Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 38

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 38
Refavanki (nosematosis). Þrír jafhgamlir hvolpar. Sá í miðjunni er sýktur og hefur ekki þriflst eðlilega. Refavanki er sá sjúkdómur sem við óttumst hvað mest að fá með innfluttum dýrum. Eyrnamaur í ref Otodectes cynotis. Barst að öllum líkindum til landsins með innfluttum silfurref 1983. Finnst einnig í villtum ref á vissum landsvœðum. ungs. Þetta er sá sjúkdómur sem er hvað mest hæta á að fá inn á alirefa- bú með innfluttum dýrum. Sjúk- dómurinn kemur niður á frjósemi og þrifum hvolpa. Sjúkdómurinn smit- ast á fósturskeiði og er ólæknandi. Fullorðin dýr sýna aldrei nein sjúk- dómseinkenni. Ekkert bóluefni er til til vamar. Refavanki hefur einu sinni greinst í aliref hér á landi. Líkur benda til að hann hafi annað hvort borist inn á búið með rottum eða villtum íslenskum ref en sjúkdómur- inn finnst í villta refastofninum. Brugðist var við með niðurskurði. Gerð er sú krafa að öll innflutt dýr séu blóðprófuð fyrir þessum sjúk- dómi fyrir flutning til landsins. Kláðamaur er mikill skaðvaldur. Hann berst erlendis með villtum ref- um og er víða landlægur. Hann hef- ur ekki fundist hér og verður að kappkosta að svo verði áfram. Eyrnamaur finnst líklega á flestum refabúum á Norðurlöndum. Hann barst hingað til lands með innflutt- um silfurrefum árið 1983. Finnst einnig í villta refastofninum á viss- um landsvæðum. Hefur smátt og smátt dreifst á alirefabú um allt land. Hringskyrfi er sjúkdómur af völd- um sveppa sem kemur upp öðru hvoru í refum erlendis og eru kettir þá algengasti smitberinn. Sveppur- inn leggst einnig á önnur húsdýr. Sveppasýkingar af svipuðum toga hafa komið upp öðru hvoru hér á landi í kúm og hrossum og hefur borist frá þeim í menn. Mirtkar Plasmacytosis er veirusjúkdómur sem olli miklum usla í minkarækt hér á landi í byrjun og náði nær að ganga af henni dauðri. Brugðist var við með niðurskurði og stofnskipt- um. Við innflutning á minkum er gætt sérstakrar varúðar til þess að hindra að þessi sjúkdómur berist á ný í alimink hér á landi. Veiruskita finnst á öllum Norður- löndum og er nánast landlæg í Dan- mörku. Brugðist er við henni með bólusetningu og hafa á síðari árum verið vandfundin bú sem ekki bólu- setja gegn þessum sjúkdómi eins og við gerum kröfu til við kaup á kyn- bótadýrum til innflutnings. Hefur þetta sett okkur nokkar skorður und- anfarin ár við kaup á minkum frá Danmörku. Hvolpaveiki leggst á mink með svipuðum hætti og á ref. Smithætta frá hundum, köttum og villtum dýrum Hundar geta borið nær alla þá sjúk- dóma og sníkjudýr, sem hrjáð geta refi, t.d. alvarlegar veirusýkingar eins og hvolpaveiki og smitandi heilahimnubólgu. Svipuðu máli gegnir um ketti. A sóttkvíarbúum er algjört bann við hunda- og katta- haldi. Sömuleiðis er starfsmönnum þessara búa óheimilt að halda hunda og ketti sem heimilisdýr. 38 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.