Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 10
Siakkavík i Selvogi. Nei, en Gísli, bróðir móður minnar,
Myndin er tekin árið 1968. gerði út frá Herdísarvík. Þar voru þá gerð
út sjö skip, opin. Það sjást þar enn tættur
af verbúðunum. Hann átti þar eina búðina
og var þá með menn austan úr Ámes-
sýslu og víðar að á vertíð. Svo reri faðir
minn í mörg ár í Selvogi hjá Sveini
Halldórssyni. Hann var á opinni trillu.
Ég hef ekki haldið
meira upp á neina
konu en Hlín Johnson.
Hlín Johnson í útidyrum í
Herdísar\’ík.
Þið bjugguð þarna samtíða Einari
Benediktssyni, skáldi, og Hlín Johnson?
Ég hef ekki haldið meira upp á neina
konu en hana Hlín. Hún var hetja. Þau
flytja í Herdísarvík um 1934. Einar deyr
svo snemma árs 1940, en hún var þama
lengi eftir það.
Við hjálpuðum henni á vorin að smala
til að rýja og marka og svo aftur á
haustin, þegar hún var að farga. Á sumrin
hjálpuðum við henni með heyskapinn. Ég
var þá að vinna í Hafnarfirði en fór um
helgar að hjálpa henni, sló með orfi og
ljá. Það var gerði austast í Herdísarvík og
aðalheyskapurinn var þar. Þetta hafði
verið grætt upp með slori þegar útgerðin
var þama, bara borið á hraunið. Það er
grunnur jarðvegur þarna. Þama mátti
heyja unt 80 hesta.
En á veturna var hún í gegningunum
sjálf?
Já, hún var með þrjár kýr og ól upp
kálfana. Féð var aldrei meira en svona
rúmlega 200. Það gekk allt sjálfala. Þetta
er einstök jörð til beitar. Það gátu ekki
komið þeir vetur að það félli fé úr hor í
Herdísarvík. Það gerir fjaran. Það er svo
mikið þang og þari þama í Bótinni. En
þetta er að breytast. Sjávarkamburinn er
allur að fara og sjórinn að brjótast upp í
tjöm. Úr þeirri tjörn hefi ég fengið þann
besta silung sem ég hef borðað um
dagana. Hann var tekinn úr Hlíðarvatni
og þurfti að vera þarna í fjögur ár. Þá var
hann orðinn fimm pund. Hann er eld-
rauður og mjög bragðmikill.
Hafði Hlín ekki eitthvað afbörnum sínum
til að hjálpa sér þarna?
Það var ósköp lítið sem þau voru
þama, en Jón Eldon sonur hennar færði
henni vistir. Hún gaf honum Dodge
Weapon bíl, mjög sterkan og hann gat
farið þangað suður þó að það væri mikill
snjór og ófærð. Ég fór mörg kvöld með
honum og við komum ekki til baka til
Hafnarfjarðar fyrr en þetta klukkan eitt
og tvö á nætumar. Við fórum þá
Krísuvíkurleiðina frá Hafnarfirði.
Hvað bjó hún þarna lengi?
Hún fer upp úr 1950 og flytur þá í
Fossvoginn og var þar með einar tvær
kýr, heyrði ég. Ég held að hún hafi þó
viljað vera áfram í Herdísarvik, en það
var sjálfsagt erfitt.
Ég vorkenndi henni oft þegar ég var að
fara frá Herdísarvík að skilja hana eftir í
blindbyl og myrkri, háaldraða konuna.
En hún var ekki bangin við það.
Hvað réð því að þið flytjið?
Mæðiveikin var þá komin upp og það
var búið að girða fyrir Ámessýslu þama,
niður í sjó í Selvogi og yfir að Vatns-
enda. Svo bara kom veikin upp vestan
við. Auk þess sáum við að það var engin
framtíð í því að vera þama fyrir okkur
bömin sem vorum þarna að vaxa upp,
engin atvinna nema þessi búskapur sem
var afar torsóttur og erfiður.
Hvernig var byggð hérna þegarþið
flytjið hingað árið 1943?
Það var búið á hverri jörð eða grasbýli
hér á Vatnsleysuströndinni, en í Vogun-
um var lítið þéttbýli farið að myndast.
Það var róið frá hverjum bæ á trillum
alveg inn að Vatnsleysu. Þær voru aldrei
teknar á land alla vertíðina en þetta voru
allt upp í fimm tonna trillur. Bændur
keyptu grimmt trillur úr Grindavík, þegar
flotinn var stækkaður þar.
Þessi útgerð gekk vel, það varð aldrei
skipsskaði hér eftir að við fluttum hing-
að. Menn söltuðu allan fiskinn sjálfir og
þurrkuðu og seldu hann síðan kaupmön-
num.
Tókuð þið svo upp þráðinn með fjár-
búskapinn hér á Brunnastöðum?
Nei, ekki nema að litlu leyti. Við
keyptum hér 50 kindur af manni en um
514 FREYR- 15-16'94