Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 30
SILUNGSV6IÐI Bóndinn og silungshlunnindin Árni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur BÍ. í fornum heimildum greinir frá því, að þegar landsnámsmenn komu hér fyrst hafi gnótt fiskjar verið í ám og vötnum. Hlunnindi þessi tóku landnemarnir strax að hagnýta sér og hefur svo verið alla tíð síðan. íslensku silungsvötnin voru öldum saman matarforðabúr margra heim- ila og skiptu um leið verulegu máli fyrir afkomu fólksins. Varla hefðu deilur um veiðirétt, sem víða er get- ið um í gömlum heimildum, stafað af öðru en því að veiðirétturinn var metinn sem verðmæti. Líklega hefur strax í upphafi myndast sú regla að veiðirétturinn fylgdi landi (jörð), þótt ýmis dæmi séu um veiðiítök jarða (oft kirkjujarða) í/á veiðisvæð- um langt frá eigin landareign. Um langt skeið hefur það síðan beinlínis verið bundið í íslenskum lögum að veiðiréttur, sem og nýting flestra annarra hlunninda, fylgi landinu/ jörðinni. Petta fyrirkomulag hefur gefist vel því að bændur sem sitja jarðir sjá sér hag í því að öll nýting verði innan hóflegra marka og þess sem náttúran sjálf leyfir, án þess að gengið sé á höfuðstólinn. Ábúendur jarðanna (bændurnir) eru því í raun eins konar vörslumenn landsins og gæða þess. Silungsveiði í ám og vötnum er því ein grein þeirra hlunnindanytja, sem 26Z FREYR - 7*96 Árni Snœbjörnsson. Freysmynd. víða var einn liður í búrekstrinum. Þegar almennara framboð varð á mat og kjör þjóðarinnar bötnuðu má segja, að menn hafi farið að van- rækja vötnin. Sú vanræksla leiddi svo til þess, að mörg okkar ágætu silungsvatna eru nú ofsetin fiski, sem þar af leiðandi er oft afar smár, jafnvel svo að án aðgerða er vart hægt að tala um að þau gefi neinn nytjafisk. Veiðivötn eru mörg. Samkvæmt fasteignamati 1942 eru 1709 jarðir skráðar með silungs- veiði, eða rúmlega fjórðungur allra jarða í landinu. Samkvæmt mæling- um Orkustofnunar eru um 1850 stöðuvötn á landinu stærri en 0,1 km2. Af þeim eru um 190 stærri en 1 km:. Erfitt er að fullyrða um fjölda silungsvatna, en stundum heyrist talan 1100. Ef miðað er við áætlað flatarmál veiðivatna og algenga framleiðslugetu þeirra, ásamt al- gengu markaðsverði á silungi, sýnir reikningsdæmið að silungsvötnin geta gefið nokkur hundruð milljónir króna í veltu, en þá er stangveiðin ekki talin með. Áð þetta náist er eflaust fjarstæða, en hitt er ljóst að hér er um mikla auðlind að ræða, sem fyrirfinnst í einhverjum mæli á fjölda jarða í öllum landshlutum. Á seinni árum hafa skipulegar veiðar bænda í atvinnuskyni aukist. Jafnframt hefur áhugi almennings á sportveiði og útivist farið vaxandi. Ef nýta á silungsvötn til fullra af- kasta, þarf þetta tvennt að fara sam- an. Þ.e. 1) netaveiði til matfisksölu og til að grisja vötnin hæfilega, en það gerir stangveiðin ein alls ekki, 2) stangveiði til þess að gefa almenn- ingi kost á útivist og skemmtilegri tómstundaiðju og bóndanum tekjur til viðbótar eða samhliða því sem netaveiðin gefur. Þá er ónefnd dorg- veiði að vetri til í gegnum ís. Reynsla margra bænda er nú þegar fyrir hendi varðandi það að netaveiði og stangveiði geti farið mjög vel saman. Stangveiðimenn hafa sumir hverjir horn í síðu netaveiðimennskunnar og til skamms tíma hafa margir Veiðivötnin eru tnikil auðlind. Ljósm. Rafn Hafnfjörð.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.