Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 22

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 22
asti fjársjóður hvers fjárbónda er góðir og rúmir sumarhagar. Það er skoðun mín að við megum aldrei ganga lengra í notkun beitilands en það, að nýtt sé allt að hálfum ársvexti beitarplantna í tíðarfarslegu meðalári. Með því ætti að vera tryggt að ekki sé gengið á höfuðstól plantnanna, en það verður að teljast grundvallarsiðgæði gagnvart náttúr- unni. Ég tel að ásamt siðlátri tillit- semi við náttúruna, sé varðveisla beitilands og vernd gróðurs undir- staða efnahagslegrar hagsældar í sauðfjárbúskap. Þær afurðir, sem nást ekki í sumarhögum vegna fjölda fjár eða lélegra skilyrða, fást hvergi annars staðar, nema með beinhörðum auknum útgjöldum, hversu vel sem sauðkindin er fram- gengin á vori. „Blessað veri grasið, sem blíðkar reiði sandsins, grasið sem græðir jarðarmein.“ Snorri Hjartarson. Ég kem þá að samskiptum mínum og Landgræðslu ríkisins. Þau hefjast raunverulega árið 1990, þegar Land- græðslan bauð mér, eins og öðrum bændum á uppfokssvæðum, sam- starf um uppgræðslu heimalanda, með því að leggja fram áburð til helminga á móti viðkomandi bónda, og þar að auki 10 þús. kr. á tonn, sem þátttöku í flutnings- og dreif- ingarkostnaði. Lagt er til að bomir séu 6-8 pokar á ha, þegar um ný- sáningu er að ræða, en 3-5 pokar á eldri uppgræðslur og áburðardreif- ingu lokið um miðjan júlí. Gerður er árlega samstarfssamningur um verk- efnið. Árið 1993 gerðu 120 bændur slíka formlega samninga við Landgræðsl- una, og landið sem tekið er til upp- græðslu með þessum hætti er a.m.k. 1000 ha. Fulltrúar Landgræðslunnar hafa tjáð mér að áhugi bænda sé geysimikill og mundi auðveldlega vera hægt að tvöfalda þátttökuna, ef fjármunir væru fyrir hendi. Énnfremur telja þeir, að víðast hvar hafi náðst mjög góður árangur, og leggja áherslu á að öll vinnubrögð bænda séu til fyrirmyndar. Ég er sannfærður um að með þessu fram- taki steig Landgræðslan mikilvægt og heillaríkt spor, ásamt því að gera samning við bændur um dreifslu á áburði og fræi Landgræðslunnar á afréttum, þar sem því verður við komið, og skerpa með því áhuga og ábyrgðartilfinningu þeirra gagnvart landinu. Ég get vart hugsað mér betra hlut- skipti en fá að taka í hlýja og gróðurvæna hönd Landgræðslunnar, sem rétt er fram til þessa verkefnis. Góðir áheyrendur, ég kem nú að lokaþætti máls míns. Hvað sjáum viði framundan? Á fögrum septemberdegi á liðnu hausti heimsótti ég Gunnarsholt á Rangárvöllum, aðalsetur Land- græðslu ríkisins. Þar sýndu og skýrðu vísindamenn staðarins allt sem þar var að gerast, úti og inni. Það sem vakti hvað mesta athygli mína og aðdáun var eftirfarandi: 1. Hefting sandburðarins mikla niður Rangárvelli. Trúlega gætu allar þjóðir heims verið stoltar af því þrekvirki. 2. Ræktun á annað hundrað tonna af ýmsum tegundum fræs, til land- græðslu, þar sem ræktunin tekur mið af vísindalegum niðurstöðum um aukið afurðamagn og þol- gæði. 3. Sá merkilegi árangur þessa vís- indastarfs, að nú er flutt fræ af Beringspunti frá Gunnarsholti til gamla heimalandsins, Alaska. Fræið héðan er talið afurðameira og þolnara. 4. Að mörgum þáttum landgræðslu, svo sem vitneskju um ástand lands og endurheimt gróðurs, standa íslendingar jafnfætis öðrum þeim þjóðum, er best vita og gera. í sumum tilvikum standa þeir flestum framar að reynslu. 5. Að Landgræðslan hefur í sam- starfi við Skógrækt ríkisins, Rannsóknastöðina á Mógilsá, Rala og Kanadaríki, plantað 160 þúsund Alaskaöspum í túnið í Gunnarsholti. Þar er verið að kanna, hver áhrif slíkar skógar- reitir, á svo víðfeðmu flatlendi, hafi á veðurfar og fleiri um- hverfisþætti. Þetta sem nú hefur verið nefnt, ásamt fjölmöru öðru, sem ekki vinnst tími til að skilgreina, styrkir þá skoðun mína, að við íslendingar eigum erindi í umræðu heimsins um umhverfismál. Umræðu um tillífgun og vöxt gróðurmoldar, því án hennar varðveitist enginn jarðvegur. Þar getum við skýrt frá reynslu okkar, m.a. um það hvernig hægt er að rækta örfoka land. Á fimm tuga afmælisári lýðveld- isins á ég mér þá ósk og vilja um þessi efni: * Að okkur takist fyrir aldamót að snúa vöm í sókn vaxandi gróður- lendis. * Að reynsla okkar og víðtæk vís- indaleg þekking í þessum efnum tali trúverðugri röddu til heims- byggðarinnar og íslenskt starf og reynsla verði þannig leiðbeinandi fyrir þjóðir heims. Hér er einnig um að ræða þann mikilvæga þátt að ala upp æsku okkar við það leiðarljós að trúa á landið. * Að í Gunnarsholti rísi upp al- þjóðleg rannsóknarstöð í land- græðslu, þar sem vænta megi að Sameinuðu þjóðirnar leggi fram vísindalegt og fjárhagslegt lið til uppbyggingar og starfrækslu. Það mundi efla möguleika okkar til mun stærri átaka í landgræðslu. Til þess að þetta megi verða þarf heilan hug og djarfan. Við verðum hvert og eitt og hvert með öðru að skapa og styrkja ímynd þeirrar þjóð- ar, sem vill byggja þetta land, minn- ug lokaorða Hannesar Péturssonar í Öðnutn um Island: O, þú dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar ennþá í smiðju elds, kulda og vatns, engan stað á jörðu eigum vér dýrari því þetta land var sál vorri fengið til fylgdar. I MOLflfi Heitt sumar á meginlandi Evrópu Gríðarlegir og langvarandi þurrk- ar voru á meginlandi Evrópu í júlí og fram í ágúst. Heitt loft frá Mið- jarðarhafslöndum og Norður-Afríku, yfir 30 stiga heitt, grúfði yfir álf- unni alla leið norður yfir austanverð Norðurlönd. Hafði þessi þurra hitabylgja slæm áhrif á ýmsan jarðargróða á ökrum, túnum og í úthaga. S66 FREYR - 17'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.