Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 26
Þá er það vitað að ýmsir eru til- búnir að nýta sér þá auknu mögu- leika á innflutningi búvara sem eru að opnast. Þeirra hagur er ekki sterkur samstilltur landbúnaður. Skiptar skoðanir. Fram hefur komið að í bændastétt- inni eru ekki allir á eitt sáttir í sam- einingamálum. Slíkt er út af fyrir sig að vonum þar sem um viðkvæm og vandasöm mál er að ræða. Því er haldið fram að með sameiningu Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bandsins sé verið að draga úr mögu- leikum bænda til að hafa áhrif í eigin málum. Það er misskilningur ef menn halda að það margbrotna kerfi sem við nú búum við tryggi betur áhrif kjörinna fulltrúa en ein- faldara skipulag. Þvert á móti tel ég að það flæki málin, tefji ákvarðanir og kalli þar af leiðandi á aukið frumkvæði ráðinna starfsmanna. Á það ber einnig að líta að skila- boð frá grasrótinni til þeirra sem fara með stjórn hverju sinni eiga sér miklu greiðari leið en áður. Bættar samgöngur valda því að auðveldara er að sækja fundi um langan veg og blöð og ljósvakamiðlar standa mönnum opnir. Ég legg áherslu á að í umræðum um þessi mál þurfum við að gæta okkar á því að lenda ekki í skækla- togi og missa sjónar á aðal- atriðunum. Ég tel að það skipti afar litlu máli fyrir framtíð landbúnaðar á Islandi hvort fulltrúar á aðalfundi nýrra samtaka verða 36 eða 39 og hvort stjómarmenn verða 7 eða 9. Hvað samtökin eða aðalfundur þeirra heita er líka minni háttar mál í mínum huga. Það sem máli skiptir er að gras- rótin hefur talað. Bændur krefjast þess að samtökin verði sameinuð og það er hlutverk okkar sem hér erum saman komin að sjá til þess að svo verði. Góðir fundarmenn! Mér hefur orðið tíðrætt um sam- einingarmálið. Fyrir því eru aug- ijósar ástæður. Hér er um að ræða eitt mikilvægasta mál sem aðalfund- ur hefur fjallað um í langan tíma. Mér þótti rétt, þegar í upphafi fund- ar, að gera grein fyrir þeim sjónar- miðum sem liggja til grundvallar afstöðu okkar sem sitjum í sam- einingamefndinni af hálfu Stéttar- sambandsins. Sérstök umræða verð- ur um málið síðar í dag og á morgun og gefst þá færi til þess að útskýra nánar þá þætti sem enn kunna að vera óljósir. Mun ég næst víkja að nokkrum þeirra mála sem Stéttar- sambandið hefur fjallað um á liðnu starfsári, fjalla almennt um stöðu landbúnaðarins og afkomu bænda. Starf Stéttarsambandsins. í skýrslu sem ykkur var send fyrir fundinn er gerð grein fyrir starfi Stéttarsambandsins á liðnu starfsári, framleiðslu og sölu búvara og helstu atriðum sem snerta framkvæmd búvörusamninga. Einnig eru skýrsl- ur einstakra búgreinafélaga meðal fundargagna aðalfundarins. Því mun ég tímans vegna ekki fara út í stöðu einstakra greina og aðeins víkja að örfáum þeirra mála sem fjallað er um í skýrslu um störf Stéttarsam- bandsins. Lífeyrissjóöur bœnda. Eins og aðalfundarfulltrúum er kunnugt hætti ríkissjóður greiðslu mótframlags til sjóðsins vegna ann- arra búgreina en nautgripa- og sauð- fjárræktar frá l.janúar 1993. Að mati Lagastofnunar Háskóla íslands er ekki lögmætt að teknar séu út tvær búgreinar og mótframlag ríkissjóðs bundið við þær, það sé skýlaust brot á jafnræðisreglum. Til þess að leysa það vandamál sem hér er komið upp og tryggja jafnræði milli búgreina lagði stjóm Stéttarsambandsins til við afgreiðslu fjárlaga á sl. hausti að mótframlag verði framvegis greitt fyrir allar búgreinar á þann hátt að 150% álag verði greitt á innkomin iðgjöld bænda til sjóðsins ár hvert. Slíkt fyrirkomulag hefði ekki í för með sér umtalsverðan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Nefnd á vegum stjórnar Lífeyris- sjóðs bænda hefur nú lokið end- urskoðun á lögum sjóðsins og er þess vænst að frumvarp til breytinga á lögunum verði lagt fyrir Alþingi í haust. í tillögum nefndarinnar er lagt til að lögfest verði það fyrirkomulag á greiðslu mótframlags sem ég hefi hér að framan lýst. Jafnframt leggur nefndin til að makar bænda verði ekki lengur skyldaðir til að vera aðilar að sjóðnum ef þeir eru ekki aðilar að búrekstrinum og eru full- gildir aðilar að öðrum lífeyrissjóði. Bjargráðasjóður. Tryggingamál landbúnaðarins hafa verið til umfjöllunar á undanförnum aðalfundum, þar á meðal hlutverk og framtíðarskipan Bjargráðasjóðs. Þær breytingar sem orðið hafa í landbúnaðinum á síðustu 2-3 ára- tugum gera það að verkum að sú tryggingarvemd sem sjóðurinn veitir fullnægir ekki þörfum bænda á því sviði og hafa þeir í auknum mæli þurft að leita til tryggingarfélaganna um viðbótartryggingar. Slíku kerfi fylgir óeðlilegur kostn- aður og í ýmsum tilvikum tvítrygg- ing. Aðalfundur 1991 lagði til að Bjargráðasjóði yrði breytt í deildar- skiptan stóráfallasjóð og gjaldtaka til hans lækkuð. Að auki skyldu bændur kaupa þær tryggingar sem þeir teldu sig þurfa til viðbótar á al- mennum markaði. Stjóm Stéttarsambandsins hefur lagt áherslu á að vinna þessum hugmyndum framgang og er þess vænst að frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum sjóðsins verði lagt fyrir Alþingi í vetur. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. náðist sá áfangi að gjaldtaka til Bjargráða- sjóðs var lækkuð um helming og var verklagsreglum sjóðsins breytt til samræmis við það. Stjóm Stéttarsambandsins er nú að láta útbúa upplýsingarit um trygg- ingamál landbúnaðarins sem vonast er til að auðveldi bændum að átta sig í þeim frumskógi sem þau eru. Forfallaþjónusta Engin lausn hefur fundist á því hvemig framkvæma megi ákvæði laga þeirra um forfallaþjónustu í sveitum sem samþykkt voru á Al- þingi 1992. Óll búgreinafélög, önnur en félög loðdýrabænda og sauðfjárbænda, hafa nú sagt sig frá forfallaþjón- ustunni. Nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lögbund- innar þátttöku í forfallaþjónustu í 570 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.