Freyr - 01.08.1998, Qupperneq 38
Umhverfisvernd
herðir að bandarískri svínarækt
Bandarískir svínabændur eru
næstum engum takmörkunum
háðir þegar þeir ákveða að stofna
nýtt svínabú eða stækka það sem
fyrir er. En blikur eru á lofti.
Olykt og mengun á náttúrunni frá
svínabúum er eldfimt umræðuefni í
Bandaríkjunum og atvik sem gerðist
í Illinois-ríki í júní sl. jók enn á
umræðuna.
Svínaskítsflóð
Þar gerðist það að þró með 380 þús-
und lítrum af svínaskít sprakk og
svínaskíturinn braust niður gil,
gegnum gististað og út í á sem gest-
imir og fleiri notuðu til að sigla
róðrarbátum á.
Landbúnaðarráðuneytið í Illinois
sendi hlutaðeigendum, sem ábyrgð
báru á þessu, bréf, en engar bætur
þurfti að greiða vegna þessa, að
sögn blaðsins Feedstuffs.
Vöxturinn í bandarískri svína-
rækt er gífurlegur um þessar mundir
og framundir þetta hafa hin fjöl-
mörgu risasvínabú, sem einkum er
að finna í Miðvesturríkjunum, ekki
valdið teljandi áhyggjum vegna
lyktarmengunar eða skaða á um-
hverfinu.
En óhapp það sem gerðist í Illi-
nois, og fleiri sambærileg sem hafa
orðið, og vaxandi kvartanir frá ná-
grönnum vegna svínabúa í nágrenn-
inu og áætlana um stofnun fleiri,
hafa vakið athygli yfirvalda.
í samtökum landbúnaðarins eru
menn að sjálfsögðu afar uppteknir
af þessu vandamáli. Og þetta er að-
eins upphafið, segir R. Douglas
Svínabú íBandaríkjunum, til hœgri erþrójyrir svínaskítinn. Verði settarþar strangari reglur um vernd umhvetýis í Banda-
ríkjunum mun það verða til þess að jafna aðstöðu svínabœnda sem selja afurðir sínar á heimsmarkaði.
38 - Freyr 1 0/98