Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1998, Page 37

Freyr - 01.08.1998, Page 37
Arfgengi Að baki mældra eiginleika, sem mestu máli skipta í búfjárrækt og búskap almennt, eru flókin og margbrotin erfðalögmál. Þess vegna er beitt tölfræðilegum aðferðum til að komast að raun um og að gefa til kynna að hve miklu leyti erfðimar eiga hlut í breytileika hvers erfða- hóps. Sá hluti breytileikans sem or- sakast af mismunandi genasamsetn- ingu kallast arfgengi og er það metið og túlkað með tölunum 0,0-1,0. Þegar arfgengi er 1,0 orsakast allur breytileikinn af erfðum, en sé arf- gengið 0,0 orsakast allur breytileik- inn af atvikum og umhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að það er neikvætt samhengi milli arfgengis eiginleikanna og blendingsþróttar samanber eftirfarandi: eftir Pétur Sig- tryggsson. svínaræktar- rádunaut BÍ 1. Eiginleikar með lágt arfgengi eða á bilinu 0,1-0,2 leiða til mikils blendingsþróttar. Dæmiumslíka I eiginleika eru t.d. fjöldi grísa í goti, fjöldi grísa við fráfærur og fjöldi dauðra grísa frá fæðingu til fráfæma. 2. Eiginleikar með arfgengi á bilinu 0,2-0,4 leiða einnig til blendings- j Dæmi um arfgengi ymissa eiginleika svína: 1) Fjöldi grísa í goti við fæðingu 0,10-0,20 2) Fjöldi grísa úr goti við fráfæmr 0,10 3) Fæðingarþungi grísa 0,10 4) Þyngd grísa við fráfæmr 0,15 5) Snúðtrýni 0,20 6) Vaxtarhraði 0,25-0,35 7) Fóðumýting 0,25-0,35 8) Fituþykkt á hrygg yfir 0,50 9) Fituþykkt á síðu 0,60 10) Skrokklengd 0,50 11) Stærð hryggvöðvans 0,60 12) Fótagerð 0,45 13) Fjöldi hryggjaliða 0,70 1. tafla. Blendingsþróttur og arfgengi nokkurra eiginleika Eiginleiki Arfgengni Blendingsþróttur % Fjöldi grísa í goti 0,10-0,20 5-10 Fjöldi grísa við fráfærur 0,10 5-10 Dauðir grísir frá fæðingu til fráfærna 0,1-0,2 10-15 Vaxtarhraði á dag 0,25-0,35 0-5 Fóðumyting 0,25-0,35 0-5 Kjötprósent 0,35 0 Fituþykkt 0,5-0,6 0 Stærð hryggvöðvans 0,6 0 Kjötgœði, Jrtusöfnun og kjötprósenta eru dœmi um eiginleika með hátt aif- gengi, þ.e. yfir 0,4 en það kallar ekki fram neinn blendingsþrótt. þróttar sem er að sjálfsögðu minni en sá blendingsþróttur sem leiðir af eiginleikum með arf- gengi á bilinu 0, l -0,2. Dæmi um slíka eiginleika em t.d. vaxtar- hraði og fóðurnyting. 3. Eiginleikar með hátt arfgengi eða yfir 0,4 kalla ekki fram neinn blendingsþrótt. Dæmi um slíka eiginleika em kjötgæði, fitusöfn- un og kjötprósenta. Skyringin á þessu er að hér er um hlutbundn- ar erfðir að ræða. Hins vegar er auðvelt að bæta þessa eiginleika með hreinræktun þar sem arf- gengi þessara eiginleika er svo hátt. Helstu heimildir: 1 Avl og produktion of svin, 1983, bls. 22-24. 2 Jörgensen og Vestergaard, 1990: Genetics of Leg Weakness in Boars...: Acta Agric. Scand., 40:59-69. 3 Husdyravl, Harald Skjervold, Landbruksforlaget, 1973. Freyr 1 0/98 - 37

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.