Freyr

Årgang

Freyr - 15.11.1994, Side 31

Freyr - 15.11.1994, Side 31
að tala um miklu beinni samkeppni, samkeppni á vörum, sem innflutn- ingur á var, a.m.k. í raun, bannaður. Við erum einnig að tala um heim, sem sífellt skreppur saman. Fjar- lægðarvemdin, sem átti alltént að vemda nýmjólkina, er gufuð upp. Nú er komin fram tækni, sem getur varðveitt nýmjólk svo að vikum skiptir án þess að mjólkin glati bragðeiginleikum sínum og ég er þar ekki að tala um H-mjólk. Það er því leikur einn að þjóna fjarlægð- ustu byggðum á Islandi frá Skot- landi og það jafnvel yfir hörðustu vetrarmánuðina. Samkeppnin mun því stóraukast á næstu misserum. Hve fljótt veit enginn, en það verður fljótt. Og allt annað en að undirbúa sig undir að hún verði nær algjör er heimska. Árangur hagrœðingar. Hvemig hefur síðan til tekist? Ekki ætla ég að þreyta ykkur með löngum talnaromsum, en í stuttu máli má segja að árangur náðist varðandi lækkun búvömverðs og ríkisframlaga miðað við þau mark- mið er nefndin gerði málamiðlun um. Hins vegar náðist ekki mark- miðið um hægræðingu, sem þýðir m.ö.o. að kjör bænda skertust meira en ráð var fyrir gert. Fækkunin varð ekki eins og vonast var eftir. Nú er viðtekna skýringin sú að atvinnuleysið í landinu hafi verið eina skýringin á því að ekki hættu fleiri en raun bar vitni. Þetta snýr e.t.v. fyrst og fremst að sauðfjár- bændum. Eg er hins vegar á þeirri skoðun að það sé langt því frá að vera eina skýringin þó að ég neiti ekki áhrifum atvinnuleysisins. Ég tel mig hafa rökstuddan gmn um að víða hafi verið lagst gegn því heima í héraði að menn legðu af búskap. Þá tel ég og að við höfum ekki gengið nægilega langt í hagræð- ingakröfunni. Það gildir ekki síst um mjólkurbændur og mjólkurbú. Ég er nefnilega ansi hræddur um að það þurfi að pressa mjög hart á til að sá árangur náist að framleiðendum fækki þannig að þeir sem eftir standa geti haft af framleiðslunni viðunandi lífsafkomu. Gleymum ekki að fjórði hver bás í fjósum landsins stendur nú tómur þannig að vafalítið gæti ijöldi kúabænda bætt við sig töluvert í framleiðslu án fjár- festingu í byggingum og jafnvel með tiltölulega lítilli aukningu í launakostnaði og er þá átt við nýtingu dauðs tíma. Ég vil alls ekki hefja umræðu um mjólkurbúin án þess að vekja at- hygli á því að ég tel því verki sem snýr að framleiðendum sjálfum langt því frá að vera lokið. Við gerð þjóðarsáttasamninganna hafði ég eitt sinn við orð, að ef okkur tækist að ná verðbólgunni niður eins og stefnt var að, þá fengjum við loksins að sjá efna- hagslífið okkar koma upp á yfir- borðið. í stað þess að allt hyrfi á bak við hrunadans verðbólgunnar fengj- um við að sjá hvemig fjármunum hefði verið eytt - sóað - um langt áratugabil. Stærsta efnahagslegt vandamál þjóðarinnar er offjárfest- ing og þar má segja að nánast engin atvinnugrein sé undanskilin. Sú full- yrðing að offjárfesting sé gífurleg í íslenskum landbúnaði þýðir ekki að það sé ekki offjárfesting í versl- unarhúsnæði í Reykjavík. Það er bara allt annað mál og íslenskum landbúnaði til lítils gagns að tönnl- ast á því að ástandið sé slæmt annars staðar líka. Mjólkurbúum þarf aö fœkka. Það þarf ekki í þennan hóp að eyða löngum tíma í að skýra fjölda mjólkurbúa á Islandi. Búin sem við sjáum í dag em byggð á þjóðfélagi sem bjó við allt aðrar samgöngur en við höfum í dag. Þá hafa eins og ég gat um áður orðið miklar framfarir í geymslu mjólkur. En þetta eru ekki einu ástæðurnar. Þessi þróun hefði aldrei viðgengist svona lengi ef ekki hefði verið komið upp kerft sem gerði mönnum gjörsamlega ómögu- legt að tapa. Reikningurinn var ein- faldlega sendur á næsta bæ. Því stöndum við nú frammi fyrir nær óbreyttu kerfi, sem auðvitað hefði nú þegar gengið í gegnum töluverða uppstokkun ef einhver markaðslög- mál hefðu fengið að ráða. Einhver skörð hefðu verið höggvin í hið full- komna öryggisnet. Ég held það einnig einsýnt, eins og ég sagði á fundi stjómenda mjólkurbúa á Akur- eyri fyrir rúmu ári, að endurskoða þyrfti rækilega hvort sú tegund stjómenda sem alist hefðu upp í skjóli sjóða og ofvemdar væri sú tegund sem mjólkuriðnaðurinn þyrfti á að halda í dag. Allir virðast sammála ufn að mjólkurbúum verði að fækka. Allir virðast hins vegar jafn sammála um að það eigi að fækka mjólkurbúum í öllum öðmm byggðarlögum en þeirra eigin. Eitt af því sem skilur þessa grein frá öðmm er að til eru kr. 400-500 milljónir, allt að hálfum milljarði til úreldingar. Víðast ann- ars staðar neyðast menn einfaldlega til að hætta án nokkurra bóta - oft eftir sársaukafull gjaldþrot. Við áttum langar og strangar umræður áður en niðurstaða fékkst 22'94 - FREYR 847

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.