Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.1998, Blaðsíða 27
Kynbótastefna Svínarœktarfélagsins byggist á tvíþátta blendingsrœkt og þríþátta blendingsrœkt. Grunnstofnar verða Landkyn og Yorkshire svínastofnar og þriðji stofninn er Duroc. og hins vegar niðurstöðum úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Islands frá einu af best reknu svínabúunum, til þess að átta sig á stöðu íslenskrar svínaræktar miðað við danska svína- rækt. Samkvæmt niðurstöðum úr skýrsluhaldi hjá Bændasamtökum Islands er vaxtarhraði íslenskra slát- urgrísa á best reknu svínabúunum á bilinu 560-600 g á dag frá fæðingu til slátrunar og fjöldi nytjagrísa eftir gyltu á ári á bilinu 18-20 grísir. Til að umreikna 560-600 g vaxtarhraða frá fæðingu til slátrunar í vaxtar- hraða frá 25 kg þyngd til slátrunar eru notuð meðaltöl tveggja slátrana hjá íslenskum svínabónda og er áætlað að grísimir hafi verið 25 kg þungir 70 daga gamlir. Slátmn A: 56 sláturgrísir - þyngd 91,0 kg - aldur 163 dagar - vaxt- arhraði 558 g á dag frá fæðingu til slátrunar eða 710 g á dag frá 25 kg þyngd til slátrunar. Slátrun B: 33 sláturgrísir - þyngd 97,1 kg - aldur 162 dagar - vaxt- arharði 600 g á dag frá fæðingu til slátrunar eða 784 g á dag frá 25 kg þyngd til slátrunar. Samkvæmt þessu má ætla að 560-600 g vaxtarhraði á dag frá fæð- ingu til slátrunar samsvari 710-784 g vaxtarhraða frá 25 kg þyngd til slátrunar. Af niðurstöðum hér að ofan sést hversu gífurlegar framfarir hafa orð- ið í danskri svínarækt frá árinu 1980 eða þegar Danir tóku upp sams kon- ar kynbótastefnu og fyrirhugað er að fylgja hér á landi, þ.e.a.s. tvíþátta og þríþátta blendingsrækt í stað þess að nota eingöngu danska landkynið. Þegar niðurstöðumar hér að ofan eru athugaðar sést meðal annars eftirfarandi: 1. Fjöldi lifandi grísa í goti hefur aukistúr9,7 grísum 1980 í 11-12 grísi 1992 eða um 1,3-2,3 grísi. 2. Fjöldi grísa við fráfæmr hefur aukist úr 8,6 grísum 1980 í 10-11 grísi 1992 eða um 1,4-2,4 grísi. 3. Fjöldi gota hjá gyltu á ári hefur aukist úr 1,94 gotum 1980 í 2,4- 2,5 got 1992. 4. Fjöldi grísa eftir gyltu á ári hefur aukist úr 15,9 grísum 1980 í 24- 27 grísi 1992 eða um 8,1-11,1 grísi. 5. Vaxtarhraði grísa frá 25 kg þyngd til slátmnar hefur aukist úr 565 g/dag 1980 í 800-975 g/dag 1992 eða um 235-410 g/dag. 6. Fóðumýting grísanna hefur auk- ist þar sem það þurftu 3,38 FEs á hvert kg vaxtarauka 1980 í stað 2,75 - 2,60 FEs á hvert kg vaxtar- auka 1992. Helstu heimildir: 1. Driftsledelse I svineholdet 1992, Landsudvalget for svin, bls. 31-39. 2. Avl og produktion af svin, Land- husholdningsselskabets forlag 1983, 2. udgave, bls. 23-49. 3. 0konomisk svinehold, Landhus- holdningsselskabets forlag 1987, bls. 38-45. 4. Faostat Statistics Database, 19. 05. 1998. Freyr 1 0/98 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.