Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 13

Freyr - 15.10.1998, Blaðsíða 13
% 1 99 16.feb 21.feb 26.feb 3.mar 8.mar Mynd 2. Lœður sem pöruðust árið 1997 og 1998. Meðganga og gottími. Tafla 1. Lengd meðgöngu, gotprósenta og fjöldi hvolpa á læðu 1997. L hópur IL hópur III. hópur IV. hópur V. hópur Meðganga 53 dagar 56 dagar 49 dagar 51 dagur 51 dagur Gotprósenta 54,5 81,8 81,8 86,4 72,7 Fæddir hv./l 4,4 5,0 5,4 4,6 4,3 Á tímabilinu frá 16. febrúar til 8. mars voru læðumar paraðar með svokölluðu l+8 kerfi, þar sem þær eru endurparaðar 8 dögum eftir fyrri pömn, en eftir 9. mars var notað l+l kerfi, þar sem læðumar em endur- paraðar daginn eftir. Fram yfir miðj- an pörunartímann var sá háttur hafð- ur á að prófa gangmál hjá læðunum með 3ja daga millibili, en á seinni hluta pörunartímans voru þær próf- aðar annan hvern dag. Allar upplýsingar um gangmál og pömn vom skráðar á lífdýrakort- in og tvisvar á gotinu vom hvolpam- ir taldir, strax eftir fæðingu og aftur 15. maí. Niðurstöður Eins og áður segir er hér um tveggja ára niðurstöður að ræða og var byij- að að para I. læðuhópi 16. febrúar og síðan næstu hópa með 5 daga millibili. Fyrstu læðurnar pöruðust 16. og 17. febrúar og síðan 2-3 læð- ur á dag út mánuðinn. I byrjun pör- unar var pörunarviljinn ekki mikill en eftir það var hann nokkuð jafn allan tímann, nema í lokin 8. mars, þegar síðasti hópurinn byrjaði, en þá j parast stór hluti læðan á fyrsta degi. j Verst hafur gengið að para hóp I. og V. en þar paraðist aðeins 88,5% af læðunum. IIV. hópnum sem byrjaði 3. mars hefur náðst náðist að para 91%, að jafnaði þessi tvö ár. Best hefur gengið að para II. og III. hóp- inn sem byrjað var með 21. og 26. febrúar, en þar pöruðust 97,5% og 97% af læðunum. Endurpörum var góð hópunum eða 96 til 100%. Á mynd 2 hér fyrir neðan, má sjá hvað margar læður pömðust í hverj- um tilraunahópi í %. Af súlunum má sjá hvað pömnarprósentan er afger- andi betri seinna árið eða 1998. Mesta athygli vekur þó hvað pörun- in var léleg fyrra árið þegar byrjað var 3. og 8. mars, en það er sá tími sem flestir íslenskir minkabændur hefja minkapöranina. Meðganga og gottími Þegar athuguð var lengd meðgöngu- tímans hjá læðunum 1997, dagamir frá pömn (þegar einparað er) eða seinni pömn (þegar tvíparað er), sést j að læðumar í I.- og II. hópi ganga lengst með eða 53 og 56 daga. At- hyglisvert er að hópur III sem byrjað var að para 26. febr. og hafði þá 100% pömn hafði stystan með- göngutíma eða 49 daga. Læðurnar sem paraðar voru frá 3. og 8. mars gengu jafn lengi með eða 51 dag. Tafla 1 sýnir lengd meðgöngu, gotprósentu hjá pöruðum læðum og fjölda fæddra hvolpa á gotna læðu árið 1997. Eins og kemur fram í töflunni er gotprósentan hjá pömðum læðum verulega breytileg og áberandi lægst í I. og V. hópi eða 54,5% og 72,7%, sem er langt fyrir neðan það sem eðlilegt er. Hópar II og III eru slakir, með 81,8% got, en hópur IV er skástur með 86,4% got. Athyglis- vert er að fæddir hvolpar á gotna læðu em einnig áberandi lægstir hjá hópi I og V, eða 1,0 og 1,1 hvolpi undir því sem var hjá hópi III, sem gaut flestum hvolpum og byrjað var að para 26. febrúar. Tilraunahópur II og IV sem byrjað var að para á und- an og eftir hópi III vom með 0,5 og 0,8 hvolpum færra á hverja gotna læðu. Af mynd hér fyrir neðan má sjá fjölda fæddra hvolpa á gotna læðu árin 1997 og 1998 og kemur þar fram vemlegur munur milli ára. Fyrra árið fjölgar hvolpum á gotna læðu fram til 26. febrúar, en seinna árið fækkar þeim. Hvolpar á paraða læðu Við talningu á hvolpum 15. maí kom fram afgerandi munur á hvolpa- fjölda bæði árin.Hvað hvolpafjöldi á parapa læðu var mestur í hópi III eða 4,6 hvolpar að jafnaði á læðu. Hópar I og V vom slakastir með 1,45 og 3,15 hvolpa og II. og IV. hópur með 3,85 og 3,45 hvolpa á hverja paraða læðu. Á mynd 4 sést enn betur hve mikill munur er á milli tilrauna- hópanna og þá sérstaklega hjá hópi I og V, samanborið við hina sem er fyrst og fremst vegna mismunar á geldprósentu hjá pöruðum læðum . Mynd 5 sýnir þann mikla mun sem er á gotprósentu hópanna, af Freyr 13/98 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.