Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 9
Fólk úti á landi eygir þama nýja möguleika til þess aö geta búiö heima í sínu héraði. En auövitaö getur handverk í fæstum tilfellum oröiö aöalstarf, en þetta er aukabúgrein sem gæti verið nóg til þess aö fólk lifi af. Mér finnst oft gæta tómlætis meðal bændaforystunnar á þessu viö- fangsefni. Þaö hafa aö vísu fengist styrkir í gegnum Smáverkefnasjóö til þess aö hjálpa sumu af þessu fólki af staö, en ég tel aö það þurfi aö sýna því einnig mór- alskan stuðning og áhuga, s.s. meö því aö fylgjast meö þróuninni á þessu sviöi. Þaö er svo mikilvægt að þetta fólk finni vel- vilja frá forystunni. Hugmyndimar spretta ekki endilega upp innan um margmennið heldur kannski meira í fámenninu þar sem náttúran er nær, segir Elín. Eg er nú búin aö vinna mikió með kon- um og veit aö þær þurfa ekki háar upp- hæöir til þess aö komast af staó og þar hefur starf Smáverkefnasjóös komið aö góðum notum. Tvö til þrjú hundmð þús- und krónur geta oft á tíðum gert kraftaverk og hrint heilmikilli skriöu af stað. Hér á Norðurlandi eru nokkrir hópar kvenna starfandi, Heimaiöjan á Blönduósi í A.-Húnavatnssýslu, Ahugahópur um alþýðulist í Skagafjaröarsýslu, Hagar hendur Eyjafjarðarsýslu, Handverkskonur milli heiða í S.-Þingeyjarsýslu og Heima- öx í N.-Þingeyjarsýslu. Það sem mér finnst helst standa hand- verki og smáiðnaði fyrir þrifum er hönn- unarþátturinn eöa réttara sagt skortur á honum. Allt slíkt kostar mikið fé og fólk sem er aö koma á fót smáiðnaði í sveitum hefur ekki bolmagn til aó kaupa dýra hön- nun. Þess vegna finnst mér aö ef stjómvöld og aðrir sem málum ráða hafa áhuga á að styöja þennan vísi að smáiðnaði sem virðist vera að vaxa í sveitum, þá sé það helst meö því að styöja viö hönnun og svo að aðstoða viö markaðssetningu og þaö aö koma vömnni á framfæri, sagöi Elín Antonsdóttir að lokum. J.J.D. Guðrún Hadda Bjarnadóttir frá Akureyri sýndi aðferðir við að jurtalita ís- lenskt band. Ljósm. E.A. Sigrún söðlasmiður við vinnu sína. Ljósm. E.A. MOMR Jurtavarnarefni til reynslu í ES Danir leggjast gegn tillögu sem lögð hefur verið fram innan ES um reglur um notkun jurtavamarefna, segir í danska búnaðarblaðinu Lands- bladet. Grikkir hafa lagt fram tillögu um að ný efni skuli fá fimm ára reynslutíma þó að ekki liggi fyrir niðurstaða um áhrif þeirra á grunn- vatnið. Á reynslutímanum á að afla þessara upplýsinga. Ef efnið mælist undir leyfilegum mörkum, sem eru 0,1 mikrogramm í lítra vatns, þá framlengist leyfið til notkunar um ný fimm ár. Talsmenn danskra vatnsveitna og umhverfisstofnana líta svo á að til- lagan sé óaðgengileg, þar sem ekki megi taka áhættu sem þessa. Jafn- framt segja þeir að bóndinn sitji uppi með hina siðferðilegu ábyrgð ef illa fer. 17'94 - FREYR 553

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.