Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 37

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 37
dýravemd og við leyfisveitingar á grundvelli laga þessara. Þá ber ráðinu að gera tillögur til ráðherra um allt það sem horfir til framdráttar dýravemd í landinu og vera honum til ráðuneytis að öðru leyti. Dýra- vemdarráð skal láta héraðsdýralæknum, lögreglu, ákværuvaldi og dómstólum í té umsagnir um málefni er varða dýravemd sé þess óskað. Ráðið skal auk þess vinna að því að skilningur og þekking almenn- ings á dýravernd verði aukin. Kostnaður við starfsemi dýraverndarráðs greiðist úr ríkissjóði. VIII. KAFLI Eftirlit með framkvæmd laganna og viðurlög. 18. gr. Lögreglu ber að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra samkvæmt lögum þessum. Leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum ber þeim er verða þess varir að tilkynna það lögreglu í viðkomandi umdæmi, héraðsdýralækni eða dýra- vemdarráði. Að kröfu héraðsdýralæknis eða fulltrúa dýra- vemdarráðs er lögreglu skylt að fara í fylgd annars hvors þeirra eða beggja á hvem þann stað innan umdæmis þar sem dýr eru höfð og kanna aðstæður þeirra og aðbúnað. Eigi er þó heimilt að fara í þessum tilgangi inn í íbúðarhús, útihús eða aðra þvflíka staði án samþykkis eiganda eða umráðamanns húsnæðisins nema að fengnum dómsúrskurði, sbr. þó 4. mgr. Sé um minni háttar brot að ræða skal lögreglustjóri, ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt kröfu dýravemdarráðs eða héraðsdýralæknis, leggja fyrir eiganda eða umsjónarmann dýranna að bæta úr innan tiltekins tíma. Láti eigandi eða umsjónarmaður ekki skipast við tilmæli skal lögreglustjóri fyrirskipa úrbætur á hans kostnað eða beita þeim úrræðum sem mælt er fyrir um í 4. mgr. Leiki grunur á að um sé að ræða alvarlegt brot gegn dýravemdarlögum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, getur lögregla fyrirvaralaust tekið dýr úr vörslu eiganda eða umsjónarmanns. í þessu skyni er lögreglu rétt að fara inn í íbúðarhús, útihús eða aðra þvílíka staði án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi dýrunum heilsutjóni. Lögreglu ber að tilkynna lögreglustjóra þessar aðgerðir þegar í stað og skal hann í framhaldi af því, að fenginni tillögu dýraverndarráðs og umsögn héraðsdýralæknis, ákveða hvort dýrin skulu vera áfram í vörslu lögreglu þar til úrbætur hafa verið gerðar eða dómur fallið, sbr. 6. mgr. A meðan dýrin eru í vörslu lögreglu er sveitarstjóm skylt að útvega geymslustað, fóður og umhirðu fyrir dýrin á kostnað eiganda eða umsjónarmanns. Sé sveitarstjóm það af einhverjum ástæðum ókleift og telji nauðsynlegt að láta bjóð dýrin upp, selja þau til lífs eða slátrunar eða láta aflífa þau að öðrum kosti skal eiganda eða umsjónarmanni dýranna þegar tilkynnt um þau áform og honum gefinn kostur á, sé það mögulegt, að setja viðhlítandi tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar við geymslu, fóður og umhirðu fyrir dýrin uns dómu fell- ur, sbr. 6. mgr. Telji lögreglustjóri nauðsynlegt til að stöðva eða fyrirbyggja illa meðferð á dýrum getur hann fyrirvar- alaust og til bráðabirgða svipt eiganda eða umsjónar- mann heimild til þess að hafa eða sjá um dýr þar til úrbætur hafa verið gerðar eða dómur fallið, sbr. 6. mgr., enda hafi dýravemdarráð eða héraðsdýralæknir gert tillögu um það. Bráðabirgðaleyfissviipting gildir þótt eigandi eða umsjónarmaður flytji dýrin í annað stjómsýsluumdæmi. Nú vill eigandi eða umsjónarmaður dýra ekki hlíta þeim aðgerðum eða ákvörðunum, em fyrir er mælt í 4. og 5. mgr., og getur hann þá borið ágreiningsefnið undir dómara, hvort sem er sérstaklega eða í opinberu máli sem höfðað kann að að vera á hendur honum. Slíkt frestar þó ekki aðgerðum eða framkvæmd ákvarðana skv. 4. og 5. mgr. Lögreglustjórar úrskurða hvort eigandi eða umsjón- armaður dýra skuli bera útgjöld skv. 2. og 4. mgr. og hve há þau skuli vera. Þeir úrskurðir eru aðfararhæfir. 19. gr. Brot gegn lögum þessum erða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, varða sektum eða varð- haldi. Ef brot er stórfellt eða ítrekað getur það varðað fangelsi allt að tveimur árum. Hlutdeild í brotum og tilraun til brota á lögum þessum er refsiverð. 20. gr. Hafi maður gerst sekur um stórfellt eða ítrekað brot á lögum þessum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, má svipta hann með dómi heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Heimildarsvipting getur lotið að dýrum almennt eða einstökum tegundum og staðið tiltekið tímabil eða ævilangt. Heimildarsviptingu má beita gagnvart ósakhæfum manni. Ákæruvaldið getur haft uppi kröfu um heimildarsviptingu í opinberu máli hvort sem krafist er refsingar á hendur sak- borningi eða ekki. Sá sem sviptur er heimild sam- kvæmt þesari málsgrein og skeytir ekki dómi um heimildarsviptingu skal sæta sektum. 21. gr. Foreldrum eða öðrum forráðamönnum barna er skylt að sjá til þess að þau börn, sem þau hafa forráð fyrir, hlýðnist fyrirmælum þessara laga. Brjóti barn, yngra en 16 ára, gegn lögum þessum og brotið er framið með vitund foreldra eða forráðamanna skal 17'94 -FREYR 581

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.