Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 9
H KMífíit TindíióÍ! Her d ísar y ik uff jaH StaKWavfkurhraun H/iðarvatn ' & 38S Æsuóúðir G< rtahlið Arnarfell ústeinn Hvit.sk eggs Herdísarvíl urhraun Rauðhótl ;rísuvík suvíkurbeiði Alnbogi 'eldborg a*n‘nyur Strandarh Krísuvíkurhraun Gyendorhéllir StrandarkirkjQ (Sóther Þorkeisgt u'mabær mosa og þegar gaddað var þá var gott að labba þama, en aftur þegar mosinn var mjúkur þá var þyngra að fara þama um. Ég man sérstaklega eftir fjárrekstri eitt haustið. Guðmundur í Nesi í Selvogi hafði lagt af stað daginn áður með sinn rekstur, en við fórum þennan dag út í Krýsuvík og ætluðum að nátta okkur þar. Ég hafði þá aldrei áður farið þessa Krýsuvíkurleið. En það var dálítill snjór á fjallinu enda komið fram að vetumáttum, eftir hrútarétt. Við vorum með 30 sauði og 20 löntb. Á þessunt tíma bjó Magnús Ólafsson í Krýsuvík í koti rétt hjá kirkjunni. En hann var ekki heima, svo að við tókum bara úr glugga og skriðum inn til að sofa um nóttina, en við vorum með mat með okkur og prímus. Klukkan sjö um morg- uninn leggjum við af stað og þá er hann kominn á norðaustan og fok og einn hest- urinn strokinn. Það tafði okkur á annan klukkutíma að elta hann uppi. Þegar við komum að Nýjabæ, þá hittum við Magnús Ólafsson og játuðum upp á okkur húsbrotið, en hann fyrirgaf okkur það strax. Við héldum svo áfram en þá skall á bandvitlaust veður, stormur og snjókoma og óstætt og við villtumst og vorum að hrekjast þetta allan daginn og komumst svo loks aftur í Nýjabæ klukkan eitt um nóttina hundblautir og hraktir. Magnús hafði nóg að gera alla nótina að kynda og þurrka fötin okkar. Svo morguninn eftir var kominn útsynnings éljagangur og ég gleymi aldrei hvað mér var kalt þegar ég var að fara í leppana um morguninn, og að koma svo út í kuldann, svona ruddagarra. Svo rekum við af stað og vorum sjö tíma frá Krýsuvík og niður í Hafnarfjörð. Þriðja daginn rákum við svo féð frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og þegar við komum niður á Lækjartorg á leið að Tjöminni en þar var Nordal með sitt slát- urhús, þá tryllist einn sauðurinn algjör- lega. Hann fer yfir einn bílinn sem þar stóð og Sigurður Gíslason yfirlög- regluþjónn, hann keyrir á eftir honum á mótorhjóli og annar á lögreglubíl og þeir ná sauðnum uppi í Öskjuhlíð og koma með hann í lögreglubílnum niður í slát- urhús. Þessi kraftur var í sauðnum eftir þriggja daga rekstur og á pörtum í um- brotafærð. En þegar bílamir komu og fóru að pípa þá varð hann albrjálaður. Þetta gerðist rétt fyrir 1940. Þetta er túr sem ég gleymi aldrei, það var Ijóti túrinn. Þeir sem yngri eru mættu vita af því að þetta máttu menn leggja á sig töluvert fram á þessa öld í lífsbaráttunni. En það trúir þessu ekki, þetta er bara karlagrobb í augum unga fólksins og það er svo sem ósköp eðlilegt. Heyskapurinn í Stakkavík? Við heyjuðum á eyðijörð sem heitir Hlíð og var hinum megin við Hlíðar- vatnið. Þar fengum við um 90 hestburði sem varð að binda og flytja á bát yfir vatnið og bera síðan heim í hlöðu. Svo vorum við uppi um öll fjöll að heyja hvar sem nokkra tuggu var að hafa. Maður lá þá við í tjaldi. Það þótti góður sláttumaður sem sló einn kapal á dag. Svo varð maður að reiða þetta heim, allt upp í þriggja tíma lestarferð. Það voru ágætis slægjur sums staðar, t.d. inni í Stóra-Leirdal, inni í Grindar- skörðum. Þar mátti heyja 50 hesta á ein- um stað. Það var á margra ára sinu. Og féð gekk auðvitað á þessu. Þetta var tölu- vert beitilyng og grávíðir og það var mjög góð lykt af þessu, þegar búið var að þurrka það, en þetta var létt fóður. Stunduðu þið ekki sjóróðrafrá Stakkavík? Kort af ceskuslóðum syst- kinanna frá Stakkavík, síðar á Efri Brunnastöðum. Þegar bílarnir komu og fóru að pípa varð sauðurinn albrjálaður. Það þótti góður sláttu- maður sem sló einn kapal á dag. 15-16*94 - FREYR 513

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.