Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 32
um viðræðum svo að tryggt sé að hagsmunir hans verði ekki fyrir borð bomir sökum ónógrar þekkingar. Tengsl Islands við Evrópubanda- lagið hafa verið mikið á dagskrá að undanförnu. Ég álít að breyting EES-samn- ingsins í tvíhliða samning við ESB sé vænlegasta lausnin í því máli. Að mínum dómi er fráleitt að við lokum okkur innan tollmúra bandalagsins með því að gerast fullgildir aðilar að því. Við eigum hins vegar að skoða vandlega þá möguleika sem kunna að felast í einhvers konar fríverslun- arsamningi við NAFTA og auknum viðskiptum við lönd í Asíu. Lega landsins býður upp á margvíslega möguleika á viðskiptasviðinu sem lítið sem ekkert hafa verið nýttir ennþá. GATT-samningurinn. Samningar tókust í GATT-við- ræðunum í desember 1993 eftir nær 7 ára samningaþóf. Megin atriði samningsins sem snerta landbúnað- inn er að innflutningur búvara verð- ur frjáls nema þar sem heilbrigðis- reglur takmarka, en heimilt verður að leggja á jöfnunartoll, þ.e.a.s. svo- kölluð tollaígildi sem mega nema mismun á meðalheimsmarkaðsverði viðmiðunaráranna 1986-1988 og heildsöluverði innanlands. Akvæði eru um lágmarks innflutn- ing og lækkun tollaígilda, útflutn- ingsbóta og innra stuðnings á að- lögunartímanum sem er 6 ár. Enn er óljóst hvort GATT-samn- ingurinn tekur gildi 1. júlí 1995 eða l.janúar 1996. Allt er á huldu um það hvemig íslensk stjómvöld taka á fram- kvæmd samningsins, hvemig beitt verður heimildum um álagningu tollaígilda og hvemig staðið verður að framkvæmd lágmarks innflutn- ings. Agreiningur virðist vera um það hvort þau ákvæði um forræði varð- andi innflutning búvara sem sam- þykkt voru á Alþingi í dsember sl. gildi varðandi GATT-samninginn og núverandi utanríkisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að ástæðu- laust sé að beita heimildum um álagningu tollaígilda nema takmark- að. Stjórn Stéttarsambandsins hefur krafist þess að stjórnvöld marki skýra stefnu í afstöðu sinni til útfærslu á niðurstöðum GATT- samningsins hið fyrsta þannig að landbúnaðurinn og atvinnulíf honum tengt viti sem gleggst hver staðan er og hægt verði að taka ákvarðanir varðandi stefnumörkun í málefnum landbúnaðarins í framhaldi af því. Ég tel þá niðurstöðu sem nú er orðin í GATT-viðræðunum jákvæða og að hún muni stuðla að raunhæfari verðmyndun á búvörum á alþjóða- markaði. Ég tel einnig að hinn nýi GATT-samningur muni ekki koma í veg fyrir að hér geti þrifist blómleg- ur landbúnaður á komandi árum ef íslensk stjómvöld standa að fram- kvæmd hans af viðsýni og skilningi. Til móts við framtíðina Eins og ég hefi rakið hér að fram- an á landbúnaðurinn að baki tímabil mikilla breytinga. Enda þótt þessum breytingum sé hvergi nærri lokið er nauðsynlegt að staldra við og meta hvaða kostir eru framundan og hvaða leið menn vilja fara til þess að ná settu marki. Enginn vafi er á því að hreinleiki íslenskrar náttúru, vistvænir og lífrænir búskaparhættir og heilnæmi íslenskra búvara eru þau tromp sem bændur hafa á hendinni. Frá því á sl. hausti hefur mikið starf verið unnið á vegum bænda- samtakanna, landbúnaðarráðuneytis- ins og RALA við að afla gagna um það, hvaða kröfur eru gerðar á al- þjóðavettvangi um vistvæna og líf- ræna framleiðslu. Hefur Baldvin Jónsson unnið að þessu verkefni á vegum bændasam- takanna, jafnframt því sem hann hefur aflað upplýsinga um markaðs- möguleika slíkrar framleiðslu er- lendis. Eftirspurn eftir vistvænum og líf- rænum afurðum fer nú ört vaxandi í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan á meðal þjóðfélagshópa sem hafa mikla kaupgetu og er verðlag slíkra matvæla verulega hærra en annarra. Reynslan sýnir okkur að við höf- um við núverandi aðstæður ekki að- stöðu til þess að keppa á hinum svo- kallaða heimsmarkaði með búvörur okkar og komum líklega seint með að vera samkeppnisfærir á honum. Þrátt fyrir GATT-samninginn verður þar áfram undirboðsmarkað- ur, þar sem ekki var í þessari lotu samið um nema þriðjungs lækkun á útflutningsbótum og niðurgreiðsl- um. Við þurfum hins vegar að skoða mjög vel hvort við eigum möguleika á hinum sérhæfðu mörkuðum þar sem gæði og hreinleiki matvæla eru metin umfram annað. Við megum ekki láta undan þeirri miklu pressu sem er á lækkun matarverðs þannig að það komi niður á gæðum vörunn- ar. Þvert á móti eigum við að auka gæðin og á þann hátt að mæta óskum markaðarins hér heima og erlendis. Nú er á vegum landbúnaðarráðu- neytisins unnið að því að setja sam- an íslenskan staðal fyrir lífræna framleiðslu. Þegar þessi staðall hef- ur hlotið viðurkenningu alþjóðasam- taka á þessum vettvangi er kominn grundvöllur til að meta hver staða íslenskrar búvöruframleiðslu er nú með tilliti til slíkra krafna og jafn- framt hverju þarf að breyta í nú- verandi framleiðsluháttum til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Jafnframt er þá kominn grund- völlur til þess að meta hvað slíkar breytingar kosta og um leið hag- kvæmni þess fyrir einstaka bændur eða landbúnaðinn í heild að aðlaga sig að þeim. Margt bendir til þess að vegna aðstæðna hér á landi sé leiðin fyrir íslenskan landbúnað til þess að aðlaga sig slíkum kröfum styttri en fyrir landbúnað annarra landa í okk- ar heimshluta. Engu að síður yrði það mikið átak fyrir landbúnaðinn í heild eða hluta hans að gera slíkt. Enda þótt gæði og heilnæmi ís- lenskra búvara séu mikil er margt sem á skortir í framleiðslu, vöruþró- un og markaðssetningu þegar um er að ræða að keppa á hágæðamörkuð- um. Bændur hafa fram til þessa haft tilhneigingu til að framleiða eitthvað sem aðrir eiga að selja. Við verðum að venja okkur af þeirri hugsun að útflutningur búvara sé í því fólginn að losna við umframframleiðslu og leysa vand- ræði. Við þurfum að fara að fram- leiða til útflutnings ef mögulegt á að vera að ná árangri á því sviði. Enda þótt þekkingarstig í úr- vinnsluiðnaðinum sé mjög hátt, sér- staklega í mjólkuriðnaðinum, þá skortir alltof víða þá hagræðingu, þjálfun og fæmi sem nauðsynleg er til þess að fyllsta hagkvæmni náist 576 FREYR- 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.