Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 37
Uppskeruhátíð hestamanna Eftirfarandi ávarp flutti Jón Helgason, formaður BÍ á Landsmóti hestamanna- félaga 1994 á Gaddstaðaflötum sem haldið var 28. júní til 3. júlí sl. Afkvæmi Þokka frá Gcirái á LM 94. Ljósm. Sigurfiur SÍRmuntisson. Við komum hér saman á glæsilegri uppskeruhátíð. Uppskeruhátíð þrot- lausrar vinnu við ræktun og þjálfun íslenska hestsins. Meira en þúsund ára aðlögun hestsins að íslenskum að- stæðum, íslenskri náttúru, hefur gefið honum þá eiginleika að sú vinna hefur borið ríkulegan ávöxt. Ennþá einu sinni höfum við séð staðreyndimar tala hversu dýrmætan arf íslenskur landbúnaður hefur gefið okkur sem nú byggjum landið og komandi kyn- slóðum. Framþróun síðustu áratuga á sviði hrossaræktar og hestamennsku hefur sannað hvemig einstakar búgreinar landbúnaðarins geta aðlagað sig að breytingum og með góðum árangri haslað sér völl á nýjum vettvangi. Með óbilandi trú á kostum íslenska hestsins og markvissri leiðbeininga- þjónustu hefur hrossabændum tekisl með ötlugu ræktunarstarfi að ala upp sívaxandi fjölda kostamikilla hesta. Við þann árangur hafa þeir, eins og aðrir bændur, notið ánægjunnar, sem kom fram í orðum fyrrverandi for- manns Búnaðarfélags Islands í upp- hafi þessarar aldar: „Það er svo gam- an að skapa með Guði." Allir þeir, sem komið hafa á þetta Misjafn hugur bœnda gagnvart landbúnaöar- stefnu ES Það er breytilegt hve evrópskir bændur eru ánægðir með ES, segir í ritstjórnargrein í ftnnska búnaðar- blaðinu Landsbygdens Folk og bendir á að skoðanir bænda í ein- stökum löndum rekist mikið á og gangi hver í sína áttina. Sænsku bændasamtökin eru fylgj- andi aðild, en skoðanir sænskra bænda eru afar skiptur. Jákvæð af- staða sænsku bændasamtakanna byggist á þvf að þarlend stjórnvöld glæsilega landsmót hestamanna, hljóta að fara héðan sannfærðari en nokkru sinni fyrr um gildi landbúnað- arins fyrir íslensku þjóðina og þjóðfé- lagið allt. Eg vil fyrir hönd Búnaðar- félags Islands þakka öllum sem lagt hafa fram krafta sína til þess að unnt sé að halda slíkt mót. Einnig öllum þeint mikla fjölda fólks, sem komið hafa þegar þrengt mjög að sænskum landbúnaði, þannig að þess er vænst að aðild að ES muni gefa honum eitthvað rýmri stöðu. Þjóðir Austur-Evrópu eru jákvæð- ar gagnvart ES. Gjaldmiðlar þeirra eru lágt skráðir og það bætir samkeppnisstöðu þeirra á mörkuð- um ES. Spánverjar, Portúgalir og írar eru ánægðir þar sem þeir fá mikla styrki til landbúnaðar úr sam- eiginlegum sjóðu ES. I Austurríki minnir ástandið mjög á stöðuna í Finnlandi. Þar er meiri- hluti bænda þeirra skoðunar að ES- samningnum megi helst líkja við virkan líknardauða. í Þýskalandi er einnig mikil óánægja meðal bænda. Þýska mark- hefur hingað til að sjá árangurinn af ræktun og þjálfun íslenska hestsins og sýna þannig í verki aðdáun og þakk- læti. Þetta mót verður að sjálfsögðu hvatning til hrossabænda og annarra hestamanna að halda áfram stefnu sinni og störfum og ómetanleg lyfti- stöng fyrir íslenskan landbúnað. ið er sterkur gjaldmiðill en það veld- ur erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart innflutningi. Skriffinnska í landbún- aði gerir einnig mörgum lífið leitt. Þannig standa bændum í Bayem til boða 33 mismunandi styrkgreiðslur, og fyrir hverja þeirra þarf að útfylla sérstakt eyðublað. I þessu sambandi má minna á að yfir 50% af útgjöldum á fjárlögum ES ganga nú til landbúnaðarmála, en stefnt er að því að lækka það hlut- fall. Af því leiðir aftur minni stuðn- ingur við landbúnað heldur en lofað hefur verið í samningaviðræðum um aðild að ES að undanförnu, segir í ritstjórnargrein Landsbygdens Folk.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.