Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 12
Efri-Brunnastaðir á Vatnsleysuströnd. Við notuðum tímann á stíminu í land til að byrja að fleygja fiskinum upp á dekk. miklum myndarskap. Hafnaraðstaðan hafði batnað með árunum og var sæmileg þegar ég var á Ágústi. En það kom fyrir að við þurftum að flýja í vonskuveðrum til Njarðvíkur. Þar var góð aðstaða í land- shöfninni. Á Gulltoppi notuðum við tímann á stíminu í land til að byrja að fleygja fisk- inum úr lestinni upp á dekk. Síðan var landað með háfnum sem hékk í bómu í mastrinu. Bryggjan var svo lítil að það komst ekki nema einn bátur að í einu. Jón Gunnarsson fiskverkandi í Hafnarfirði keypti fiskinn af okkur og honum var ek- ið þangað á bílum. Fiskurinn var keyrður inneftir á næturnar af Jónasi Þórðarsyni og svo var farið á róður strax kl. 5 um morguninn. Hann svaf oft ekki nema þetta tvo tíma. Fiskurinn af Ágústi var hins vegar verkaður hér. Elín og F.yyert á Efri- Brunnastöðum. Þú hefur þá verið öllu meira á sjónum heldur en í húskapnum, eftir að þú kemst áfullorðinsár? Já, ég var um 30 ár á sjó, var á haust- vertíð frá því í ágúst og fram til jóla og svo vetrarvertíð frá því í endaðan janúar og fram á vor. Hvað voruð þið með flest fé eftir að þið komuð hingað? Það komst upp í 530 síðast áður en því fór að fækka á síðasta áratug. Við heyj- uðum úti um allt, úti í Vogum og hér inn um alla Strönd. Féð gekk svo héma uppi í afrétti, það er óhemju land hérna. Eftir að aðrir voru hættir með fé þá leitaði okkar fé enn lengra. Hvað er lengi verið að smala þetta á haustin? Við smöluðum venjulega þrjár smala- mennskur héma uppi í Hálsum og niður í Grindavík. Við ókum upp á Höskuldar- velli og upp í Dyngju og smöluðum þaðan niður í Grindavík, það var níu tíma leit. Þeir voru á hestum milli Hálsa en ekki eftir Hálsunum, við héðan vorum alltaf gangandi. Það hefur verið talað um að þetta land sé illa gróið, hvernig varféð á sig komið úr þessum afrétti? Illa gróið, þetta er orðið gjörbreytt frá því sem var þegar ég man fyrst eftir mér, það sér ekki á högum, grasið er í legum. Það er ekki til ofbeit á öllu þessu flæmi. Það er auðvitað margt af þessu sem verður aldrei haglendi, hvort sem það er friðað eða ekki. Það er búið að friða héma innan girðingar sem girðir af Reykjanesið hérna að sunnanverðu alla leið yfir í Grindavík. Það grær náttúrlega upp þar sem gras er og svo verður það bara sina og hún fer svo illa með jörðina, annað hvort verður að brenna hana eða beita hana í hófi. En erfok úr þessu landi? Það eru auðvitað til hér á svæðinu moldarflög sem getur fokið úr í þurrkum, en það er enginn uppblástur til héma. Það er verið að tala um þetta á Krísuvíkur- heiðinni, en þetta eru einhver gömul rofabörð sem Ómar Ragnarsson, frétta- maður, er að leita að. Nú hefur verið lagt kapp á það afhálfu hins opinhera aðfriða Reykjanesskagann og það hefur verið gert í því augnamiði að hæta þar gróðurinn. Þeir bæta hann ekkert, nema þeir aki mold á klappirnar og sái svo í. Og ef þeir ætla að fara að rækta skóg héma þá verða þeir að nota loftpressu til að bora ofan í klappimar. í geilunum milli klappanna sprettur alltaf, því að þar er djúpur jarð- vegur. Það er bara svo mikið af þessu klappir og apalhraun, allt hraunið sem liggur héma frá Stapanum og suður í Grindavík, það grær aldrei hvort sem það er girt eða ógirt og það er aldrei nein skepna á þessu. Er ekki víða djúpt á vatn hérna? Það er nóg vatn í afréttinum, uppi á Höskuldarvöllum og þar í kring, þar eru lækir. Og í Snorrastaðartjömum, beint upp af Stapahominu, þar er nóg vatn. Aftur þar sem gjár eru í hrauninu, þá er djúpt niður á vatn. Ef þú hendir steini þar þá heyrir þú þytinn lengi áður en hann S16 FREYR - 15-16*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.