Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1994, Blaðsíða 11
Tafla 2. Meðalfóður á á Fóður- dagar Taða, kg á dag Þurrh. Rúlluh. FE í kg af: Þurrh. Rúlluh. Kjamf. g á dag Þurrh. Fiskim. Rúlluh. Fiskim. FE á dag Þurrh. Rúlluh. FEá mán samt. Nóv. 14 1,69 1,98 0,64 0,46 1,08 0,91 16,2 Des. 31 1,97 2,80 0,64 0.46 1.26 1,29 39,6 Jan. 31 1,72 2,85 0,66 0.34 1,13 0,97 32,6 Febr 28 1,67 2,85 0,66 0,43 16 1.10 1,22 32,6 Mars 31 1,74 2,41 0,66 0,50 72 1,15 1,20 36,6 Aprfi 30 1,79 2,49 0,70 0,50 65 82 1,32 1,24 37.8 Maí 31 1,80 2,49 0,70 0,50 100 1,36 1,34 41,8 198 1,77 2,55 0.67 0,46 5,8 237,2 Fóðrun ónna Tafla 2 sýnir meðalfóður ánna gefið á garða á innistöðu, þ.e. frá hýsingu til maíioka. I töflunni er ekki tekið með það heyfóður, sem gefið var lambám úti eftir burðinn, þar sem það var að stærstum hluta rúllubundið og ógjörningur að koma við mælingu á því. Hins vegar er kjamfóðrið, sem gefið var úti, reiknað með maí- fóðrinu. Hey búsins hefur aldrei verið betra, bæði að fóðurgildi og verkun. Að jafnaði voru 0,66 FE í kílói þurrheys og af rúllubundna heyinu með 55,1% þurrefni (taða 60,4%, há 49,8% þurrefni), 0,46 FE. Rúllu- bundnaheyið var gefið 300 ám í Mávahlíðarhúsunum en þurrheyið í heimahúsunum. Fóðrun ánna var hagað svipað og undanfama vetur, en ærnar voru nú meira fóðraðar en oftast áður. í desember var fóðrið aukið en dregið úr því um miðjan vetur, en aukið svo aftur á síðarihluta meðgöngu og til burðar. Þótt ánum væri gefið svipað heymagn og sl. vetur nam ærfóðrið nú 0,18 FE meira á dag á á, sem stafar eingöngu af meiri hey- gæðum. Farið var að gefa ánum, sem fóðraðar voru á rúlluheyinu 60 g af fiskimjöli um 20. febrúar og síðustu tvær vikurnar fyrir burðinn fengu þær 100 g daglega. Hins vegar var byrjað að gefa þurrheysánum 50 g af fiskimjöli um 10. apríl og gjöfin aukin smátt og smátt í 100 g síðustu tvær vikumar fyrir burðinn. Bornar ær á innistöðu fengu þurrhey að vild og 200 g af fiski- mjöli, sem þær átu ágætlega. Eftir að lambær komu á tún höfðu þær frjálsan aðgang að rúllubundnu heyi, snemmslegnu, og með því var tvílembum gefið um 100 g af fiski- mjöli og 200g af háprotín fóð- urblöndukögglum, en einlembur fengu eingöngu töðu. Yfir gjafartímann, 198 daga, reyndist meðalgjöf ánna á þurrheyi 1,77 kg af töðu á dag eða 1,19 FE en þeirra, sem rúllubundna heyið fengu, 2,55 kg eða 1,17 FE. Þurr- heysæmar leifðu 7,4% af dags- gjöfinni að jafnaði yfir veturinn en ærnar á rúlluheyinu aðeins 4,1% og eru þetta eru nokkuð minni leifar en veturinn áður. Heildarfóðumotkun á á nam 237,2 FE yfir veturinn og er það töluvert meiri fóðumotkun en undanfama vetur enda þyngdust ærnar nú meira og urðu frjósamari en nokkru sinni áður og má rekja þessi áhrif til hinna miklu heygæða, en vert er að taka fram að um 98% fóðrinu var heyfóður. Afurðir ónna. Af 425 ám, sem lifandi voru í byrjun sauðburðar, báru 405 ær 802 lömbum eða 1,98 lömbum á á til jafnaðar. Er þetta 0,06 lömbum fleira en sl. vor og jafnframt mesta frjósemi ánna í sögu búsins. Þrjár ær létu fóstri, ein tveimur og ein einu en ekki var vitað um fósturfjöldann hjá þeirri þriðju. Algeldar urðu 17 ær (4,0%), ein- lembdar 62 (14,7%), 293 tvílembdar (72,3%), 46 þrílembdar (10,9%) og 4 ær fjórlembdar (1,0%). Af 802 lömbum voru alls 107 dauð fyrir rúning, þar af fæddust 35 dauð, 28 dóu í fæðingu og 44 lömb misfórust af ýmsum orsökum, s.s. vanburði, hnjaski og í skurðum og dýjum, eftir að ær komu út. Frá rún- ing til haustvigtunar töpuðust 23 lömb, þar af var vitað um afdrif 4 lamba, en 19 vantaði á heimtur. Alls misfórust 130 lömb eða 16,2%. Þetta eru meiri vanhöld en áður hafa þekkst á búinu. Erfitt er að koma með haldbæra skýingu á þessum miklu vanhöldum, en benda má á að nú voru óvenju mörg lömb sem drápust við fæðingu (fædd líflítil) og jafnframt urðu fleiri ær þrí- og fjór- lembdar en nokkru sinni áður, og jók það vanhaldahlutfallið. Sem dæmi má nefna, að 16,7 % þrílemb- inga og helmingur fjórlembinga voru ýmist fædd dauð eða dóu til júníloka. Eftirfarandi niðurstöður sýna fæðingarþunga vanhaldalamb- anna sem hlutfall af fæðingarþunga þeirra lamba, sem lifðu til hausts. Lömb Fædd dauð Dóu við fæðingu Dóu til júníloka Einlembingar 0,86 0,90 0,81 Tvílembingar 0,71 0,96 0,82 Þrílembingar 0,72 0,97 0,85 Fjórlembingar 0,70 0,50 0,97 Þessar niðurstöður sýna að fæð- ingarþungi dauðfæddra lamba og þeirra, sem komust á legg, en mis- fórust til júníloka, ýmist á húsi eða úti, er umtalsvert minni, en þeirra, sem lifðu til hausts. Hins vegar er munurinn stórum minni hjá þeim, sem dóu við fæðingu. Til nytja komu 672 lömb eða 158,1 lamb eftir 100 ær sem lifandi voru á sauðburði, sem er 5,8 lömb- um færra en haustið 1992. Meðalfæðingarþungi lamba er sýndur í töflu 3. Tvö hrútlömb, tvílembingur og 17*94 - FREYR 555

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.