Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 33

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 33
Fulltrúar og gestir hlýða á rœðu formanns. Fremst á myndinni, meðfmgur á vör, er Gunnar Steinn Pálsson, en á honum hefur hvílt meginvinnan við gerð auglýsinga um íslenskan iandhúnað sem hirst hafa á síðasta ári og þessu. og að varan standist ýtrustu kröfur um gæði og verð. Kaupendur á hágæðamarkaði eru ekki í góðgerðarstarfsemi, þeir eru að borga fyrir viðbótargæði. Ef við ætlum að standa okkur á þessum vettvangi og uppfylla vænt- ingar innlendra og erlendra kaup- enda þarf til að koma gæðastjómun allan ferilinn frá sáningu á borð neytandans eða eins og ég hefi áður orðað það „frá jörðu til borðs“ Mikilvægt er að hafa í huga að hér er um að ræða langtímaverkefni sem leysir ekki vanda dagsins í dag, heldur gæti farið að skila sýnilegum árangri eftir 3 - 7 ár. Að undanfömu hefur ný þekking verið að koma fram í dagsljósið sem færir okkur sönnur um tengsl mat- aræðis og heilsu. Segja má að á síð- ustu fimm til tíu árum hafi verið að koma í ljós að það er fjölbreytni fæðunnar og hreinleiki sem mestu skiptir. Nú er boðorðið að borða ekki of mikið af neinu en heldur ekki of lítið. Mataræðið þarf að vera í jafn- vægi. Það er með öðrum orðum ekki lengur óhollt að borða og við meg- um borða allt. Fyrri kenningar um tengsl á milli neyslu harðrar dýrafitu og hjarta- og æðasjúkdóma virðast ekki á rökum reistar. Þvert á móti bendir allt til þess að harða dýrafitan hafi verið höfð fyrir rangri sök um áratuga skeið og hefur verið haft á orði að um sé að ræða stærstu rannsóknarmistök innan læknisfræð- innar á þessari öld. Á undanfömum áratugum hefur krafan um lægra matvælaverð verið nær allsráðandi í hinum þróaða hluta heimsins. Hefur það sett mark sitt á þróun alla, allt frá frumvinnslunni til markaðssetningarinnar. Matvælaframleiðslan er orðin að stóriðju þar sem lögmál verksmiðju- framleiðslunnar ráða ferðinni og er nú svo komið að í mörgum löndum er leitun að mat sem neytendur geta treyst að innihaldi heilnæmt og gott hráefni. Frá stríðslpkum hefur notkun hjálparefna í landbúnaði, svo sem skordýraeiturs, illgresiseyða, fúkka- lyfja og hormóna margfaldast og sama er að segja um notkun auka- efna í matvælaiðnaðinum. I dag er t.d. notað 35 sinnum meira af fúkka- lyfjum í matvælaiðnaði í Bandaríkj- unum en í heilsugæslunni. Samfara iðnaðarmengun hefur þessi þróun leitt til framleiðslu matvæla sem til langs tíma litið geta verið skaðleg heilsu manna. Á ráðstefnu um tengsl mataræðis og heilsufars sem haldin var á Hótel Sögu 11. ágúst sl. á vegum bænda- samtakanna og Náttúrulækningafé- lagsins og var mjög fjölsótt, kom m.a. fram að með réttu mataræði og lífsstíl má koma í veg fyrir allt að 90% hættulegra sjúkdóma, svo sem krabbameins og hjartasjúkdóma. í þessu sambandi er það hreinleiki matvælanna sem skiptir höfuð máli. Jafnframt skipta þessir þættir miklu máli við eftirmeðferð sjúkdóma. Menn eru að vakna upp við þann vonda draum að lægra matarverð hefur verið keypt með verra heil- brigðisástandi almennt og dýrari heilbrigðisþjónustu. Að undanförnu hafa augu manna hér á landi m.a. verið að opnast fyrir því að það heilbrigðiskerfi sem við búum við og höfum álitið mjög full- komið sé e.t.v. fremur „sjúkrakerfi“ en „heilbrigðiskerfi", miklu meira þurfi að huga að fyrirbyggjandi að- gerðum en hingað til hefur verið gert. Allt sem ég hefi hér að framan rætt um að vinna framleiðslu okkar sess á hágæðamörkuðum undir for- merkjum hreinleika og heilnæmis byggir á hreinleika íslenskrar nátt- úru. Þetta kallar á það að bændur taki forustu í umhverfismálum hér á landi. Takist ekki að vemda náttúruna getum við ekki á trúverðugan hátt markaðsett búvörur okkar undir merkjum hreinleika og hollustu. Engir eiga meira undir því að vemda náttúruna en bændur og það eru gömul og ný sannindi að þeim er best treystandi til þess að gæta auðlindanna sem lifa á þeim. Það er meðal annars til þess að 17'94-FREYR 577

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.