Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 4

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 4
Einn ostur cr nauðsyn, tveir eru sjálfsagðir, þrir eru grundvöllur Frétt frá Bœndaferðum. Bœndaferðir í haust Þar sem mjög margir hafa óskað eftir að taka þátt í bændaferð til Þýskalands dagana I. til 8. nóvem- ber hefur nú verið ákveðið að efna til hliðstæðrar ferðar 8.-15. nóvem- ber. Flogið verður til Luxemborgar. Gist verður í 7 nætur hjá vínbænd- um í litlu þorpi sem heitir Leiwen, skamml fyrir suðaustan Trier. Þar geta 4 til 10 þátttakendur dvalið á sama heimilinu. Herbergin eru vel búin ineð sér snyrtingu. Góður morgunverður er framreiddur á gististöðunum, en aðrar máltíðir sameinast þátttakendur um á veit- ingastöðum í þorpinu eða hjá bændum, sem sumir hverjir geta tekið á móti allt upp í 100 manns í mat eða vínsmökkun. Dagskrá beggja ferða verður eins Á öðrum degi ferðarinnar verða bændur með hefðbundinn búskap heimsóttir, en seinna þennan sama dag verður vínbóndi heimsóttur. Hjá honum verður smakkað á fram- leiðslunni og síðan mætt í grill- veislu hjá öðrum bónda, en það er í Leiwen. Á þriðja degi ferðarinnar verður ekið til Trier sem er aðeins um 15 km frá Leiwen og einnig verður postulínsverksmiðja heinisótt. Næsta dag verður svo farið til Koblens en þar er margt að sjá, einnig verður komið við hjá vínbændum. Á fimmta degi verður farin lengsta ferðin sem tekur mestallan daginn. Fyrst verður skartgripa- gerðin í Idar/ Oberstein skoðuð og síðan ekið til Mainz við Rín og þaðan verður farið til Rudesheim og síðan niður með Rín og heilsað upp á Lorelei. Næstsíðasta dag ferðarinnar verð- ur farið í siglingu á Mosel en síðasti dagurinn er frjáls. Ferðin kostar kr. 44.000 á mann. Innifalið er flug og skattar, gisting og morgunverður, allar ferðir og siglingin á Mosel. Hafið samband við Agnar eða Halldóru sem fyrst, ef þið hafið áhuga á þátttöku eða óskið eftir nánari upplýsingum. Sími 91- 630300.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.