Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1994, Blaðsíða 13
lendir í vatni, en það er líka vatn neðst í þeirn öllum. Rétt fyrir ofan íslandslax, vestan við Grindavík, er t.d. gjá með beljandi vatni í. Það sést líka hér niður við sjó á stór- straumsfjöru að það rennur þar óhemju vatn til sjávar á köflum. Þetta er kallað fjöruvatn og er ósalt. Þið ákveðið svo að stórfœkkafénu. Já, við erum að fullorðnast og svo er ekki góð aðstaða að vera með fé héma. Þetta eru erfiðar smalamennskur, en það er vænt fé héma núorðið, en áður var féð rýrt, því að það var of margt í högum, það skipti þá þúsundum. Og svo voru hrossin líka. Það voru yfir 100 hross hér í hreppnum sem gekk inni í Hálsum og Völlum. Nú eru hér örfá hross. Nú er engin kind á Vatnsleysu og engin í Hvassahrauni. Það er aðallega héma það sem eftir er á Ströndinni. Hins vegar er dálítið af fé í Grindavík, þó að það sé mikið minna en það var. En þetta eru rosknir menn sem eiga það og eftir 5-7 ár verður ekki nokkur kind hér á Skaganum. Þá verða þeir gömlu hættir og það byrjar enginn ungur maður með kindur hérna. Við megum vera með 70 fjár og erum með það í hólfi héma og svo eru tveir aðrir fjáreigendur héma með þetta 15 til 20 kindur hvor. Þið eruð þá sátt við að búskapur sé að leggjast afltér um slóðir? Það er náttúrulega sjálfgert þegar menn eru hættir að geta smalað og það eru engir nýir menn sem taka við. Svo er annað hitt að það er litið óvinsamlega á það að vera með landbúnað héma. Hins vegar höfum við stundað dálítið kartöflurækt, en hún gengur misjafnlega, eftir árferði. Svo vorum við á tímabili með svínarækt. Það gekk nokkuð vel en við vorum ekki með nógu góða aðstöðu fyrir svínin. Efþeir œtla að fara að rœkta skóg þá verða þeir að nota loftpressu til að bora ofan í klappirnar. Matthías Eggertsson rœðir við Eggert á Efri- Brunnastöðum. (Ljósm. Valur Hvaða búskapur er annars stundaður í Vatnsleysustrandarhreppi? Það er náttúrulega Nesbúið, sem er eitt stærsta hænsnabú á landinu. Það eru dugnaðarmenn sem reka það. Svo er Þor- valdur í Síld og fisk aðalmaðurinn, með langstærsta svínabú hér á landi, hann hefur oft verið stærsti sk.attgreiðandi á íslandi og er líklega bara stoltur af því. Svo er hér eitt loðdýrabú sem Jakob Ámason á og rekur. Fyrir nokkrum árum var farið í gang með fiskeldi héma, Vogalax, en það varð gjaldþrota. M F Þorvaldsson). MOU1R Minni kornuppskera í Rússlandi Búist er við að komuppskera í Rússlandi á þessu hausti, 1994, verði 20% minni en haustið 1993, eða 80 milljón tonn, miðað við 99 milljón tonn árið áður. Þessar upp- lýsingar koma frá opinberum þar- lendum aðilum. Engar ástæður eru nefndar fyrir þessum samdrætti en þeir sem þekkja til ástands í rúss- neskum landbúnaði telja að skýringa sé að leita í lélegu skipulagi, rán- yrkju á landi og vaxandi mengun. Ekki er búist við því að þjóðin hafi ráð á að flytja inn allt það kom sem þarf til að brauðfæða þjóðina, en heildarþörf hennar fyrir kom er 125 milljón tonn á ári. Árið 1992 fluttu Rússar um 26 milljón tonn af komi en árið 1993 aðeins um 10 milljón tonn. (Bondebladet, nr. 29/30, 1994). Vissir þú að jarðsamband spennugjafa fyrir rafgirðingar þarf að vera í samræmi við afl spennu- gjafans. Gallagher M1500 spennugjafinn þarf jarðsam- band sem í er a.m.k. 6 m af 3/4tommu galvaniseruðu röri. r^TjTf^kþrjfiJþ^jfíffífT^ byggingavörur Sauðárkróki. Sími: 95-35200 15-16*94 - FREYR 517

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.