Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 10
Mœlt er með að kanínur gjóti þrisvar á ári.
og ávexti þá færi miklu minni tími í
þetta. Svo fer tími í pörun og að
undirbúa got og það gengur allt árið.
Hve oft hafa þær gotið?
Kanínumar ganga með í einn mán-
uð. Þær fyrstu gutu 18. mars, síðan
aftur í byrjun júní og svo í þriðja
skiptið um mánaðamótin ágúst-
september. Það er yfirleitt mælt með
því að þær gjóti í mars, júní og ágúst
og að ágústungamir séu þá settir á.
Hvernig gekk gotið?
Það gekk reyndar misjafnlega. Got-
ið kom í sjálfu sér ágætlega út en
þær fengu síðan júgurbólgu hálfum
mánuði eftir að þær gutu og við
komumst að því að þegar við fórum
að gefa þeim grænmeti og ávexti
eftir got hafði drykkja hjá ungunum
minnkað það mikið að það hafi
hreinlega hlaupið undir þær. Eftir
það hættum við að gefa ávexti á
meðan ungamir ganga undir.
Hvað er þá hægt að gera til
að koma í veg fyrir júgur-
bólgu?
Það eina sem við gerðum var að
hætta að gefa ávexti. Við gáfum
þeim að vísu gulrætur, kál og rófur
en enga ávexti sem einhver aukasafi
gæti hafa komið úr. Þær virðast
mjólka vel án þess að þær gangi á
sjálfa sig. Ég held að þessi júgur-
bólga hafi einungis komið upp
vegna vankunnáttu.
Hvað voru þær lengi í sótt-
kví?
Þær voru í sex mánuði. Samkvæmt
reglunum eiga þær að vera í sóttkví í
eitt ár en það var veitt undanþága.
Hafa engir aðrir sjúkdómar
komið upp?
Það fékk ein kanína lungnavírus,
önnur drapst úr garnaflækju og ein
fékk garnabólgu. Þetta eru frekar
viðkvæm dýr. Það hefur einnig bor-
ið dálítið á sárum á fótum. Þetta
kemur dálítið í bylgjum. Það er ekki
ennþá búið að finna út hvaða efni er
hentugast undir þær. Ég hef þær
bara á netum og þær eru með plötur
í búrinu hjá sér. Sumir eru með lok-
aðan botn og setja spæni eða hálm
undir en það er fljótt að blotna og
mikil vinna við að þrífa það.
Hvernig eru skinnin verkuð?
Nú er staðan þannig að það vantar
alveg einhvern til að kenna manni
að verka þau. Þau eru himnudregin
en eru ekki skröpuð á sama hátt og
minka- og refaskinn. Síðan eru þau
þurrkuð líkt og þau skinn eða þá
spýtt eins og gert er með sauðskinn.
Hvort tveggja hefur verið reynt úti
og við höfum ekki fengið upp hvor
aðferðin er betri. Svo er einnig ætl-
unin að nýta kjötið af þeim.
Hvar eru skinnin seld?
Þau fara á uppboð í Danmörku ein-
hvern tímann á tímabilinu nóvember
til mars. Samkvæmt því sem ég hef
frétt frá Danmörku er ekki að fullu
reynt hvort hægt sé að pelsa þau á
öðrum tímum. Þetta er nýleg bú-
grein sem sést á því að aðeins voru
seld 16 þúsund skinn á síðasta sölu-
ári.
Hverjir eru stærstu kostnað-
arliðirnir í rekstrinum?
f upphafi fór mestur kostnaðurinn í
að koma búrunum upp. Þegar búið
er hins vegar komið í eðlilegan gang
er það helst fóðurbætirinn sem þarf
að kaupa. Svo kostar heyið líka sitt.
Þessi dýr þurfa hins vegar mikið
pláss og ef það er rétt sem talað er
um að það þurfi að vera eitt dýr í
búri þegar þau eldast þá er þetta
nokkuð plássfrekt. Ég veit um menn
sem byrjuðu í smákompum og sáu
síðan að það gengur ekki til lengdar.
Hvað er hægt að gera til þess
að bæta stöðu þessarar nýju
greinar innan loðdýrarækt-
arinnar?
Það sem okkur vantar er einhver
leiðbeinandi. Við þyrftum að fá
Bændasamtökin til að viðurkenna
þetta sem búgrein og taka þátt í
þeim leiðbeiningum. Ég hef talað
við marga sem eru byrjaðir á þessari
ræktun og þeir leita sér upplýsinga
m.a. á Intemetinu og í tímaritum.
Þessum greinum ber ekki endilega
saman. Það er því dálítið erfitt að
vita eftir hverju maður á að fara.
Svo á eftir að koma í ljós hvernig
gengur að semja við sláturhúsin um
slátrun á dýrunum. HI
10-Freyr 13/98