Freyr

Volume

Freyr - 15.11.1994, Page 8

Freyr - 15.11.1994, Page 8
Steingervingasafn á Tjörnesi Hinn 30. júní sl.sumar opnuðu Kári Árnason bóndi á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi og fjölskylda hans steingervingasafn í húsnœði sem upphaflega var fjós. Framtak þetta fékk góðar undirtektir vegfarenda og nœr eitt þúsund manns skrifuðu í gestabók húsráðenda á ferðamannatímanum. í lok þeirrar vertíðar heimsœkjum við safnið og rœðum um þessa nýju búgrein. Kári og kona hans, Fanney Sig- tryggsdóttir frá Húsavík, byggðu Hallbjamarstaði IV árið 1976 og hafa búið þar síðan. Aðalbúgrein þeirra er sauðfjárrækt, auk þess sem þau hafa stundað vinnu utan heim- ilis sem og grásleppuveiðar á vorin. Börn þeirra, Árni Viðar búfræðingur frá Hvanneyri og Sigrún Hulda framhaldsskólanemi, hafa lagt þeim lið, en Sigrún er aðalsafnvörðurinn og Árni vinnur við búskapinn. >Ettin hefur búið lengi á jörðinni Ætt Kára hefur búið hér lengi. Foreldrar hans voru Árni Kárason bóndi og Katrín Friðbjarnardóttir ættuð frá ísólfsstöðum. Sigurjón Halldórsson kom að Hallbjamarstöðum hálfum 1887 og bjó þar til æviloka, en eftir það Kári hreppstjóri sonur hans sem andaðist 1949. Synir hans Árni og Bjarki Steingervingasafnið er í gömlu fjósi sem gert var upp á hinn smekklegasta Itátt, úti voru þá teknir við jörðinni. sem inni. Á dögum Kára hreppstjóra var Merkileg jarðlög frá fyrri tímum Hallbjamarstaðir voru að fomu talin mikil jörð með miklum land- kostum en þar eru ágæt ræktunar- skilyrði. Sunnan við túnið fellur Hallbjarnarstaðaá í djúpu gili en hið efra í gilinu eru grashvammar og engjar. Við sjóinn er hinn frægi Hallbjarnarstaðakambur sem hefur að geyma skeljalög frá elsta skeiði ísaldar á svæðinu allt frá Hösk- uldarvík í landi Isólfsstaða að Fjölskyldan á Hallhjarnarstöðum, f.v. Fanney, Kári, Arni og Sigrún. (Ljósm. tók Atli Vigfússon). Köldukvís! um 6 km leið og nefnast þau Tjörneslög. Fjölbreyttust eru þau í landi Hallbjarnarstaða, Ytri- Tungu og Hringvers. í lögunum finnast merkilegir steingervingar, frá 2,5 - 4,5 milljón ára gamlir í 60-80 metra háum móbergsbökkum. Um er að ræða þrennar setlagasyrpur sem aðgreinast af misþykkum hraun- lögum. Austast á nesinu eru yngri jarð- lög sem nefnast Furuvíkurlög og Breiðuvíkurlög vestan Voladals- torfu. 824 FREYR - 22'94

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.