangveiðimanns Rafn Hafnfjörð Á ári fjölskyldunnar hjá Sameinuðu þjóðunum, 50 ára afmœli lýðveldisins og mikillar þjóðfélagsumrœðu um að auka atvinnutœkifœri vegna samdráttar í hefðbundnum atvinnugreinum, þá hvarflar hugur stangveiði- og útivistarmannsins að þessari vannýttu auðlind sem er okkar kristaltœru og ómenguðu silungsveiðivötn og ár. Bleikja. Hvatning Samgönguráðuneytið, Flugleiðir og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hafa efnt til sérstaks kynningar- átaks erlendis og ætla að kosta til þess 100 milljónum króna. Þeir telja þetta geta skapað 250-300 ný störf og gefa af sér um 1 milljarð króna! Átakið felst einkum í því að vekja athygli á möguleikum til útivistar, ævintýraferða s.s. hestamennsku, jöklaferða, veiðimennsku auk ferðalaga um íslenskar byggðir til sveita. Vonandi gleymist ekki ein vinsælasta útivistaríþrótt í heimi, - stangveiðin sem silungsveiði. Einnig hefur Ríkisútvarpið og starfshópur Samgönguráðuneytisins gert með sér samstarfssamning um að hvetja íslendinga til ferðalaga um sitt eigið land og njóta um leið þess sem land og þjóð hafa upp á að bjóða. Á Rás 1 verður regluleg um- fjöllun um ferðamál, í þætti um náttúru og ferðalög á laugardags- morgnum og ennfremur mun Rás 2 verða með sérstaka pistla um ferða- mál einu sinni í viku. Starfsmenn svæðastöðvanna á Akureyri, Egils- stöðum og ísafirði munu gera þeim atburðum skil sem gerast á þeirra svæði. Eru hér ekki kjörin tækifæri fyrir veiðiréttareigendur að kynna bæði hérlendis og erlendis þá möguleika sem þeir geta boðið til silungsveiða? Vötn og silungsveiðiár eru hér trú- lega um tvö þúsund og flest vannýtt vegna áhugaleysis viðkomandi eig- enda, fákunnáttu í markaðssetningu og sinnuleysis valdhafa. Meðmœli Eg hef ferðast allnokkuð unt land- ið okkar með myndavél og veiði- stöng í hartnær 50 ár og kynnst bæði innlendu og erlendu silungsveiði- fólki. Allir eru á einu máli um það að ekkert land sé betur fallið en Island til að stunda þessa skemmtilegu og heilnæmu tómstundaiðju. Hinn víðfrægi hollenski flugu- veiðimaður Erik Berg ritaði í einni af bókum sínum: „Ef einhver spyrði mig að því hvar í heiminum ég kysi að veiða ef mér yrði gert að nota allan minn tíma til fluguveiða, myndi svar mitt vera Island. Pað er erfitt að útskýra þetta, en meðal þeirra mestu hugþrifa sem unnt er að ná, tel ég vera það að komast í tæri við villtan silunginn, á fjarlæg- um afskekktum stöðum og sú tilfinn- ing að vera algerlega einn með sjálfum sér. Allir þessir þættir eru fyrir hendi á íslandi.“ í annari bók ritar Ian Hay, Eng- lendingur frá Red Box í Winchester: „Á íslandi eru stórkostlegar lax- veiðiár og nokkrar frábærar sjóbirt- ingsár á Suðurlandi, en aðeins ein frábær urriðaá, Laxá. Silungurinn kemur úr Mývatni og veiðin er stór- kostleg.“ í bók sinni Fluguveiði vítt og breitt um heiminn, segir hinn nafn- togaði Tony Pawson, sem vann heimskeppnina í fluguveiði árið 1984 í Tormes svo: „Áin Laxá er mjög góð silungsveiðiá ofantil og er án efa ein besta silungsveiðiá Evr- 264 FREYR - T94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.