Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 25

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 25
7. tafla. Þyngdarauki g/sólarhring (20 klst.). 1. viktardagur 2. viktardagur 3. viktardagur Mt. 1.-3. viktard. Flokkur 1990 1991 1990 1991 1990 1991 1990 1991 1 ... 553 549 498 614 337 657 459 607 2 ... 550 604 573 740 375 664 499 667 3 ... 683 690 548 676 537 675 585 671 4 ... 638 573 580 676 492 545 566 598 5 ... 690 603 655 564 563 608 632 592 Tafla 8. Vaxtarhraði lambapara yfir tilrauna- skeiðið 21 dag, g/dag. 9. tafla. Þungl lamba við rúning, kg. Flokkur 1990 g/dag 1991 g/dag 1 ... 402 510 2 ... 446 599 3 ... 469 580 4 ... 545 593 5 ... 526 620 Flokkur Fjöldi 1990 Fjöldi 1991 1 . . 10 13,61 12 13,97 2 . . 12 14,52 9 15,33 3 . . 9 13,40 10 14.90 4 . . 12 15.55 10 15,47 5 . . 12 14,18 12 15,50 Leiðrétt hefur verið fyrir kyni og fæðing- arþunga lambsins. hvernig það gekk und- ir, aldri þess og einkunn móður. 10. tafla. Þungi lamba að hausti. Flokkur Fjöldi Þungi á fæti, kg 1990 1991 Fallþungi, kg 1990 1991 1 10 36,98 34.63 14.13 13,94 2 12 35,56 36.35 13.83 14,98 3 9 37,10 34,84 14,48 14.19 4 12 37,30 34,80 14,82 14,28 5 12 35,00 35.95 13,91 14,42 tækir, en það er freistandi að skýra áhrifin á þann hátt, að þar sem ærnar voru vorið 1990 til muna holdminni en það síðara, hafi áhrif holdarfars- ins komið betur í ljós þá en 1991 þegar ærnar voru holdmeiri. Bæði árin var aðhvarfsstuðull mjólkur á holdastigabreytingar há- marktækur, en óraunhæfur milli flokka og ára (1,203 ± 0,351, 1990 og 1,128 ± 0,438 1991). Aðhvarfið var gert á samanlagðri mjólk þriggja mælingadaga, og eru því áhrif holda- breytinga á daglegt magn 358 g fyrir hvert holdastig sem ærin leggur af. Þetta eru einkar mikilvægar niður- stöður því að þær sýna, hve mikil- vægt það er að hafa ærnar í góðum holdum þegar mjólkurskeiðið byrj- ar. Enda þótt ekki sé marktækur munur á stuðlunum er athyglisvert hvernig áhrif afleggingarinnar koma fram í flokkunum þegar þeim er raðað upp eftir áhrifamætti stuðl- anna; flokkur 2 (75 g), flokkur 3 (150 g), flokkur 5 (300 g), 1 (hey- flokkur) og loks flokkur 4 (225 g). Þessi röðun styður það sem áður hefur komið fram að áhrif torleysan- legs próteins eru fólgin í bættri orku- nýtingu fóðurs og holda til mjólkur- framleiðslu. Efnainnihald mjólkurinnar Tafla 6 sýnir meðalhlutfall, fitu, próteins og mjólkursykurs úr þrem- ur mjólkurmælingum. Erfitt er að draga ákveðnar álykt- anir um áhrif mismunandi fóðrunar á fituhlutfallið þar sem um miklar sveiflur er að ræða í fitunni milli mælinga, sem stafar líklega af því að sýnin hafa ekki verið nógu samstæð. Að jafnaði er fituhlutfallið hærra 1990 en 1991 enda nytin lægri þá. Vorið 1990 var fituhlutfallið hjá hey- flokksánum hæst og einnig hefði mátt búast við að svo yrði árið eftir, þar sem þekkt er, að orkuskortur og í minna mæli próteinskortur hafa áhrif á fitu- og próteininnihald mjólkurinnar á þann hátt að fita eykst en prótein minnkar. Hins veg- ar koma fram skýr áhrif af fóðrun- inni á próteininnihald mjólkurinnar. Próteinmagnið vex með auknu próteini í fóðrinu. Eins og vænta mátti eru óverulegar breytingar á mjólkursykurinnihaldi mjólkurinn- ar, enda er þessi þáttur mjólkurefn- anna mjög stöðugur. Vöxtur lamba Tafla 7 sýnir meðalþyngingu lamba eftir vigtardögum og meðal- þyngingu þriggja daga. Þyngingin er mæld sem mismunur þunga fyrir 1. sog og þunga fyrir síðasta (6) sog sólarhringsins. Þessi þungamunur er því þynging lamba- para á 20 klst. Sé litið á þynginguna er hún minnst í flokki 1, (heyflokksán- um) en eykst reglulega til og með 3. flokki (150 g), en minnkar í 4. flokki (225 g) og eykst svo aftur í 5. flokki (300 g). Minni þynging lambanna í 4. flokki (225 g), þar sem ærnar mjólka mest, skýrist af þeirri stað- reynd að við háa nyt er nýting mjólkur til vaxtar minni en við lægri nyt þegar lömbin eru ung. Eftir því sem lömbin stækka verður nýtingin betri og yfir tilraunaskeiðið, 21 dag, er vaxtarhraði lambanna mestur í 4. flokki eins og sýnt er í töflu 8. Tafla 9 sýnir meðalþunga lamba á fæti við rúning. Ærnar voru rúnar 28. júní 1990 og 25. júní 1991. Nokkur vanhöld voru á lömbum frá því er tilrauninni lauk og til rúnings og er rétt að hafa í huga að það gæti haft áhrif á niðurstöð- urnar. Bæði árin má heita að góðs samræmis gæti milli nytar og þunga lambanna við rúningu að undan- skildum 3. flokki 1990 og 2. flokki 1991 en í báðum þessum flokkum voru vanhöldin mest. Tafla 10 sýnir meðalþunga sömu lamba á fæti fyrir slátrun og fall- þunga þeirra og er leiðrétt fyrir sömu þáttum og rúningsþunginn var leiðréttur fyrir. Hvorugt árið er marktækur þungamunur milli flokka, hvorki á þunga á fæti né fallþunga, en þó gætir ennþá sam- ræmis nytar ánna og haustþungans, einkum fallþungans fyrra árið. Tilvitnanir Robinson, J.J., Franser, C., Gill, J.C. og McHattie, I (1974). Anim. Prod. 19, 331. Frh. á bls. 265. 7*9* - FREYR 257

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.