Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1994, Síða 10

Freyr - 15.11.1994, Síða 10
Hvalbein og önnur bein. sem slíkt fyrir næsta sumar, en núna er ég að ganga frá snyrtingum og bæta við sýningarkössum og endur- bæta ýmsa muni. Þá þarf ég einnig að stækka bílaplanið fyrir næstu ferðamannavertíð. Ég er líka að vinna í greiningum á steingervingunum en það er tíma- fre'k vinna þar sem margar tegundir eru svo líkar. Þær þarf að merkja með latínunöfnum sem þær bera og einnig þeim íslensku nöfnum sem eru til. Þá fæ ég aðstoð jarðfræðinga við vafaatriði. Sumir fararstjórar segja að söfn megi ekki vera of stór ef eigi að skoða þau vel því að annars fara ferðaáætlanir úr skorðum." Hverjir eru það sem koma? „Hingað koma bæði liópar og fjöl- skyldufólk, t.d. liafa jarðfræðihópar, skólaböm frá Húsavík og ferða- málabrautin á Laugum komið. Kannski mætti nota safnið eitt- hvað við jarðfræðikennslu skólanna Allt þarf sinn tíma til þess að þróast, en ég reiknað með að geta kynt héma því nú er ég búinn að panta mér rafmagnsofn." Segðu mérfrá því sem þú ert með í kössunum. „Ef við göngum hringinn þá er ég fyrst með úr elstu lögunum, sem eru báruskeljar og tígulskeljar þar af tvær tegundir sem eru útdauðar. Hnúfuskelin sem lifir nú á tímum í Miðjarðarhafi var hér á hlýinda- skeiðinu fyrir um 3-4 milljónum ára. Hér einnig úr krókskeljalögunum og þá fara að koma kulvísar tegundir eins og hafkóngurinn. Kuðungarnir eru margir og margir ekki lifandi hér við land né í flóanum. Þá er ég með kristallaðar kúskeljar." Hvernig gerist það? „Jarðfræðingar segja að skelin sé alveg lokuð þegar setið sest og síðan myndast kristallinn úr kalkinu. Skeljar sem eru opnar fyllast hins vegar bara af móhellusandi. Kúskeljamar eru margar og mis- munandi eftir því hvernig kristöll- unin er.“ Þú ert líka með leifar af gróðri. „Já, hér hefur verið stór skógur því að hér eru leifar af tré sem hefur verið einn og hálfur metri í þvermál. Þá eru hér steingerð lauíJrlöð og bútar úr trjástofnum. T.d. er hér eik en mest af þessu er talið fura og birki. Sennilega er eikin um þriggja milljón ára gömul. Þá eru hér einnig viðarkol, en hér í Ytri-Tungu og Hringveri voru nám- ur sem byrjað var að vinna í 1916 og voru þar allt að 40 menn í vinnu.“ Og hér eru leifar afbeinum. „Hér eru hvalbein, m.a. rif úr hval sem fannst í skeljalögunum. Selbein hef ég hér líka og hnísubein. Há- karlstönnin fannst hér í kambinum og pabbi fann stóra hvaltönn sem hann gaf einhverjum.“ En hvaðan koma þessir steinar? „Þetta eru steinar sem hafa komið með hafísnum og losnað úr þeim hérna á fjörunum. Líklega eru þeir frá Grænlandi.“ Á veggjunum eru textar og kort um jarðlögin á íslensku, ensku og þýsku. „Já, þetta er fólk af mörgu þjóð- emi sem hingað kemur, en ílestir bjarga sé á ensku en til greina kemur að koma upp textablöðum, t.d. á einu norðurlandamáli. Þá er hér ein- nig fyrsta kortið sem gert er af jarð- lögunum eftir Guðmund G. Bárð- arson jarðfræðing og mjög athyglis- vert að virða fyrir sér þessi miklu skeljalög á svo stóru svæði. Guð- 826 FREYR - 22'94

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.