Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.1995, Blaðsíða 20
er velt upp þeim möguleikum sem fyrir hendi eru varðandi: a) Hverjir eigi að greiða atkvæði? b) Hvernig eigi að vinna kjörskrá? c) Fyrir- komulag atkvæðagreiðslu og d) hvort einfaldur meirihluti nægi til þess að samþykkja samninginn. Að lokum lét Alfhildur þess getið að umbjóðendur hennar, bændur á Austurlandi, óskuðu eftir því þingfulltrúar afgreiddu samninginn sjálfir endanlega á þessu þingi sökum þeirrar tímapressu sem bændur væru nú komnir í. Kjartan Olafsson. Hann kvað fulltrúa verða að gera sér ljóst að samningnum sé ekki hægt að breyta hér á þessum fundi. Því taldi hann vera lítinn tilgang í því að tala hér á þessum fundi um efnislegar breytingar. Við getum því aðeins rætt hér atriði er varða nánari útfærslu samningsins. Hann lýsti sig síðan samþykkan samningnuin, þrátt fyrir að hann væri ekki fyllilega ánægður með öll efnis- atriði hans. Honum fannst vanta í umræðuna hver framtíðarþróunin verður á kjötmarkaðnum í landinu. Það var hans skoðun að þar verði um áframhaldandi sölusamdrátt að ræða. En á sama tíma ætla sauð- fjárbændur að halda sínum hlut, eða jafnvel bæta við hann. Af þessum sökum taldi hann uppkaupamark- miðin ekki ganga nógu langt og að fyrirhuguð endurúthlutun greiðslu- marks muni síðan eingöngu auka þann vanda sem við nú eigum við að glíma á markaðnum. Þá ræddi hann hina svokölluðu „sjötíu ára“ reglu og taldi það hafa verið vanhugsað hjá samninganefndarmönnum bænda að taka þennan hóp bænda sérstaklega út úr og lét í ljós von um að hún yrði ekki höfð til viðmiðunar hjá öðrum búgreinum. Þá lýsti hann yfir óánægju sinni með þá viðmiðun sem á að viðhafa við endurúthlutun á greiðslumarki. Agúst Gíslason. Hann taldi það vera óásættanlegt að kindakjöts- framleiðslan ein skuli lúta fram- leiðslustýringu og fastri verð- lagningu. Greinin verður að búa við sambærileg skilyrði og sam- keppnisgreinamar á kjötmark- aðnum. Frjálsari verðlagning er því óhjákvæmileg og löngu er orðið tímabært að færa verðlagninguna nær bóndanum sjálfum. Hann kvaðst vera óhress með þriðju grein samningsins hvað varðar endur- úthlutun greiðslumarksins og taldi að þar kæmi fram mismunun á milli hópa bænda. Þá taldi hann allt of veikt verið tekið á framhjásölunni í samningnum og ennfremur taldi hann það til vansa að einungis væri getið um Jarðakaupasjóð í bókun með honum. Hann taldi hins vegar að jákvæðu hliðar samnings hefðu meira vægi og lýsti sig því samþykkan honum og vildi að hann yrði settur í almenna atkvæða- greiðslu á meðal bænda. Hann taldi slíka atkvæðagreiðslu vera einn lið í því að ákvarðanatakan og ábyrgðin færðist til bóndans. Aðalsteinn Jónsson. Hann taldi að í samningnum væri um mikla stefnubreytingu að ræða frá því sem verið hefði. Til þess að þessi stefnubreyting geti orðið okkur til heilla þarf þetta þing að ganga frá ýmsum atriðum varðandi útfærslu samningsins. Hann kvaðst ekki líta á afurðastöðvamar sjálfar sem óvini bænda, en taldi hins vegar að með búvörulögunum frá 1985 hefði þeim verið stillt upp gegn bændum. Fyrir þessu taldi hann of marga þingfulltrúa hafa lokað augunum. Hann þakkaði samninganefndinni fyrir sína vinnu og lýsti sig samþykkan samningnum, þó að hann væri að sjálfsögðu ekki ánægður með öll atriði hans. Það sem skiptir höfuðmáli í framkvæmd samningsins er að við gerum okkur grein fyrir því nú strax hvert það magn birgða er sem við þurfum að losa okkur við út af markaðnum, þ.e. út úr landinu. Þá lagði hann áherslu á nauðsyn þess að kjöt- greinarnar á íslenska markaðnum næðu að vinna betur saman en verið hefði á undanfömum árum. Hann kvað það vera skyldu þingfulltrúa að samþykkja samninginn á þessu þingi, sauðfjárbændum um allt land til heilla. Ingi Tryggvason (öðru sinni). Hann lýsti sig ósammála orðum Agústar Gíslasonar varðandi búvörusamninginn frá því árið 1985. Þá taldi hann það vera ranga staðhæfingu að frystihúseigendur hefðu reynt að draga úr því að reynt væri að selja eins mikið kjöt og hægt væri á haustdögum til þess að hagnast á vaxta- og geymslugjaldi, eins og nokkrir þingfulltrúa hefðu haldið fram. Ari Teitsson. Hann þakkaði þingfulltrúum fyrirjákvæða og mál- efnalega umræðu um fyrirliggjandi samningsdrög. Hann svaraði síðan nokkrum spumingum sem fundar- menn höðu beint til hans í ræðum sínum. Hann kvað samninginn ekki fela í sér neinar aðrar aðferðir til þess að ná fram fækkunaráformum ef uppkaup framleiðsluréttar gengju ekki fram. Hann taldi það vissulega vera slæmt að í samningnum skuli vera endurskoðunarákvæði varð- andi festingu á beingreiðslumarkinu við 1.480 milljónir, en ríkið hefði ekki vilja hnika frá því ákvæði. Þá taldi hann mikilvægt að hagsmunir sláturleyfishafa og bænda færu saman og bændur mættu því ekki skorast undan því að taka frekari þátt í stjóm afurðastöðvanna. Þá kvað hann það ekki rétt sem komið hefði fram hjá einum ræðumanna að úttekt hefði ekki verið gerð á framkvæmd síðasta búvörusamn- ings í sauðfjárrækt. Skýrsla um framkvæmd hans væri fyrirliggj- andi hjá Bændasamtökunum. Hann taldi að sú kerfisbreyting sem gerð væri með samningnum þyrfti ekki að hafa áhrif á afurðalánin, en það breytti ekki þeirri staðreynd að bankamir verða æ tregari við að lána fyrir meiru en þeir teldu að seldist. Varðandi almenna atkvæða- greiðslu á meðal bænda kvaðst hann vera þeirrar skoðunar að það væri hin rétta málsmerðferð, því að slfkt væri mun sterkara fyrir stjómina til þess að vinna eftir. Hann taldi hins vegar að sú tímapressa sem bændur væm komnir í hlyti að knýja þingið til þess að velta því fyrir sér hvort ástæða væri til þess nú. Ef þing- fulltrúar eru sannfærðir um það að mikill meirihluti sé fyrir því á meðal bænda að samningurinn verði sam- þykktur og með hliðsjón af þeim fjölda áskorana sem þingingu hafa borist um að hann verði afgreiddur strax á þinginu, þá ber þing- fulltrúum að taka tillit til þess. Það er einmitt vilji sauðfjárbænda sem á að verða leiðarljós okkar í því hvort við veljum almenna atkvæða- 452 FREYR - 11 ’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.