Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 4
Forystugrein
Loðdýrarækt
á ýmis sóknarfæri
Saga loðdýraræktar á íslandi er orðin all-
löng, lengri en menn gera sér almennt
grein fyrir. Sagan einkennist af fremur
stuttum skeiðum, en þráðurinn slitnað á milli
þeirra með tilheyrandi kostnaði í tapaðri þekk-
ingu og fjárfestingu.
Fyrsta vísi að loðdýrarækt hér á landi má rekja
aftur til ársins 1891, þegar reynt var eldi á villt-
um refayrðlingum. Gerðist það aðeins um 20 ár-
um eftir að slíkt var reynt fyrst í heiminum, en
það var í Kanada. Líklega hefur fyrsta loðdýra-
húsið verið byggt árið 1908, og 1929 tímgast
fyrst villtur refur í húsi.
Árið 1929 er fyrst fluttur inn alirefur og mink-
ur árið 1931. Það skeið sem hófst þá stóð fram
yfir seinni heimstyrjöld, en á meðan á stríðinu
stóð fór að harðna á dalnum. Háir tollar voru
settir á loðskinn í helstu viðskiptalöndum eftir
stríð og varð það til þess að þráður íslenskrar
minkaræktar slitnaði um 1950 og síðasta refabú-
ið frá þessum tíma hætti starfsemi 1960.
Árið 1970 hófst minkarækt aftur og árið 1979
var hafin skipuleg áætlun um endurreisn loðdýra-
ræktar hér á landi með það að markmiði að efla
búsetu í sveitum landsins, mæta samdrætti í hefð-
bundnum búgreinum og nýta hráefni og aðstæður
sem fyrir hendi eru hér á landi. Sú uppbygging
sem þá hófst náði hámarki seinni hluta níunda
áratugarins, á sama tíma og sams konar uppbygg-
ing fór fram víða um heim. Offramboð á loð-
skinnum varð einkum til þess að verð hélst lágt
um sjö ára skeið, en það er lengsta samfellda tíma-
bilið frá síðari heimsstyrjöld með svo lágu verði.
Þessar miklu sveiflur í íslenskri loðdýrarækt
hafa verið greininni erfiðar og kostað mikið.
Alltaf hefur þurft að fjárfesta frá grunni við upp-
haf hvers uppbyggingarskeiðs, í búnaði, aðstöðu
og þekkingu eða reynslu. Allt þetta tapaðist svo
við endalok hvers skeiðs og er e.t.v. stærsta tapið
í glataðri reynslu sem í sumum tilfellum var
dýrkeypt.
Þó að verð hafi hækkað á loðskinnum nú síð-
ari ár er samt ekki útséð um hvort þráður loð-
dýraræktar á Islandi verði óslitinn fram á veginn.
Hin sjö mögru ár, sem greinin gekk í gegnum,
hafa tekið sinn toll. Þrjú góð ár í refaræktinni
dugðu í mörgum tilfellum til að hreinsa upp van-
skil og lausaskuldir fyrri ára, en ekki til að bæta
úr uppsafnaðri viðhaldsþörf á búunum eða í
fóðurstöðvunum, hvað þá til frekari uppbygg-
ingar. I minkaræktinni er sagan svipuð, eitt mjög
gott ár og síðan tvö sem eru í jámum skila ekki
nægu til endurnýjunar á innréttingum og tækjum
sem er að verða aðkallandi verkefni. Auk þess
standa fóðurstöðvarnar frammi fyrir verulegri
fjárfestingarþörf, þær hafa verið reknar með lág-
marksendurnýjun tækja og nýjar aðstæður í hrá-
efnisöflun kalla á nýjar fjárfestingar í t.d. geymslu
á fóðri. Fóðurstöðvarnar byggja afkomu sína á
mun færri búum en í upphafi og afkastageta
margra þeirra er því vannýtt.
En þýðir þá nokkuð að standa í þessu, kann
einhver að spyrja. Hverjar eru eiginlega forsend-
ur fyrir loðdýrarækt á íslandi? Fóðurkostnaður
er langstærsti og raunar afgerandi kostnaðarliður
við framleiðslu loðskinna. Hér á landi er hráefni
4 - Freyr 1 3/98